Betra er aš ganga ķ hjónaband en aš brenna af girnd.

Pįll postuliHann var fęddur ķ borginni Tarsus ķ Tyrklandi einhvern tķman į fyrstu įrum hins kristna tķmatals og nefndur Sįl. Hann var rómverskur žegn af gyšingaęttum, talaši hebresku og hlaut gyšinglega menntun og uppeldi. Sem ungur mašur hélt hann til Jerśsalem og nam trśarleg fręši hjį hinum fręga fręšimanni og rabbķna, Gamalķel. Hugsanlegt er aš hann hafi veriš ķ Jerśsalem į sama tķma og Jesśs Kristur, en tališ er vafasamt aš žeir hafi nokkru sinni hist.

Eftir aš krossfestingu Jesśs, var litiš į fylgjendur hans sem trśvillinga og žeir ofsóttir. Sįl var einn žeirra sem tók virkan žįtt ķ žeim ofsóknum. Hann hugšist elta uppi žaš kristna fólk sem flśiš hafši til Damasks frį Palestķnu. Į leiš sinni žangaš fékk hann vitrun. Kristur birtist hinum, ręddi viš hann og snéri honum til kristni. Eftir žaš varš hann kunnur undir nafniu  Pįll.

Eftir aš Sįl geršist kristinn varši hann tķma sķnum til aš hugsa og skrifa um hinn nżja siš. Hann varš  einnig einn af virkustu og afkastamestu kennurum hinna nżju trśarbragša. Hann feršašist vķša og bošaši fagnašarerindiš, m.a. til Sżrlands, Grikklands og Palestķnu.

Hann er ķ dag kunnastur fyrir įhrif sķn į žróun gušfręši kristindómsins og er tvķmęlalaust įhrifamesti höfundur allra kristinna rithöfunda fyrr og sķšar. Hann er skrifašur fyrir 13 af 27 ritum Nżja Testamentisins en žaš er einnig tališ lķklegt aš fjögur žeirra eša fleiri séu ekki eftir hann.

Pįli gekk illa aš kenna Gyšingum kristni en mešal "heišingjanna" gekk honum frįbęrlega og er žvķ stundum kallašur postuli heišingjanna.

Eftir žrįr langar kennsluferšir um löndin fyrir botni Mišjaršarhafs, hélt hann til Jerśsalem og var handtekinn žar. Žašan var hann sendur til Rómar žar sem réttaš var yfir hinum. Ekki er vitaš hvernig réttarhöldin endušu eša hvort hann yfirgaf nokkurn tķman Róm. Hann var aš lokum tekinn af lķfi (lķklega įriš 64)ekki langt frį Róm.

Pįll postuli viš ritstörfHin miklu įhrif Pįls postula į kristna trś  hvķlir į žremur stöplum. 1. Hinu frįbęra gengi hans sem kennari trśarinnar. 2. Ritum hans sem eru mikilvęgur hluti af Nżja Testamentinu. 3. Žętti hans ķ žróun kristinnar gušfręši. Mešal gušfręšihugmynda hans eru;

Aš Jesśs vęri ekki ašeins innblįsinn spįmašur, heldur Guš.

Aš Jesśs hafi dįiš fyrir syndir okkar og aš žjįningar hans endurleysi okkur.

Aš mašur öšlist ekki hjįlpręši meš žvķ aš fara eftir lagasetningum Biblķunnar heldur ašeins meš žvķ aš višurkenna Krist. Žar af leišandi munu syndir mannsins verša fyrirgefnar meš žvķ einu aš višurkenna Krist.

Pįll lagši lķka mikla įherslu į kenningarnar um erfšasyndina (Rómverjabréfiš 5:12-19)

Vegna žess aš fólk gat ekki öšlast hjįlpręši meš žvķ aš hlķša lögum Biblķunnar, sį Pįll engan tilgang fyrir nżja įtrśendur aš framfylgja žeim sérstaklega. Margir af hinum gömlu leištogum kristinna voru honum ekki sammįla en leiša mį lķkur aš trśin hefši ekki breišst eins hratt og hśn gerši um rómverska heimsveldiš ef skošannir žeirra hefšu oršiš ofan į.

Dauši PįlsPįll kvongašist aldrei og žótt ekki sé nein leiš aš sanna žaš, er lķklegt aš hann hafi aldrei haft samręši viš konu. Višhorf hans til kvenna og kynlķfs sem fundu leiš inn ķ "heilaga ritningu" höfšu afar mikil įhrif į kristna menningu fram eftir öldum. Fręgustu kennisetningu hans um žessi mįl, er aš finna ķ Fyrra Korintubréfinu 7:8-9;

"En žess óska ég, aš allir menn vęru eins og ég er sjįlfur, en hver hefur sķna nįšargjöf frį Guši, einn žessa og annar hina.

8 Hinum ókvęntu og ekkjunum segi ég, aš žeim er best aš halda įfram aš vera ein eins og ég. 9 En hafi žau ekki taumhald į sjįlfum sér, žį gangi žau ķ hjónaband, žvķ aš betra er aš ganga ķ hjónaband en aš brenna af girnd."

Pįll hafši einnig sterkar skošanir į stöšu kvenna. Ķ fyrra Tķmóteusarbréfinu 2:11-15. segir hann;

"11 Konan į aš lęra ķ kyrržey, ķ allri undirgefni. 12 Ekki leyfi ég konu aš kenna eša taka sér vald yfir manninum, heldur į hśn aš vera kyrrlįt. 13 Žvķ aš Adam var fyrst myndašur, sķšan Eva. 14 Adam lét ekki tęlast, heldur lét konan tęlast og gjöršist brotleg. 15 En hśn mun hólpin verša, sakir barnburšarins, ef hśn stendur stöšug ķ trś, kęrleika og helgun, samfara hóglęti."

Vafalaust er Pįll žarna aš tjį skošun sem var rķkjandi į mešal samtķmamanna hans. En žaš er athyglisvert aš ekki eru hafšar neitt svipašar fullyršingar eftir Kristi sjįlfum.

Meira enn nokkur annar mašur var Pįll įbirgur fyrir aš umbreyta kristni śr gyšinglegum sértrśarflokki ķ heimstrśarbrögš.

Kenningar hans um aš Kristur sé Guš og aš réttlęting verši ašeins vegna trśar, hafa legiš til grundvallar kristni ķ gegnum aldirnar. Alir kristnir gušfręšingar sem fylgdu ķ kjölfariš, ž.į.m. Įgśstķnus, Aquķnas, Lśter, og Kalvin voru allir undir miklum įhrifum frį ritum Pįls.

Įhrif hans hafa veriš svo mikil aš sumir fręšimenn haf haldiš žvķ fram aš hann frekar en Kristur eigi aš teljast höfundur kristinnar trśar. Eflaust eru žau višhorf samt oršum aukin. En vķst er aš Pįll er įhrifamesti kristni einstaklingurinn sem lifaš hefur.


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sęll. Afhverju eyšir žś tķma og pśšri ķ eitthvaš blašur um hluti sem allir sem nokkurn tķman hafa tekiš upp bót vita. Ég veit ekki betur en flest börn af góšum heimilum žekki allt sem žś ert aš tala um žegar ķ grunnskóla. Žvķlķk tķmasóun og frošusnakk, og svo bętiršu ekki viš neinu nżju, įhugaveršu, umdeildu eša bara skemmtilegu um manninn. Dapurlegt.

WTF (IP-tala skrįš) 19.2.2011 kl. 02:04

2 identicon

nokkurn tķman tekiš upp bók* Lyklaboršiš var stillt į annaš tungumįl

Ķ alvöru talaš, žetta er meš žvķ allra leišinlegasta, fyrirsjįanlegasta og pįfagaukslegasta hjali sem ég hef lesiš ķ langan tķma. Ef žś hefur ekkert aš segja annaš en tyggja žurrar stašreyndir öllum kunnar, žį er mun klęšilegra aš žegja bara. Flestum finnst žetta ekkert fréttnęmt eša spennandi, enda flestir greinilega betur lesnir en žś. 

WTF (IP-tala skrįš) 19.2.2011 kl. 02:06

3 identicon

Žaš er forvitnilegt aš sjį hvernig hugleišingar žķnar, Svanur, ergja suma. ;)

Mér hefur fundist gaman aš lesa skrif žķn og engin undantekning nśna.

Gudmundur Bjarnason (IP-tala skrįš) 19.2.2011 kl. 05:25

4 Smįmynd: Svanur Gķsli Žorkelsson

Sęll Gušmundur og takk fyrir žaš.

Jį, WTF er greinilega ķ slęmu skapi hśkandi žarna śt į Granda. Ég verš vķst aš sętta mig viš žann śrskurš hans aš skrifa fyrir žį sem ekki koma frį góšum heimilum og ekki hafa heyrt žetta "frošusnakk" fyrr :)

Svanur Gķsli Žorkelsson, 19.2.2011 kl. 09:50

5 Smįmynd: Gušmundur Pįlsson

Pįll hafši žaš sem ég kalla algjöran skilning į hlutverki Krists. Hann hafši einnig mętt Kristi eftir upprisuna er hann spurši Sįl eins og hann hét žį, "hvķ ofsękir žś mig" en hann hafši skömmu įšur įtt žįtt ķ žvķ aš myrša heilagan Stefįn, fyrsta pķslarvottinn.

En Pįll var ekki einn. Žeir voru nokkrir kirkjufešurnir į žessum tķma sem virkilega įttušu sig į žvķ sem gerst hafši nokkrum įratugum įšur og skildu aš žeir žurftu aš koma žvķ til skila til heimsins alls Žaš var ekki sjįlfsagt aš žaš tękist - en žaš tókst. Flestir žessarra manna guldu fyrir žaš meš lķfi sķnu. Žetta eru mikilvęgustu menn kristninnar og eru allir heilagir menn.

Gušmundur Pįlsson, 19.2.2011 kl. 10:15

6 Smįmynd: Svanur Gķsli Žorkelsson

Sęll G. Pįlsson. Žegar aš kemur aš gušfręšilegum śtskżringum og tślkunum į opinberun Krists, hafa sjónamiš Pįls vinninginn mešal žorra kristinna manna.

Einn af žeim sem mikiš kvaš aš ķ frumkristni,(kannski einn af žeim sem žś kallar kirkjuföšur)  var Jakob, sem stundum er sagšur hafa veriš bróšir Jesśs og sonur Marķu og Jósefs.

Eftir hann er eitt bréf ķ Biblķunni. Žar kemur m.a. fram skošun sem greinilega varš undir tślkun Pįls sem kennir aš menn hljóti ašeins hjįlpręši fyrir trś.

Jakob skrifar;

14Hvaš stošar žaš, bręšur mķnir, žótt einhver segist hafa trś, en hefur eigi verk? Mun trśin geta frelsaš hann? 15Ef bróšir eša systir eru nakin og vantar daglegt višurvęri 16og einhver yšar segši viš žau: "Fariš ķ friši, vermiš yšur og mettiš!" en žér gefiš žeim ekki žaš, sem lķkaminn žarfnast, hvaš stošar žaš? 17Eins er lķka trśin dauš ķ sjįlfri sér, vanti hana verkin.

18En nś segir einhver: "Einn hefur trś, annar verk." Sżn mér žį trś žķna įn verkanna, og ég skal sżna žér trśna af verkum mķnum. 19Žś trśir, aš Guš sé einn. Žś gjörir vel. En illu andarnir trśa žvķ lķka og skelfast. 20Fįvķsi mašur! Vilt žś lįta žér skiljast, aš trśin er ónżt įn verkanna? 21Réttlęttist ekki Abraham fašir vor af verkum, er hann lagši son sinn Ķsak į altariš? 22Žś sérš, aš trśin var samtaka verkum hans og aš trśin fullkomnašist meš verkunum. 23Og ritningin ręttist, sem segir: "Abraham trśši Guši, og žaš var honum til réttlętis reiknaš," og hann var kallašur Gušs vinur. 24Žér sjįiš, aš mašurinn réttlętist af verkum og ekki af trś einni saman.

Svanur Gķsli Žorkelsson, 19.2.2011 kl. 10:59

7 Smįmynd: Gušmundur Pįlsson

Blessašur Svanur og žakkir fyrir žķn snjöllu skrif.

Ég hef skiliš žaš žannig aš Jakob sé aš segja aš "hafir žś engin verk til stašfestingar trśnni eša jafnvel slęm verk" žį stošar žaš ekki žvķ mašurinn er heill og getur ekki sagt eitt og gert annaš eša jafnvel vanrękt žaš sem honum ber aš gera sem kristnum manni. Žvķ beri manninum aš lįta trśna rętast ķ verkunum. Mér finnst žetta ešlilegt en ég gleymi žvķ samt ekki aš nįšin veršur ekki keypt meš góšum verkum heldur er hśn į valdi Gušs eins.

Į hinn bóginn er ekki nóg aš gera gott og segjast žess vegna vera kristinn - žaš er miklum algengara.

Gušmundur Pįlsson, 19.2.2011 kl. 12:17

8 Smįmynd: Svanur Gķsli Žorkelsson

Sęll aftur Gušmundur P.

Ég įtta mig į žessu og er sammįla žér.

Žaš sem śt af stendur er hvort žaš nęgir fyrir fólk aš gera gott en višurkenna ekki Krist, til aš nį réttlętingu og bjargręši. Hvaš segiršu um žaš?

Svanur Gķsli Žorkelsson, 19.2.2011 kl. 18:47

9 Smįmynd: Svanur Gķsli Žorkelsson

hjįlpręši įtti žetta vitanlega aš vera ;)

Svanur Gķsli Žorkelsson, 19.2.2011 kl. 18:50

10 Smįmynd: Gušmundur Pįlsson

Žaš nęgir aš fara eftir bošoršum Krists ķ hugsun, orši og athöfn. Og lifa fyrir ašra, meira en sjįlfan sig. Svo er sagt. En hver getur annar svaraš žvķ en Guš sjįlfur.

Gušmundur Pįlsson, 19.2.2011 kl. 19:21

11 identicon

Verd ad taka undir med WTF. Fer engum ad rembast vid ad vera vitringur. Innihaldslaust bull śr tómum huga. Sorglegt

Leifur (IP-tala skrįš) 19.2.2011 kl. 21:17

12 Smįmynd: Svanur Gķsli Žorkelsson

Takk fyrir žaš GP. Sé aš viš erum į svipušum slóšum hvaš žetta snertir.

Grétar R, aka Leifur; Ég verš aš segja aš žaš sem žś skrifar kemur mér spįnskt fyrir sjónir. Žótt hér sé veriš aš ręša hluti sem žś hefur ekki įhuga į og hefur kannski ekki heldur tök į aš dęma um hvort séu bull eša eitthvaš annaš, įttu aš sżna žį hįttvķsi aš leiša žaš hjį žér. Žaš geri ég žegar ég les eitthvaš sem ég hef ekki vit į.

Svanur Gķsli Žorkelsson, 19.2.2011 kl. 21:43

13 Smįmynd: Gśstaf Nķelsson

Jį žetta meš girndina Svanur Gķsli er margslungiš mįl og misvel gengur okkur daušlegum aš stjórna henni. Žessi skrif žķn minna mig į kvęši eftir Helga Hóseasson, mikinn merkismann, sem lengi var prentari (ekki mótmęlandi) į Žjóšviljanum sįluga. Kvęšiš mun hafa oršiš til ķ skemmtiferš nokkurra félaga ķ sósķalistafélagi Reykjavķkur fyrir margt löngu, žegar farkostur žeirra bilaši ķ myrkri og bķša žurfti birtu til višgerša, og hljóšar svona, ef ég man žetta rétt.

Žegar myrkriš er svart

stķgur hugurinn hęst

ķ hamstola girnd til kvenna.

Ęšir um sléttur, śthöf og lönd

og akra sem logandi brenna.

Ég sé rekkjutjöld lyftast

og sęnginni svift og silkiš af bśknum renna.

Hver hneykslast žótt tryll'ann

hin holdlega girnd,

sem er hęstvirtum guši aš kenna.

Gśstaf Nķelsson, 20.2.2011 kl. 00:12

14 Smįmynd: Svanur Gķsli Žorkelsson

Takk fyrir kvešskapinn Gśstaf :) 

Svanur Gķsli Žorkelsson, 20.2.2011 kl. 05:03

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband