19.1.2011 | 00:47
Lygapistillinn sagður sannleikur
Í annað sinn á rúmri viku birtist hér á blog.is og því haldið fram að um sannindi sé að ræða, falsaður pistill sem sagður er ættaður úr munni forsætisráðherra Ástralíu, Júlíu Gillard.
Í þessum lygapistli eru forsætisráðherranum lögð óvarleg orð í munn um múslíma og Íslam. Einhverjir hafa orðið til að trúa þessu þvættingi, tekið undir hann og jafnvel bætt um betur, í athugasemdum við hann, eins og sjá má á þessum tveimur bloggum.
En það sem er öllu verra, er að þeir sem birt hafa þessa flökkusögu sem sanna, hafa annað hvort ekki haft fyrir því að leiðrétta málið við lesendur sína, eða jafnvel þrætt fyrir að pistillinn sé uppspuni, eins og Verkfræðingurinn Halldór Jónsson gerir á sínu bloggi,en hann var einmitt sá sem fyrri til varð að bera þetta bull á borð fyrir lesendur sína sem sannleika fyrir rúmlega viku síðan, hér á blog.is
Sá seinni, Jón Valur Jensson, sem þegar þetta er skrifað, er enn að athuga sannleiksgildi þess að þessi "ræða" sé tilbúningur, eftir að honum var bent á það í athugasemd snemma í morgun, hefur greinilega ekki lesið blogg Halldórs, né haft fyrir því að kynna sér uppruna spunans áður en hann vakti á honum athygli sem "einhverju kröftugu og hyggindalegu um múslíma í vestrænum samfélögum" eins og hann kemst að orði.
PS. Sé nú á athugasemdum frá Jóni á bloggsíðu hans, að hann álítur pistilinn uppspuna og ætlar að leiðrétta það við lesendur sína. Gott hjá honum. kl:01:43
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Mannréttindi, Trúmál, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 01:44 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Check this out
Efni
Tenglar
Gott að vita
- Origins Of Conflict In The Middle East: Afar góð grein um atriði sögunnar sem sjaldan er fjallað um
- HÆTTULEGAR HUGMYNDIR
- Knattleikur, helg Íþrótt? Frábær síða um uppruna "Knattsleiks eða Íshokkí"
- Rökvillur og samræðubrellur Greinargóð lýsing á helstu rökvillum og samræðubrellum
- Stjórnarskrá Íslands Stjórnarskrá
- Af hverju hata þeir okkur? Jihad í nútímasögu íslam og Mið-Austurlanda Magnús Þorkell Bernharðsson
- Fasistar og hálfvitar
ELDRI FÆRSLUR
- Ef til er Guð, hver skapaði þá Guð?
- Kom Kristur árið 1844?
- Email að handan
- Stighækkandi opinberun, tengslin milli manna og Guðs samkvæmt Bahai kenningum
- Matthías Jochumsson og hinn persneski Messías
- Gyðinglegur uppruni landvætta og skjaldarmerkis Íslendinga
- Orð sem vert er að kunna skil á
- Guð er Allah - Allah is God - God est Theos - Hvaða tungumál talar þú?
- Tahirih
- Kahlil Gibran og Bahai trúin
- http://
Myndbönd
Bloggvinir
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Dagný
- Sigrún Jónsdóttir
- Anna Einarsdóttir
- Anna Gísladóttir
- Arnar Pálsson
- Arinbjörn Kúld
- Ketill Sigurjónsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Egill Bjarnason
- Baldur Kristjánsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Anna
- Gunnhildur Sigurjónsdóttir
- Guðmundur Ásgeirsson
- BookIceland
- brahim
- Charles Robert Onken
- Hannes
- Tryggvi Hjaltason
- Anna S. Árnadóttir
- Hrannar Baldursson
- Dúa
- Drífa Kristjánsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Viðar Eggertsson
- Einar G. Harðarson
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Árni Karl Ellertsson
- Púkinn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brattur
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Guðmundur Pálsson
- Graceperla
- Grétar Mar Jónsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðjón Ó.
- Guðmundur Júlíusson
- Gulli litli
- Gylfi Guðmundsson
- Halla Rut
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Rafn Ingvason
- Þorkell Sigurjónsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Sigga Hjólína
- Bókaútgáfan Hólar
- Hólmdís Hjartardóttir
- Höskuldur Búi Jónsson
- Hrafn Andrés Harðarson
- Óskar Steinn Gestsson
- Hugrún Jónsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Svava frá Strandbergi
- Kári Gautason
- Jón Baldur Lorange
- Já Ísland
- Jakob S Jónsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann G. Frímann
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jonni
- Jón
- Bergur Thorberg
- Kalikles
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Hjalti Tómasson
- kiza
- Sólveig Klara Káradóttir
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafnhildur Þórarinsdóttir
- Kristberg Snjólfsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristinn Theódórsson
- Heimir Eyvindarson
- OM
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- SeeingRed
- Lýður Pálsson
- Lýður Árnason
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Marinó G. Njálsson
- Marinó Már Marinósson
- Magnús Bergsson
- Mofi
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Nexa
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Aðalsteinn Baldursson
- Jón Svavarsson
- Páll Vilhjálmsson
- Sandra María Sigurðardóttir
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Heimir Tómasson
- Róbert Tómasson
- Sæmundur Bjarnason
- Fullt nafn
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sammý
- Sigurður Fannar Guðmundsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigþrúður Pálsdóttir
- Sigurveig Eysteins
- Sigurður Jónsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Auðun Gíslason
- Óskar Þorkelsson
- Helga skjol
- Gunnar Skúli Ármannsson
- hilmar jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Þorsteinn Briem
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Grétar Eiríksson
- Sigurður Árnason
- Svala Jónsdóttir
- Svartagall
- Óskar Helgi Helgason
- TARA
- Þarfagreinir
- Þór Saari
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þórdís Bachmann
- Þór Ludwig Stiefel TORA
- Sigurður Rósant
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Andrea
- Villi Asgeirsson
- Vilhjálmur Árnason
- Margrét Sigurðardóttir
- Zaraþústra
- Zedith
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Steinþór Ásgeirsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 786800
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, ég er einmitt að koma frá því núna, Svanur Gísli, að leiðrétta þá færslu í bak og fyrir og með athugasemdum mínum varðandi athugun þess máls – ennfremur með stuttri nýrri færslu, sem bendir á þetta, af því að sólarhrings-birtingu upphaflegs pistils hér á blog.is var að ljúka. Þakka þér þínar ábendingar, en ég var vant við látinn í dag og á skólabingókvöldi með börnunum, en varð svo að fá mér dúr – þ.e. áður en ég gæfi mér góðan tíma í að kanna þetta betur og leiðrétta – annars hefði ég í þreytu minni dottið ofan í tölvuna ...
Jón Valur Jensson, 19.1.2011 kl. 02:26
Þetta var víst allt einhverjum Sigga og Páli að kenna, en ekki grunnhyggni greinarhöfundar, sem taldi sig hafa himinn höndum tekið til að svala heift sinni og andúð í garð múslima.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.1.2011 kl. 04:35
Ég bý ekki yfir neinni "heift og andúð í garð múslima" almennt, Axel Jóhann Hallgrímsson. Þú hefðir nú (rétt eins og ég í hinu tilfellinu með Juliu Gillard) getað leitað þér betri heimilda með því að spyrja mig fyrst.
Jón Valur Jensson, 19.1.2011 kl. 05:08
Mér finnst þú Jón Valur bregðast rétt við, þótt það hefði e.t.v. getað verið skjótar. Dagur í bloggheimum er langur tími, eins og þú veist. - Öðru máli gegnir um Halldór Jónsson sem heldur því enn til streitu að um orð Júlíu sé að ræða.
Svanur Gísli Þorkelsson, 19.1.2011 kl. 06:40
Ekkert veit ég um Halldór í því efni, fannst hann ekki tala nógu skýrt á slóð sinni, en hann þýddi þó textann, það er meira en ég gerði. Svona er maður upptekinn við annað, sér ekki hvað einn af goðum bloggvinum manns er að gera.
Jón Valur Jensson, 19.1.2011 kl. 07:05
"Muslims who want to live under Islamic Sharia law were told on Wednesday
to get out of Australia, as the government targeted radicals in a bid to head off
potential terror attacks... "
Hvaða hvaða, er ekki í lagi að leyfa Múslimum að fara eftir sinni trúarsannfæringu? Við erum að leyfa ýmislegt misrétti í skjóli trúfélaga og trúarsannfæringar hér á Íslandi.
Ég lít þannig á að aðeins sé um stigsmun að ræða. Hér fá að starfa í friði trúfélög þar sem til dæmis konur eru ekki virtar til jafns við karla, karlmenn líta í sumum tilfellum á sig sem hæfari einstaklinga til að bera út Guðs orð en konur, og þar sem lifnaðarhættir samkynhneigðra eru fordæmdir.
Slíkt er ofbeldi í skjóli trúarbragða og trúarsannfæringar. Eigum við að samþykkja það?
Jóhanna Magnúsdóttir, 19.1.2011 kl. 08:12
Sæl Jóhanna. Samkvæmt lögum landsins, eru engin trúarleg lög þeim æðri. Þannig held ég líka að best sé að hafa þetta. Ef að fólk brýtur þessi lög og ber fyrir sig trúarsannfæringu, er það ábyrgt fyrir hinum almennum lögum. -
Misrétti af því tagi sem þú nefnir, varða t.d. við lög á Íslandi og fólk hefur oft verið dæmt fyrir að brjóta þau.
Svanur Gísli Þorkelsson, 19.1.2011 kl. 08:46
Ég hefði nú bent honum JVJ á þessa villu + það að Gillard er trúleysingi; Við trúleysingar viljum ekki mismuna fólki eftir trúarbrögðum; Við viljum aðskilnað ríkis og kirkju + eitt og annað mannlegt.
En þið þekkið JVJ, enginn ritskoðar eins mikið og hann; Hann er jú kaþólskur talibani... Bæði biblía & kóran eru faktískt mannréttindabrotabækur; Það er ekki neinn munur á lögum í biblíu/kóran; Lesið bara... og þið munið sannfærast.
Kristnir í Ástralíu kenna Rudd um flóðin, og elda sem hafa geysað þar á bæ, segja að hann kyssi ekki rassinn á Ísrael nægilega vel.
doctore (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 11:06
Fáum nema hýperlíberal KONUNNI Jóhönnu dettur sú fásinna í hug að bera með sínum hætti blak af beitingu sjaríalaga á Vesturlöndum og láta eins og þau séu næstum jafn-skaðlaus og áminning kristinnar kirkju um biblíulega kenningu um að samkynja fólk megi ekki eiga mök saman, hvað þá giftast í kirkju. Algerlega er sú áminning kirkjunnar laus við kröfur um að stjórnvöld refsi fyrir slíkt, en harðlínu-sjaría-múslimar vilja hins vegar handarhögg við þjófnuðum, dauðarefsingu samkynhneigðra (tíðkuð m.a. af talibönum og írönskum yfirvöldum) og grýtingu meintra hórkvenna, auk þess sem sumir þeirra vilja misþyrma litlum meybörnum, eins og altítt er í Sómalíu og víðar og fjallað hefur verið um í a.m.k. einni bók sem komið hefur út hér á landi. Ennfremur eru meint 'heiðursmorð' ungra kvenna meðal þeirra refsisiða sumra (já, SUMRA) múslima, sem borizt hafa til Versturlanda.
Jón Valur Jensson, 19.1.2011 kl. 12:55
Vesturlanda!
Jón Valur Jensson, 19.1.2011 kl. 12:55
Svanur Gísli, aldrei hafa þau lög Alþingis frá 1253 verið formlega numin úr gildi, að þar sem á milli ber um Guðslög og þingsins, skuli Guðslög ráða.
Jón Valur Jensson, 19.1.2011 kl. 12:59
Á ég að trúa því á þig, Svanur Gísli, að þú látir þessar óþverralygar gervidoktorsins um mig og aðra kristna menn standa hér uppi á vefslóð þinni?
Jón Valur Jensson, 19.1.2011 kl. 13:47
Ég sá á facebook síðu Skúla Skúlasonar ansi áhugaverðan hlut.
Þar reyndi einhver góður maður að fá Skúla til að nefna til sögunnar 5 jákvæða þætti við íslam. Að sjálfsögðu var Skúli ekki geim í það.
Ég vildi gjarna fá að sjá lista yfir 10 atriði sem talist geta jákvæð við íslam frá ykkur verjendum helstefnunnar.
Doktor. Hvenær ætlarðu að fatta að þetta gjamm þitt um kristnina alltaf þegar íslam ber á góma er bara kjánaskapur þrasgjarns trúðs.
Þetta er eins og að koma inn á alla þræði sem vara við útbreiðslu alnæmis með einhvert píp um að höfuðlúsin sé ekkert skárri. Gagnslaust og á endanum skaðlegt.
marco (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 13:55
Er ég að ljúga JVJ; Ég er með afrit af bréfi frá vatíkaninu á blogginu, hlekkur er í fyrri athugasemd.
Þetta er í fréttum um allan heim.
Enn og aftur: Sjáið hræsnina í trúuðum
Ég ver ekki íslam marco, þvert á móti.. ég tek íslam eins og kristni á barnaskóm.. margir múslímar krefjast íslam-lite; Eins og kristnir voru þvíngaðir í á sínum tíma
doctore (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 14:15
Innlegg mitt var sett inn í hæðni ... en hæðnin greinist auðvitað ekki svo vel á blogginu. Auðvitað styð ég ekki neins konar ofbeldi - ekki sem tilheyrir Sharia lögum - né öðrum lögum. Benti þá á það að á Íslandi lýðst óréttlæti og ofbeldi í skjóli trúfélagalaga og trúarsannfæringar.
Doctore - ekki alhæfa svona um alla trúaða.
Jón Valur - af hverju þarftu að skrifa KONUNNI með stórum stöfum? Þarf að leggja sérstaka áherslu á að ég sé kona?
Jóhanna Magnúsdóttir, 19.1.2011 kl. 14:31
Ég er ekki að segja að allir krissar séu slæmir sko.. ég horfi einmitt á ykkur öll sem fórnarlömb.
Svona eins og alka eða dópista sem neita að horfast í augu við sjúkdóm sinn.
Endilega hafið einhvern galdrakarl, ef ykkur líður betur með það; En hafið hann bara á ykkar forsendum, ekki bara gleypa tálmyndir um Sússa og Mumma meinhorn; Það er bara verið að nota þessa þörf sem mörg ykkar hafið... það er verið að spila með ykkur
doctore (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 14:41
Hér er linkurinn sem DoctorE vitnar til. http://doctore0.wordpress.com/2011/01/18/vatican-warned-irish-bishops-not-to-report-abuse/
Ummæli hans um JVJ voru undir velsæmismörkum og þess vegna fjarlægði ég þau.
Svanur Gísli Þorkelsson, 19.1.2011 kl. 14:52
Þetta segir stjórnarskráin Jón Valur. Allsherjarreglan sem átt er við eru lög landsins hverju sinni og Þess vegna tel ég að lögin frá 1253 sem þú vitnar til, séu sjálfkrafa ógild.
Svanur Gísli Þorkelsson, 19.1.2011 kl. 15:02
Marco, þú gerir það ansi erfitt að svara þér. Í fyrsta lagi verður sá sem svarar þér að viðurkenn að hann sé verjandi einhverrar helstefnu. Ef þú álítur mig eða einhvern sem hér hefur tjáð sig, verjanda helstefnu, er það umræðuefni út af fyrir sig. "Helstefna" er einatt orðuð við "helför" og það á einkum við meðferð Hitlers á Gyðingum. Um leið erum við komnir á slóðir Godwins, þar sem öll umræða deyr.
Í öðru lagi mundi engum menntuðum manni vefjast tunga um tönn við að nefna 10 atriði sem eru góðir í eða við Íslam, svo fremi sem hann færi aðeins eftir persónulegu áliti.
En að nefna 10 atriði sem einhver sem er sannfærður um að Íslam sé "helstefna" verður að samþykkja að séu góð, gæti reynst erfitt og ekki furðar mig á að Skúli hafi heykst á að finna fimm.
Þess vegna spyr ég þig á móti marco, hvað skilyrði þurfa þessi 10 góðu atriði að uppfylla svo að þú teljir spurningunni svarað?
Svanur Gísli Þorkelsson, 19.1.2011 kl. 15:22
Ég er algerlega ósammála því, sem þú segir, Svanur Gísli, "að lögin frá 1253 ... séu sjálfkrafa ógild" vegna ákvæða stjórnarskrárinnar allt frá 1874 um trúfrelsi og að ekki megi "kenna eða fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði eða allsherjarreglu," því að Guðs lög stefna ekki gegn góðu siðferði eða allsherjarreglu. Og farðu nú ekki að segja neinum hér, að allir þurfi að vera sammála öllum lögum frá 20. og 21. öld, t.d. um deyðingu ófæddra í móðurkviði eða um fiskveiðistjórnun eða um eftirlaun þingmanna!
En þakka þér fyrir að fjarlægja mannorðsmeiðingu gervidoktorsins.
Jóhanna, þakka þér fyrir orð þín, að þetta hafi verið sett inn í hæðni og að auðvitað styðjirðu ekki neins konar ofbeldi sjaríah-laga né annarra.
Þú spyrð: Af hverju KONA með stórum stöfum? Þú ert nú mikil kona, ekki satt?! En fyrst og fremst var þetta ábending til þín (sennilega að óþörfu, sé ég), þ.e. sú, að sjaríah-lög eru einstaklega hörð gegn einmitt KONUM og að þess vegna mætti ekki gera svo lítið úr hörku þeirra að fara að setja þau nánast á bekk með frelsi trúaðra kristinna manna til að minna á hina frumkristnu kenningu um samlíf kynjanna. Og hvað eru ORÐ og vitnisburður kristinna manna um þau mál (án eineltis við neina einstaklinga) hjá GRÝTINGU konu til bana, að HRINDA SAMKYNHNEIGÐUM FRAM AF BJÖRGUM (múslimsk-írönsk refsing, minnir á heiðinn sið á Íslandi), "HEIÐURSMORÐI", sársaukafullri UMSKURN meybarna eða hjá því að DÆMA TIL DAUÐA þá múslima, sem ganga af trúnni?
Jón Valur Jensson, 19.1.2011 kl. 15:45
Engin skilyrði Gísli og fyrirgefðu kersknina.
marco (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 15:50
"Guðs lög stefna ekki gegn góðu siðferði eða allsherjarreglu" segir og skrifar Jón Valur. Það er víst að þú mundir ekki mæla með því að lög GT með sínum frumstæðu viðurlögum væru almennt í gildi á Íslandi, eða er það, fyrst þú ert á móti Saríha lögunum? Eða eru það þessi lög Guðs sem ú ert að tala um?
Eða hvaða lög er að finna í NT? Ekki ein einustu. Kenningar Krist hafa allt aðra yfirskrift þótt mönnum hafi tekist að færa þær í lagalegan búning. Og sá búningur er breytilegur Jón Valur, eins og þú veist. -
Hvaða "guðs lög" eru þá eftir sem ótvírætt stefna ekki gegn góðu siðferði eða allsherjarreglu Valur? Jú, lög kirkjunnar?
Ef svo er, veistu að þau hafa líka tekið miklum breytingum í tímanna rás og eru stöðugt í endurmótun, jafnvel hjá kaþólsku kirkjunni.
Að lokum, það er mikilvægt að þú áttir þig á því að það sem átt er við með orðinu "grundvallarregla" í stjórnarskrá og lagagreinum hennar, eru lagabálkar landsins og túlkun dómara á þeim, ekki lög kirkjunnar eða túlkun kirkjunnar á almennum lögum. - Þannig er það nú í pottinn búið.
Svanur Gísli Þorkelsson, 19.1.2011 kl. 16:18
Ok marco, here goes.
Tíu atriði sem mér líkar í eða við Íslam.
2) Réttarbætur Kóransins fyrir almenning
3) Kenningar Kóransins um jafnrétti átrúandendanna
5) Kenningar Íslam um réttlát viðskipti, þ.á.m. 0% bankavextir.
Svanur Gísli Þorkelsson, 19.1.2011 kl. 16:34
Aðeins á Íslandi lendi ég í ritskoðun.. aldrei erlendis, þó er ég algerlega eins... eru íslendingar kannski aular.. getur það verið :)
Fyndið að sjá hvað þér líkar í íslam... magnað
DoctorE (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 16:47
DoctorE. Þú ferð undir dulnefni sem mér finnst alveg í lagi en þá berðu í sjákfu sér minni ábyrgð en ef þú kæmir fram undir nafni. Hér á Íslandi þar sem allir þekkja alla, geta orð manna vegið þungt og maður getur ekki sagt hvað sem er um hvern sem er og falið sig á bak við nikk. Fólk vill að aðrir séu ábirgir fyrir því sem þeir segja og að hægt sé að sækja þá ábyrgð ef nauðsyn þykir. Þess vegna er ekki hægt að bera það saman þegar þú úthúðar einhverjum hér og erlendis í milljónasamfélögum þar sem fáir þekkjast innbyrðis og orð manna vega miklu léttar en hér í fámenninu.
Fyndið segirðu, já kannski :)
Svanur Gísli Þorkelsson, 19.1.2011 kl. 17:10
Fljótur til að vanda Svanur og takk fyrir það. Ég ætla að leyfa mér að gera smá athugasemdir við þessi atriði.
1. Hér ræður smekkur manna fullkomlega för og ekki meira um það að segja.
2. Það má vel vera að kóraninn hafi falið í sér einhverjar réttarbætur fyrir stundina og staðinn sem hann er saminn fyrir. Hitt er augljóst að meintur vilji almáttugs guðs sem þar kemur fram kemur fullkomlega í veg fyrir réttarbætur eftir kóran.
3. Hm. Myndirðu telja að konur og karlar séu jafn rétthá í íslam. Eða er nóg að ALLAR konur séu minna virði en ALLIR karlar.
4. Refresh my memory.
5. Eru 0% vextir réttlát viðskipti? Verður lánveitandinn ekki að hafa hagsmuni af að lána peninga til þess að allir geti haft hag af viðskiftunum, þ.e. haft RÉTTLÁT viðskipti.
6. Refresh my memory.
7. Bíddu nú við. Hvað með öll skiptin sem hvatt er til drápa á trúleysingjum og þeim sem ganga gegn vilja spámannsins. Hvernig bætir kóraninn einhverju við talmúd eða nýja testamenti hvað þetta varðar?
8. Hér er um að ræða smekksatriði. Ég held að smá öllari myndi nú heldur róa þá æstustu ef eitthvað væri. Annars er múslímakörlum sem drepa trúleysingja lofað búsi og kellingum í Paradís. Eitt af skemmtiatriðunum er svo að hlusta á kvalaóp hinna fordæmdu í helvíti. Allah ræður nefnilega líka í helvíti. Hvað segir það um hann?
9. Þetta á bara við um konur. Karlar mega eiga fjórar konur og eins margar kynlífsambáttir og þeir vilja.
10. Reglur íslams um bænahald eru til þess gerðar að viðhalda heilaþvottinum stöðugt og stanslaust. Hreinlífið á bara við um konur, nú já og homma. Guðsdýrkun er smekksatriði.
marco (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 17:24
marco.Sko ef við ætlum að fara að rífast um hvert einasta af þessum atriðum náum við aldrei landi. En kannski var það einmitt ætlunin. Kannski varstu bara að fá mig til að gera lita yfir 10 atriði sem við gætum rifist um. Ég vissi reyndar fyrirfram að þú mundir ekki geta sætt þig við neitt af þessu sem "gott"
Fyrir það fyrsta, þá skiptir engu máli hvaða trúarbrögð fortíðarinnar þú reynir að vega og meta út frá nútíma viðmiðum, þau koma öll út sem samansafn mótsagna og frumstæðum kennisetningum. Tungumálið er loðið og upprunaleg meinng löngu týnd.
Samt gerðu þessi trúarbrögð mannkyninu gagn og áttu stóran þátt í að skapa menningu okkar, hvort sem við viljum meina að hún sé til ills eða góðs.
Sem Bahai lít ég á öll helstu trúarbrögð fortíðarinnar sem ákveðin skref í áttina að marki sem enn er ekki náð og ekki mun nást nærri strax. En það þýðir ekki að ég fordæmi fortíðina og segi allt sem henni viðkemur bull og vitleysu af því að við erum svo langt komin í dag.
Ef við t.d. tökum Gyðingdóm sem dæmi, þá er þar lítið talað um lifið eftir dauðann. Í Kristni, sem bundin er Kristni á órjúfanlegan hátt, er það lífið etir dauðann lykilatriði.
Í Búddisma er ekki lögð nokkur áhersla á hugtakið Guð. Öll áherslan er á göfugt og rétt líferni og að skynja sjálfan sig sem hluta af heildinni. Í Íslam er mikil áhersla lögð á Guð, að hann sé einn og óskiptur.
Á sinn hátt bæta trúarbrögðin, hvert á eftir öðru við þá þekkingu sem fyrir var. En því miður eru heimildir okkar um fortíðina það ónákvæmar að ekki er hægt að dæma nákvæmlega um merkingu allra smáatriða og þess vegna er best á láta þau liggja á milli hluta í stað þess að gera þau að ágreiningsefni.
Svanur Gísli Þorkelsson, 19.1.2011 kl. 17:58
Í Kristni, sem bundin er Gyðingdómi.....átti þetta að vera.
Afsakaðu ásláttarvillurnar.
Þetta gæti allt saman virkað eins og gömul trúarbrögð :)
Svanur Gísli Þorkelsson, 19.1.2011 kl. 18:02
Takk Svanur! Og nei, (undur og stórmerki) marco er ekki að leitast eftir rifrildi.
Þetta er þín einlæga skoðun þó hún gæti virkað stuðandi á marga. Margt í þessu kom mér mjög á óvart.
Mín skoðun er sú að taka beri íslam út fyrir sviga þegar trúarbrögð eru rædd. Þetta er fasísk og ágeng ofbeldisstefna sem leggur öll lönd í dróma sem hún brýtur undir sig.
marco (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 18:18
Gott mál marco, við erum þá alveg sáttir. Ég skil alveg afstöðu þína gagnvart Íslam því meira að segja klerkarnir þeirra rífast endalaust um merkingu hins og þessa.
Svanur Gísli Þorkelsson, 19.1.2011 kl. 18:58
Svanur, öll þessi 10 atriði sem þú taldir upp (nema liður 5) eru neikvæð í mínum augum og/eða fölsk, eins og marco bendir á í ágætri athugasemd hans (17:24).
En ég skil hvers vegna þú sérð eitthvað jákvætt við islam, þar sem ekkert gott þrífst, þar eð þú ert baha'íi. Baha'ullah er það sem kallað er islam light.
Vendetta, 19.1.2011 kl. 20:10
OK, DoctorE er með aðra skilgreiningu á islam lite en ég, en ég nota þá orðið Baha'islam í staðinn. Er það í lagi?
Vendetta, 19.1.2011 kl. 20:12
Ég hef tvisvar sinnum á minni löngu ævi hitt alls fjórar manneskjur sem játuðu að vera Baha'iar og ég verð einfaldlega að segja það, að
Vendetta, 19.1.2011 kl. 20:20
Eh, já Vendetta, segðu það bara :)
Svanur Gísli Þorkelsson, 19.1.2011 kl. 21:03
Vendetta virðist hafa verið lostinn eldingu áður en hann kláraði svarið.. Hvaða guð úr guðasúpunni skildi nú hafa strækað?
Kommentarinn, 19.1.2011 kl. 22:49
... að þetta var bara ágætis fólk í alla staði.
Vendetta, 19.1.2011 kl. 22:50
Ég var bara að tékka hvort þú værir að fylgjast með.
Vendetta, 19.1.2011 kl. 22:51
Svanur Gísli Þorkelsson, 19.1.2011 kl. 22:51
Hefði átt að kvikna á viðvörunnarbjöllum.
Fyndið samt að menn vilji ekki viðurkenna að um bullgrein var að ræða. Og jafnvel enn fyndnara að telja sem svo að: Ja, hún hefði getað sagt þetta.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.1.2011 kl. 23:10
Er ég ekki ábyrgur þó ég noti alias.. comon Svanur, léleg afsökun fyrir ritskoðun.
Með sömu afsökun er hægt að banna biblíu/kóran og vel flest trúarrit í heiminum...
Er einhver í vafa um hvað myndi gerast hér á íslandi ef JVJ væri yfir biblísku klerkaveldi.. hræddur um að þú Svanur... að það væri ekki uppi á þér typpið.. amk ekki mjög oft ;)
doctore (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 15:06
DoctorE. Nú átta ég mig ekki á hvað þú ert að fara. Hvernig væri hægt að banna einhver rit á sömu forsendu og skrif þín um aðrar persónur?????
Svanur Gísli Þorkelsson, 20.1.2011 kl. 15:20
Ég á eftir að svara Svani hér, geri það seinna.
Jón Valur Jensson, 20.1.2011 kl. 20:30
Æj, Jón Valur
Hræsnari þegar ekki til hæðni. Segja gammelt spakmæli sem ég var að búa til í dag. Og hvers vegna ekki? Jú, hræsnari er sjálfsblind(ur).
Mundir þú nokkur tíma skrifa "hýperlíberal KARLMANÐUR". Nei, ég helt það ekki.
Jakob Andersen (IP-tala skráð) 21.1.2011 kl. 17:56
Svanur, ég hef ekki áhuga á að setjaathugasemdir hjá mönnum sem ritskoða; Það er eitt það aumasta sem til er; Tala ekki um þegar menn eru orðnir einskonar peð yfirritskoðara íslands, honum JVJ.
Eigðu þitt auma ritskoðaða blogg.
DoctorE (IP-tala skráð) 21.1.2011 kl. 18:15
Hvað ertu að bulla hér, Jakob minn?
Þú hlýtur að vita, að það er allt of mikið af hýperlíberal karlmönnum í henni veröld, ég hef örugglega tekið nokkuð marga þeirra á beinið.
Ég met konur afar mikils. Hvað um þig? Kannski gott að hafa þær tiltækar til að berja á öðrum?
Så du er ikke en hypokrit? Det er en nyhed for mig.
Ég mátti nú til að stríða þér ...
Jón Valur Jensson, 21.1.2011 kl. 23:58
http://www.bbc.co.uk/news/world-europe-12222612
Jón Valur hlýtur að vera stoltur.
Arnar (IP-tala skráð) 22.1.2011 kl. 22:11
Þetta bréf eins biskups var ekki í fyrirskipunarformi, Arnar.
Og ekki var hann minn biskup, ég á engan hlut í verkum hans.
Jón Valur Jensson, 22.1.2011 kl. 22:29
Er þetta ekki tippical fyrir mannin, yfirlýsingar, en síðan gerist ekkert.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.1.2011 kl. 02:11
Ég hef haft svo margt að gera, Axel, í sambandi við stjórnlagaþingið, eins og þú hefur kannski séð, þannig að ég gleymdi þessu, var þó minntur á það núna í stjórnborðinu, en hreinlega nenni ekki að setja mig inn í þetta aftur núna, a.m.k. ekki í bili, enda er ég að skrifa bréf, sem kemur engu bloggi við. –PS. Hefur þú alltaf svarað öllu alls staðar? Ég ætla bara rétt að vona ekki! Þú yrðir alveg óþolandi með því móti! En þú vilt víst hafa mig þannig! Þakka þér traustið!
Jón Valur Jensson, 27.1.2011 kl. 00:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.