"Í móðu hlýrra tilfinninga"

Íslensk-ameríski hjálmurinnHafi einhver farið i grafgötur með í hvaða tilgangi bandaríska sendiráðið á Íslandi heldur uppi "menningarlegum" samskiptum við landsmenn, þá er lesning þessara samskiptapósta sendiráðsins við utanríkisráðuneytið í Washington afar upplýsandi. - Öll samskipti eru vegin og metin út frá pólitískum hagsmunum Bandaríkjanna.

Sumt af því sem fram kemur, sýnir að starfsmenn sendiráðsins telja sig hafa djúpa innsýn inn í sálarlíf mörlandans.

Jafnvel hinir siðfáguðu veraldarvönu Íslendingar, verða afar upp með sér fái þeir boð um að vera gestir Sendiherrans og fara frá slíkum fundum í móðu hlýrra tilfinninga varðandi samskiptin yfir Atlantsála.

Á þeim er einnig að skilja að veikleiki Frónbúa fyrir víni, sé sendiráðsfólkinu talsvert til framdráttar.

Það sem við gerum oftast á endanum til að teygja úr þeim peningum sem við höfum tiliceland_food2 umráða, er að bjóða upp á tollfrítt alkahól í móttökum, á opnunum sýninga og listahátíða. Þar sem Alkahól er mikið skattlagt á Íslandi, virðast víngjafir okkar Íslendingum miklu rausnarlegri, en þær eru í raun og veru. Í staðinn fyrir þessar gjafir eru okkur færðar þakkir á boðsmiðum og kynningarefni sem gefið er út af skipuleggjendum og við fáum boðmiða fyrir starfsfólk okkar að sækja þessa atburði ásamt merkisfólkinu. Þá notum við tækifærið til að spjalla, koma á samböndum og hæla stefnu Bandaríkjanna.


Heimsókn í LatabæEkki er ráð nema í tíma sé tekið og áróður Bandaríkjanna beinist að börnum jafnt sem fullorðnum. Þannig ber Latabæ á góma og hvernig hægt er að notfæra sér viðhorf íslenskra barna til heilbrigðis til að efla pólitísk tengsl þjóðanna. Unglingum er boðið í poppkorn og gos í sendiráðskjallaranum til að horfa á bandarískar áróðursmyndir en kvartað er undan því að myndböndin sem sendiráðið fái send frá Bandaríkjunum séu of einföld og augljós fyrir skörp æskumenni Íslands.


mbl.is WikiLeaks birtir Reykjavíkurskjöl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Værirðu til í að skella inn linkum á þessi skjöl, þarsem það er ekki hlaupið að því að fara í gegnum þessi 200+ skjöl sem innihalda mörg hver hrútleiðinlegar fréttalýsingar  .. ég trúi því nú ekki að þeir ætli að fara að snúa Latabæjum gegn okkur

Davíð (IP-tala skráð) 13.1.2011 kl. 23:04

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Skjalið sem ég vitna aðallega í er hér.

Svanur Gísli Þorkelsson, 13.1.2011 kl. 23:31

3 identicon

Það er lögbrot að hylma yfir glæp sem þú veist um, og gerir þig samsekan glæpamanninum að gera svo. Og það er alþjóðlegt lögbrog lögsótt fyrir alþjóðadómstólum að hylma yfir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu.

Ef Assange og Birgitta, Daníel og félagar hefðu ekki dreift þessun  efni, þá það er einu sinni komið í hendur þeirra, væru þau siðlausir glæpamenn.

Þarna voru kaldrifjaðir morðingjar að leika sér að drepa blásaklaust fólk, þekkta starfsmenn mikilvægasta alþjóðlega fréttamiðils heims (99% erlendra frétta á mbl.is og visir.is eru bara umorðað copy/paste frá Reuters, og það sama gildir um flesta fjölmiðla í heiminum,) menn sem eru undir smásjá út af starfi sínu og allir hefðu vitað ef hefðu gert eitthvað glæpsamlegt. Þessa menn léku þessir morðingar sér að því að drepa, og skjóta svo á saklausa almenna borgara sem komu þeim til hjálpar, þar á meðal börn, og myrtu til dæmis fjölskyldu ósköp venjulegs Jóns Jónssonar sem rekur vídeóleigu og hefur aldrei komið nálægt her eða stjórnmálum.

iii (IP-tala skráð) 15.1.2011 kl. 14:11

4 identicon

Má bæta við eina ástæðan fyrir að blessuð börnin lifðu af er að lík látins föðurs þeirra sem hrundi yfir þau er talið hafa skýlt þeim fyrir byssukúlunum...

iii (IP-tala skráð) 15.1.2011 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband