Sprekakelling ertu!

Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem lagið Money for Nothing veldur fjaðrafoki. Texti lagsins hefur verið umdeildur frá því að lagið kom út og hefur reyndar verið breytt í sumum útgáfum þess til að koma á móts við hörðustu gagnrýnendur hans. Að þessu sinni er það orðið faggott sem fólk kveinkar sér undan í Halifax en orðið er vissulega notað, í Norður Ameríku sérstaklega, sem klúrt uppnefni á hommum.

Það er oft fróðlegt og upplýsandi að skilja hvernig ákveðin orð virka meira særandi fyrir fólk en önnur. Við fyrstu sýn virðist það t.d. langsótt að kalla homma sprek eða kindling, en það er einmitt merking enska orðsins faggott.  

Talið er að orðið hafi fengið niðrandi merkingu, þegar það er notað um homma, vegna þess að verið sé í raun að kalla þá gamlar konur sem selji eldivið.

Uppruni orðsins gerir niðrandi merkingu þess fyrir homma ósköp skiljanlega.

Í eina tíð unnu gamlar konur og ekkjur í Englandi fyrir sér með því að safna sprekum og selja þau sem kindlinga. Þessar konur  voru kallaðar sprekasafnarar (faggot-gatherer) eða líka sprekakonur, (faggott womenFagott eða styttingin fag, sem oftast er oftar er  notuð, merkir því eiginlega "sprekakelling" eða "kindlingakelling".  

 


mbl.is 25 ára gamalt lag bannað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svakalegt, að kalla þá "gamlar konur sem selji eldivið"!

Rosalegt alveg – í fangelsi með alla sem leyfa sér slíkt orðbragð! Ellegar 10.000 dollara sekt (Kanadadollara).

Hey, eru menn hættir að geta tekið djóki? Eða mega bara sumir gera grín að sér, en aðrir ekki? Myndi Megas eða Bubbi eða ýmsar þungarokksveitir vilja fá siðferðisnefnd Alþingis til að gera uppskurð á útgefnum verkum sínum? Þyrfti þá ekki líka að endurvinna suma Spaugstofuþættina?

Takið ekki mark á refsigleði kanadískra stjórnvalda í þessum málum, þau eru þar alveg sér á parti (og vonandi sem lengst ein um það) og sækja þar að rit- og tjáningarfrelsi og samvizkufrelsi fólks, – þannig var það strax fyrir hálfum áratug, eins og menn geta lesið um í þessari fróðlegu vefgrein eftir Jón Rafn Jóhannsson: Um kristna samstöðu.

Jón Valur Jensson, 19.1.2011 kl. 16:13

2 Smámynd: Arngrímur Stefánsson

Þess má geta að faggot er mjög oft stytt sem fag, hins vegar þýðir fag vindlingur í Enskri ensku.

Arngrímur Stefánsson, 19.1.2011 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband