Litli maðurinn frá Nürnberg

Matthew buchingerMatthias Buchinger var fæddur í  Anspach, Þýskalandi árið 1674 og varð einhver þekktasti skemmtikraftur síns tíma í Evrópu. Hann lék á fjölda hljóðfæra og eitt þeirra fann hann upp sjálfur, reit listilega skrautskrift og var stórgóður teiknari.

Hann fékkst við sjónhverfingar og galdra, byggði frábær og nákvæm skipslíkön innan í glerflöskum og þótti sérlega hittinn skotmaður sérstaklega með pístólum. Öll afrek hans eru undarverð í ljósi þess að Matthias var fæddur án lenda, fóta og handa og var ekki nema 28 þumlunga hár.

Á meðan foreldrar hans lifðu, hélt Matthias sig heimafyrir í Nuremberg  (Nürnberg)  þeirra ósk. Hann var yngstur níu barna og reyndu foreldrar hans allt hvað þau gátu til að búa honum viðunandi líf.  

Um leið og þeir féllu frá, lagði Matthias samt  land undir fót og hóf að sýna sig og leika kúnstir sínar fyrir almenning vítt og breitt um Evrópu fyrir þóknun. Á Englandi og á Írlandi varð hann þekktur undir heitinu Matthew Buckinger, litli maðurinn frá Nuremburg. Í dreifiriti þar sem Matthias auglýsir sýningar sínar segir að margir hafi lýst því yfir eftir að hafa séð hann leika listir sínar, að hann væri eini sanni listamaðurinn í heiminum.

Faðirvorið í krullunumÚt frá axlarblöðum Matthiasar gengu tveir stúfar sem líktust meira uggum en handleggjum og á endum þeirra voru litlir hnúðar. Þrátt fyrir þessa miklu fötlun gat hann gert svo fínlegar grafískar ristur að undrum sætti. Á lítilli sjálfsmynd sem hann gerði, má t.d. finna "faðir vorið" og nokkra af Davíðssálmum letrað afar smáu letri í krullurnar á hárkollunni sem hann ber.

Hæfileikar hans virðast hafa heillað konurnar því hann giftist ekki færri en fjórum sinnum og eignaðist ellefu börn með átta konum. Sumir telja að börnin hafi verið fjórtán. Miklar ýkjusögur gengu um frjósemi Matthíasar. Sagt var að hann hefði feðrað börn með sjötíu hjákonum sínum. Mikið var gert úr þeirri staðreynd að eini útlimurinn sem hann hafði og var í lagi var getnaðarlimurinn.

Matthias skellir frú sinniSú saga er sögð af einni eiginkonunni hans sem var orðljót og móðgandi að Matthias hafi lengi þolað henni það þangað til að dag einn hafi hann misst alla þolinmæði við hana, skellt henni í götuna á almannafæri og veitt henni duglega ráðningu. Atburður þessi varð frægur því skopteikning af honum birtist í dagblaði daginn eftir.

Á ferli sínum lék Matthias listir sínar fyrir marga eðalborna, þar á meðal þrjá af konungum Þýskalands og oftar enn einu sinni fyrir Georg Englandskonung. Hann lék á flautu, sekkjapípu og trompet og gaf atvinnutónlistarmönnum ekkert eftir hvað hæfni varðaði á þau hljóðfæri. Hann teiknaði allmörg skjaldarmerki fyrir aðalsfólkið, landslagsmyndir og andlitsteikningar sem hann seldi áhorfendum á sýningunum sem hann efndi til. Hann var leikinn í galdrabrögðum og enginn stóð honum á sporði þegar kom að spilum. Margar teikninga hans hafa varðveist og eru í eigu safnara vítt og breitt um heiminn.

Matthias lést í Kork á Írlandi árið 1732.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Borgin, sem þú nefnir „Nuremberg“ upp á ensku heitir á þýsku (og íslensku) Nürnberg.

Vilhjálmur Eyþórsson, 5.1.2011 kl. 19:50

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Nürnberg skal það vera Vilhjálmur.

Svanur Gísli Þorkelsson, 5.1.2011 kl. 20:06

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sælir félagar,  Nürnberg heitir borgin sannarlega á þýsku, en þar sem bókstafurinn  ü fyrirfinnst ekki á íslensku heitir borgin oftast Nurnberg á íslensku. Afar skemmtileg umfjöllun um hinn fræga  Matthias Buchinge. Á aðaltorginu í Nurnberg er afar frægur óskabrunnur, Brunnurinn hinn fagri, (Der Schöne Brunnen sem staðsettur er í nálægð við Sebaldurskirkju (Sebaldurskirche). Brunnurinn er varinn girðingu og á henni er afar haganlega fyrir komið hring, þar sem karlmanns ferðamönnum gefst m.a. kostur á að óska sér kyngetu Matthíasar Buchinge. Sagt er að þessi ósk dugi aðeins í ár, og því kem ég til Nurnberg a.m.k. einu sinni á ári. Lækningamáttur Fagrabrunns er hreint með ólíkindum. Blessuð sé minning Matthíasar Buchingers.

Der Schöne Brunnen, rechts die Türme der Sebalduskirche, 2009

Sigurður Þorsteinsson, 5.1.2011 kl. 23:28

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Sigurður og þakka þér fróðlega athugasemd. Ég get vel trúað að Nurnbergbúar og þeir sem heimsækja þá heiti á Matthias rétt eins og einsetumanninn Sebaldur sem þó var og er kannski ætlað að vernda allt annað en kyngetuna.

Svanur Gísli Þorkelsson, 6.1.2011 kl. 06:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband