8.2.2011 | 20:43
Af strútseggjum, skapabörmum og öðru skemmtilegu
Myndin hér við hliðina er af nokkrum brotum af strútseggjaskurn. Eins og sjá má eru þau skreytt með útskurði, ekki ósvipuðum þeim sem Búskmennirnir í Suður-Afríku rista enn í eggin sín. Meðal þeirra eru strútsegg algeng og gagnleg ílát eftir að blásið hefur verið úr þeim. Það sem er merkilegt við þessi skurnbrot er að þau eru meira en 60.000 ára gömul. -
Frá 1999 hefur Pierre-Jean Texier frá háskólanum í Bordeaux í Frakklandi og samstarfsmenn hans safnað 270 slíkum brotum við Diepkloof Rock Shelter á Vesturhöfða í Suður-Afríku þar sem forfeður okkar, hinir smávöxnu Búskmenn (1,49–1,63 m) bjuggu og búa enn.
Með aðstoð erfðafræðiinnar hefur tekist að rekja ætt alls mannkynsins aftur til einnar konu sem átti heima á þessum slóðum fyrir u.þ.b. 200.000 árum, hinnar svo kölluðu "Hvatbera Evu".
Nánustu ættingja hennar og "Y litnings Adams" (sameiginlegs forföður alls mannkyns) , er að finna í þeim ættflokkum Búskmanna sem eru taldir haf verið fyrstir til að skera sig frá ætt Hvatbera Evu.
Um er að ræða tvo ættflokka sem kalla sjálfa sig Kohi og San sem oft er fellt saman í eitt nafn Kohisan, "Fyrsta fólkið".
Kohi-Sanfólkið, sem er ltalvert frábrugðið öðru Afríkufólki, eru frumbyggjar Suður-Afríku.
Smáfólkið (pygmýar) eru frumbyggjar Mið-Afríku.
Fyrir 100.000 árum er talið er að einhver hluti Búskmannanna og smáfólksins hafi eigrað norður á bóginn á leið sem loks leiddi það út úr Afríku. Smáfólk er enn að finna víða um heiminn, einkum á afskektum eyjum og landsvæðum þar sem það einangruðust, sumt í tugþúsundir ára.
Nokkuð stórir hópar smáfólks eru enn til víða í Afríku og einning í Ástralíu, á Tælandi, í Malasíu, Indónesíu, á Filippseyjum, í Papúa Nýju Gueníu, Brasilíu, Suðaustur Asíu og jafnvel á Palau í Míkrónesíu.
Víða þar sem þessir afrísku frumbyggjar fóru, hljóta þeir að hafa rekist á afkomendur frænda sinna sem yfirgáfu Afríku 700.000 árum áður.
Miklu luralegra og stærra, bjó það mannfólk aðallega í hellum í löndum Evrópu, m.a. í Ísrael, í Belgíu og á Spáni. Sagt er að smáfólkið hafi átt vingott við eitthvert þeirra, sem er dálítið undarlegt þróunarlega séð, en það er víst önnur saga.
Það er fróðlegt að kynna sér hvernig Fyrsta fólkið í Afríku bjó og býr enn dag, vegna þess að lifnaðarhættir þess hafa ekkert breyst í tugþúsundir ára.
Búskmenn búa í litlum hópum ættmenna. Börn hafa engum skyldum að gegna og frístundir eru afa mikilvægar. Mikill tími fer í að matreiða og matast, í samræður og að segja brandara, leika tónlist og dansa helgidansa. Konur eru í miklum metum og eru stundumforingjar ættingjahópsins. Þær taka mikilvægar ákvarðanir fyrir hópinn og geta gert kröfu til að ráða yfir vatnsbólum og veiðisvæðum. þeirra helsta hlutverk er að safna mat og taka þátt í veiðum með körlunum.
Vatn er afar mikilvægt Búskmönnum í Afríku. Þurrkar geta varað í marga mánuði og vatnsból þornað upp. Þegar það gerist verður að notast við sopaból. Sopaból eru þannig gerð að valinn er staður þar sem sandurinn er rakur og þar grafin hola. Ofaní holuna er er stungið holum reyr. Vatn er sogið upp um reyrinn og sopinn látinn drjúpa úr munninum niður um annað strá niður í strútsegg sem búið er að blása úr.
Vegna þess hve mataræði Búskmanna er fitusnautt, fá konur ekki tíðir fyrr en þær eru orðnar 18 eða 19 ára gamlar. Oftast er reynt að hafa nokkur ár milli barnsburða, vegna lítillar brjóstamjólkur-framleiðslu mæðranna. Þá er hópurinn stöðugt á faraldsfæti sem gerir fóstur fleiri en eins barns í einu mjög erfitt.
Meðal Khoi-San kvenna gengur Steatopygia (fita sem myndar kúlurass) í erfðir. Slíkur rassvöxtur er talin lífeðlisfræðileg aðlögun kvenna sem búa í mjög heitu loftslagi, þ.e. aðferð líkamans til að tempra líkamshitann. Limir og búkur geta verið mjög grannir en samtímis er nægileg fita til staðar til að framleiða nauðsynlega hormóna fyrir reglulegar tíðir.
Algengur fylgifiskur Steatopygiu er Sinus pudoris (langir innri skapabarmar). Meðal Búsk-kvenna eru slík sköp sögð mikilvæg fyrir heilbrigt og gott kynlíf þótt ekki hafi enn fundist þróunarfræðileg ástæða þeirra.
Embætti höfðingja gengur í ættir meðal Búskmanna en völd hans eru hverfandi lítil. Flest er ákveðið eftir umfjöllun og þá með óformlegri kosningu þar sem konur leggja jafnt til málanna og karlmenn.
Hagkerfi þeirra er gjafa hagkerfi þar sem þeir gefa hvorir öðrum gjafir frekar en að býtta eða að hlutir og þjónusta gangi kaupum og sölum.
Þorp geta verið gerð úr nokkuð gerðalegum strákofum en mörg þorp eru aðeins gerð úr skýlum þar sem aðeins er tjaldað til fárra nátta. Veðurfarið ræður afkomunni alfarið. Vorin eru viðsjárverð með sína miklu þurrka og hita og veturinn einnig þurr en kaldur.
Búskmenn safna ávöxtum, berjum, laukum og rótum. Strútsegg er mikilvægur hluti fæðunnar og skurn þeirra er notaður undir vatn. Skordýr og lirfur af öllu tagi eru fastur hluti af fæðunni auk þess kjöts sem fæst af veiðum.
Búnaður kvenna er allur einfaldur og meðfærilegur. Þær bera slöngvuvað, teppi eða skinn, yfirhöfn sem er kölluð karossto,eldivið, smáskjóður, prik, strútseggjaskurn með vatni og ef smábörn eru með í ferð, smærri útgáfu af karossto.
Á löngum erfiðum veiðiferðum bera karlmenn boga og eitraðar örvar, spjót og fátt annað. Eftir að dýr hefur verið drepið er dýrandanum þakkað. Lifur bráðar er aðeins etin af karlmönnunum þar sem haldið er að hún innhaldi eitur sem er hættulegt konum.
Trú þeirra Búskmanna gerir ráð yfir einum allsherjarguði sem ræður yfir mörgum minni guðum, mökum þeirra og börnum. Virðing er borin fyrir anda hinna látnu, anda dýranna og náttúrunnar allrar. Að yrkja jörðina er andstætt þeirri heimsskipan sem Guð bauð þeim og þess vegna veiða þeir og safna.
Sumir San-Búskmanna tigna mánann en mikilvægustu trúarathafnir þeirra, vakningardansinn, eru gjarnan haldnir á fullu tungli. Vakningardansinn er einskonar bæn til náttúrunnar og guðanna um að vakna til að sinna verkum sínum, láta rigna, færa þeim bráð og gera þeim lífið bærilegra. Dansinn getur læknað bæði andlega og líkamlega sjúkdóma og ekki er óalgengt að dansarar falli í trans.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Mannréttindi, Menning og listir, Umhverfismál | Facebook
Athugasemdir
þúsund þakkir fyrir þennan fróðlega pistil Svanur
Óskar Þorkelsson, 8.2.2011 kl. 21:06
Jæja, loksins fórstu í konu greyið en í hvaða gen konunnar? Því miður, ertu enn á rangri braut ... fyrir það fyrsta, er löngu vitað að þau gen sem eru ráðandi í afríku fólki er fljót að taka yfirhöndina ... það þýðir ekki að við erum öll þaðan uppruninn. Rangt að öllu leyti.
Fólkið í Afríku, hvernig sem það er tilkomið er fólk sem helst á lágu stigi þar vegna sjúkdóma. Hér er um að ræða sjúkdóma sem berast með mat, vatni ... sem gerir fólkið sljótt.
Að reyna að sanna að við séum öll af aröbum komnir, er að eyða tímanum í vitleysu. Slíkt trúarbrögð, hvort sem þú kallar hana kristni, gyðingatrú eða múslimatrú ... er til fyrir fávita, afsakaðu orðbragðið. Evu kjaftæðið, hvort sem það er gert með biblíunni, eða hvort einhver kristni kallinn, eða gyðinga bjálkurinn er á ferðinni ... er álíka mikið bull og aría bullið.
Sjáðu sphinx'inn...
http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/6/6c/Egypt.Giza.Sphinx.02.jpg
Það er búið að brjóta á honum nefið greiinu, en taktu eftir því og taktu eftir því vel ... að það er EKKI breitt, heldur mjótt. Taktu líka eftir augunum á honum. Kíktu svo á þessa fornu mynd af afríku búa.
http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/8/82/Ife_sculpture_Inv.A96-1-4.jpg
Bæði augu og nef, eru ekki lík. Fyrir það fyrsta eru augu afríku búans þannig að ytri jaðar er lægri eða jafn innri. Á egypsku myndinni er þessu öfugt farið. Egyptinn er upphaflega Asíu búi, en hefur síðan blandast Afríku búa með tímanum. Á þessu leikur enginn vafi, og hefur aldrei gert.
Sjáðu myndina 10000 BC, sem á að vera æfintýraleg ímynd í kringum Egyptaland árið 10000 BC. Hér eru forfeður egypta myndaðir eins og móngólítar, vegna tengingar þeirra við Asíu búa og kínverja í þessu samhengi.
Að vera Íslendingur og ganga um, og vera að agitera svona kynþáttafordóma, sem ganga út á að afmá fortíðina, og afmynda aðrar þjóðir sem "móngólíta" vegna mongólskra einkenna þeirra, er ógeðslegt. Evu kjaftæðið, er bara kjaftæði ... við vitum allir að konan hefur ákveðin þátt sem ekki breitist, og við vitum líka allir að Y-litningur afríku búa er það sterkur að hann yfirgnæfir aðra. Hvorugt segir okkur að Egyptar séu upprunnir úr afríku.
Þetta er svona svipað eins og mormóna bókinn, kjaftæði frá upphafi til enda ...
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 9.2.2011 kl. 12:09
Í fyrsta lagi, vil ég benda þér á það að þó svo að allar konur hafi einn uppruna, þá er ekkert sem segir að sú kona hafi upprunalega verið frá Afríku, þó svo að sú kona hafi einnig sömu einkenni. Alveg eins líklegt að kona frá Evrópu hafi álpast niður í Afríku. Sú staðreynd að Afríka er að stórum hluta "óhreifð" bendir ekki til þess að maðurinn hafi byrjað þar, einungis að þar er jörðin nægilega óhreifð til að hægt sé að finna leifar þar. Peking maðurinn, er eitt dæmi um hið mótsatta.
Egyptir voru Asíu menn sem blönduðust afríku, Samar eru líka Asíumenn, það eru einnig Eskimóar og sama má segja um Indiána norður Ameríku. Biblían talar mikið um allt mögulegt, en hún er stolinn frá upphafi til enda. Íslendingar eru ekki Æsir, heldur eru Asíumenn æsir. Kínverjar eru líka hvítir á hörund, en meðal þeirra eru æfa fornar sögur um fólk sem hefur "mutated" og orðið ljóshært. Eldri menningasögur frá Asíu segir frá byggingu múrsins, sem eru síðan sögur sem notaðar eru í biblíunni um þúsund ára ríkið ... múrinn var byggður með þúsund ár í huga á sínum tíma.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 9.2.2011 kl. 13:21
Takk kærlega - þetta var skemmtilegur og fróðlegur pistill.
Dagný, 10.2.2011 kl. 00:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.