Geðsveiflur þjóðarinnar

Ef eitthvað er að marka Þessar kannanir, á íslenska þjóðin við mikið geðsveiflu-vandamál að stríða. Á tiltölulega skömmum tíma fer hún frá því að vera hamingjusamasta og bjartsýnasta þjóð veraldar niður í þá svartsýnustu. 2006 var trónaði Ísland á toppi listans yfir hamingjusömustu þjóðir heims. Árið 2010 var þjóðin í 23. sæti  ásamt Kuwait.

Hin stóíska ró og jafnaðargeð sem þjóðin var sögð búa yfir og var sögð hafa fleytt henni í gegnum aldir af undirokun og fátæktar til sjálfstæðis og velmegunar,  reynist þá enn ein þjóðsagan, eða hvað? Hvernig og hvenær tapaðist jafnaðargeðið? 

Örsök þessarar miklu niðursveiflu í geðslagi þjóðarinnar er rakið til  hrunsins og versnandi efnahags Þjóðarinnar síðustu tvö ár, eða eftir að upp komst um stórfellt brask peningamanna þjóðarinnar sem lauk með að bankar landsins voru rændir inna frá.

Svartsýni er búið til úr ráðleysi, vonleysi, skorti á sjálfsöryggi og þeirri tilfinningu að þú ráðir ekki örlögum þínum lengur sjálfur. - Allir þessi þættir lita sterklega viðhorf þjóðarinnar til lífsins um þessar mundir og endurspeglast í atferli hennar og sérstaklega í stjórnarháttum.

 

 


mbl.is Ísland í 2. sæti yfir svartsýnustu þjóðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er nú einu sinni þannig gerður, að þegar mest bjátar á, þá er ég sem illskeittastur.  Og þegar engir vegir virðast vísir, þá öðsla ég beint af augum yfir allt sem fyrir er ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 4.1.2011 kl. 20:04

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Þetta er að mínu viti nokkuð eðlilegt,þar vegur þungt að þola ærumissi,vegna íslenskra auðróna,þola,ráðabrugg stjórnvalda,að gera saklausa ábyrga,án minnstu tilraunar til að verja saklausa borgara þessa lands. Má þó ætla að þeir sem kusu þá  í felmtrinu hafi borið þá von í brjósti. 

Helga Kristjánsdóttir, 4.1.2011 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband