Furðufrétt ársins 2010

Gosið í Eyjafjallajökli er áberandi í fréttyfirlitum sjónvarpsstöðva í Bretlandi, fyrir árið 2010. Myndskeiðið þar sem reiður  breskur farþegi öskarar yfir axlir viðmælenda fréttmannsins á einum flugvellinum,  "I hate Iceland" er spilað við hvert tækifæri. -

Nú hafa fréttir tengdar Íslandi verið meðal topp 10 frétta í heiminum í tvö ár í röð og þótt ekki séu þær endilega jákvæðar, á ferðaþjónustan eflaust eftir að njóta góðs af allri umfjölluninni næsta sumar líkt og gerðist á síðasta sumri.

Furðufrétt ársins 2010 tengist einnig ösku, eldi og túrisma en þó á allt annan hátt en Eyjafjallajökull.  Sagan kemur frá Indónesíu og segir frá tveggja ára snáða, Ardi Rizal, sem reykir 40 sígarettur á dag og ferðamenn flykkjast að til að berja augum. Sjón er sögu ríkari, hvort sem þið trúið svo eigin augum eða ekki. 

 

 


mbl.is Eldgosið ein af stærstu fréttum síðasta árs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband