Ásakanirnar urðu til þess að þessi "Fyrsti borgari Ísraels" Moshe Katsav hraktist úr embætti 2007 en málið vakti heimsathygli á sínum tíma vegna þess að um þjóðhöfðingja var að ræða.
Megnið af réttarhöldunum fór fram fyrir luktum dyrum en dómsúrskurðinum var sjónvarpað beint af þremur ísraelskum sjónvarpsstöðvum.
Fjöldi kvennréttindakvenna fyrir utan dómshúsið fagnaði mjög dóminum. Dómarinn fór mjög hörðum orðum um Katasav og sagði framburð hans "lygum stráðan".
Katsav sem fæddist í Íran en fluttist ungur að árum til Ísrael, sagði að með dóminum væri hann látinn gjalda þess að hann væri austurlanda gyðingur en ekki kominn af Ashkenazi gyðingum frá austur Evrópu eins og stærsti hluti valdastéttar Ísrael.
Að auki sakaði hann fjölmiðla landsins um að hafa efnt til "galdraofsókna" á hendur sér.
Athugasemdir
Þeir mega eiga það að réttarkerfi þeirra er gott fyrir þá sem eiga aðild að því.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 31.12.2010 kl. 16:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.