Stóru blómin

ed_rafflesiaStærsta blóm sem fyrirfinnst í veröldinni heitir Rafflesia arnoldii. Þetta sjaldgæfa og stóra blóm sem grær í regnskógum Indónesíu getur orðið metir á breidd og vegið allt að 11 kg. Blómið er sníkjujurt sem hefur engar sjáanlegar rætur, stilk eða laufblöð.

Það festir sig við aðrar plöntur og fær frá þeim næringu sína. Í blóma leggur ramman þef frá jurtinni sem minnir á rotnandi kjöt. Lyktin dregur að skordýr sem dreifa frjóum blómsins.

Vegna þefsins er blómið stundum uppnefnd Náblómið en því má ekki rugla saman við aðra stóra jurt sem heitir Amorphophallus titanum og er eining kallað (bunga bangkai)  Náblómið af sömu ástæðu.

titan%20arumBlómið er í útrýmingarhættu sem villiblóm og enginn veit með vissu hvað mörg þeirra eru eftir í skógum Borneó og á Súmötru, en fræflar þess eru eftirsóttir í Malasíu  í lyf sem gefið er konum til að auðvelda þeim fæðingar.

Amorphophallus titanum (Vanskapaði stórreðurinn) dregur heiti sitt auðsjáanlega af lögun sinni er af ætt Talipot pálma. Blómið er tæknilega ekki eitt blóm heldur mörg samfléttuð en væri annars stærsta blóm heimsins. Það getur orðið fjórir metrar á hæð og vegið allt að 85 kg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Komdu sæll Svanur og takk fyrir skemmtileg samskipti.

Smá getraun!

1. Hvað heitir maðurinn sem er að þefa af blóminu?

2. Er ekki blómið særandi fyrir blygðunarkennd fólks?

3. Er ekki allt í lagi að það deyji bara út, allavega flest?

4. Er Vanskapaði stórreðurinn tengdur ætt hvala?

5. Er ég ekki vitlaus?

6. Hvers kyns er Vendetta?

Svör óskast ekki, þar sem ég hef þau ekki á takteinum, nema etv. eitt lítið frá Vendetta.

Bergljót Gunnarsdóttir, 6.1.2011 kl. 19:58

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæl Bergljót.

Þetta er baaaaara skemmtilegt og auðvitað áttu skilið svör.

1.Edward Ross

2. Fyrir suma.

3. Nei,  fjölbreytileikinn er það sem gerir lífið þess virði að lifa því

4. Nei, hann er af jurtaríkinu og mundi ekki passa inn í safnið á Húsavík.

5. Nei, það held ég ekki, alla vega ekki nógu mikið til að af því sé ami :)

6. Vendetta ber Guy Fawkes grímuna, en hann var karlmaður. Ég er nokkuð viss um að sá sem skrifar undir því nikki sé karlmaður líka.

kv,

Svanur Gísli Þorkelsson, 7.1.2011 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband