Oh, hvað er að þessu liði?

Hvernig tilfinning var þaðFólk lætur mismunandi hluti fara í taugarnar á sér. Þessa dagana eru það spurningar fréttamanna sem ég læt pirra mig. 

Ég á einkum við sjónvarpsfréttamenn  sem ekki kunna að spyrja viðmælendur sína að Því sem skiptir máli, mjög líklega vegna þess að þeir vita ekki nóg til að bera á það skynbragð hvað gerir það og hvað ekki.

Ein spurning umfram aðrar fer samt mest í mínar fínustu. Einkum vegna þess að við henni er ekki til svar sem er í senn skynssamlegt og kurteist.

 Ég á auðvitað við klisjuna; Og hvernig tilfinning var það að.....?

Einhvern veginn hefur þessi spurning, sem áður tilheyrði örstuttum viðtölum við fegurðardísir, fólk sem hafði unnið eitthvað í happdrætti eða móða og másandi unglinga sem höfðu nýlega sloppið undan snjóflóði, orðið að fullgildri spurningu sem látinn er flakka í alvöru viðtölum við alvöru fólk.

Helst dettur manni í hug að spyrlarnir séu að reyna að finna eitthvað mótvægi við tilfinningadauðann sem skín út úr augum þeirra sjálfra, með því að reyna sjúga örlítinn trega eða smá glaðværð út úr viðmælendum sínum. Eða það sem er enn hræðilegra, kannski er ótölulegur fjöldi fólks sem situr stjarft heima í stofu og nærist á svona sjónvarps-geðshræringum eins og blóðsugur á bláæð.

Hvernig tifinning var það þegar þú sást dóttir þinni nauðgað?...hvernig tilfinning var það þegar þú heyrðir að konan þín væri enn á lífi?....hvernig tilfinning er það að vita að það varst þú sjálfur sem kveiktir í húsinu þínu?

Jafnvel góðir fréttamenn sem rembast við að kreista einhver tilfinningaleg viðbrögð út úr viðmælendum sínum,  freistast til að spyrja þessarar spurningar aftur og aftur án þess að hafa vit á að klippa hana svo í burtu fyrir útsendingu, eins og þeir vitanlega ættu að gera.

Einkennilegasta svarið sem ég hef heyrt um við henni til þessa, er frá konu einni sem sökuð var um að hafa banað eiginmanni sínum með skammbyssunni hans;

Fréttakona; Hvernig leið þér eftir að hafa skotið manninn þinn?

Svar; Ég var glorhungruð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband