29.12.2010 | 13:42
Skapgerðarbrestir stjórnmálamanna
Björn Bjarnason hefur ótrúlega næmt nef fyrir hræringunum á sviði stjórnmálanna. Hann hefur líka lengi haft það á kafi í forinni sem kölluð er íslensk pólitík.
Eins og þessi frétt tíundar, dregur Björn fram það sem svo margur meðaljóninn flaskar á að taka með í reikninginn, (ekki hvað síst þeir sem blogga um pólitík hér á blog.is og þvæla alla daga um flokkadrætti og löngu útkulnaða hreppapólitík) nefnilega að skapgerð og andlegt atgervi stjórnmálamanna ráða að mestu ákvörðunum og gjörðum þeirra.
Allir skapgerðarbrestir þeirra verða ýktari í samræmi við völdin sem þeir hafa og bitna síðan í krafti valds og áhrifa þeirra, á þjóðinni allri. -
Göfug stefnumótun flokka er gríman sem stjórnmálamenn fela sig bak við.
Þess vegna virka stjórnmálaflokkarnir, þar sem öllum er gert að beygja sig undir leiðtogavaldið, eins og krabbamein á lýðræðinu.
Upplausnin verður augljós í þessu spillta kerfi þegar einhver flokksmanna vill neyta stjórnarskráverndaðs réttar síns til að fylgja eigin samvisku. -
Björn: Gleyma skapgerð Jóhönnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 23:39 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Check this out
Efni
Tenglar
Gott að vita
- Origins Of Conflict In The Middle East: Afar góð grein um atriði sögunnar sem sjaldan er fjallað um
- HÆTTULEGAR HUGMYNDIR
- Knattleikur, helg Íþrótt? Frábær síða um uppruna "Knattsleiks eða Íshokkí"
- Rökvillur og samræðubrellur Greinargóð lýsing á helstu rökvillum og samræðubrellum
- Stjórnarskrá Íslands Stjórnarskrá
- Af hverju hata þeir okkur? Jihad í nútímasögu íslam og Mið-Austurlanda Magnús Þorkell Bernharðsson
- Fasistar og hálfvitar
ELDRI FÆRSLUR
- Ef til er Guð, hver skapaði þá Guð?
- Kom Kristur árið 1844?
- Email að handan
- Stighækkandi opinberun, tengslin milli manna og Guðs samkvæmt Bahai kenningum
- Matthías Jochumsson og hinn persneski Messías
- Gyðinglegur uppruni landvætta og skjaldarmerkis Íslendinga
- Orð sem vert er að kunna skil á
- Guð er Allah - Allah is God - God est Theos - Hvaða tungumál talar þú?
- Tahirih
- Kahlil Gibran og Bahai trúin
- http://
Myndbönd
Bloggvinir
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Dagný
- Sigrún Jónsdóttir
- Anna Einarsdóttir
- Anna Gísladóttir
- Arnar Pálsson
- Arinbjörn Kúld
- Ketill Sigurjónsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Egill Bjarnason
- Baldur Kristjánsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Anna
- Gunnhildur Sigurjónsdóttir
- Guðmundur Ásgeirsson
- BookIceland
- brahim
- Charles Robert Onken
- Hannes
- Tryggvi Hjaltason
- Anna S. Árnadóttir
- Hrannar Baldursson
- Dúa
- Drífa Kristjánsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Viðar Eggertsson
- Einar G. Harðarson
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Árni Karl Ellertsson
- Púkinn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brattur
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Guðmundur Pálsson
- Graceperla
- Grétar Mar Jónsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðjón Ó.
- Guðmundur Júlíusson
- Gulli litli
- Gylfi Guðmundsson
- Halla Rut
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Rafn Ingvason
- Þorkell Sigurjónsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Sigga Hjólína
- Bókaútgáfan Hólar
- Hólmdís Hjartardóttir
- Höskuldur Búi Jónsson
- Hrafn Andrés Harðarson
- Óskar Steinn Gestsson
- Hugrún Jónsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Svava frá Strandbergi
- Kári Gautason
- Jón Baldur Lorange
- Já Ísland
- Jakob S Jónsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann G. Frímann
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jonni
- Jón
- Bergur Thorberg
- Kalikles
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Hjalti Tómasson
- kiza
- Sólveig Klara Káradóttir
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafnhildur Þórarinsdóttir
- Kristberg Snjólfsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristinn Theódórsson
- Heimir Eyvindarson
- OM
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- SeeingRed
- Lýður Pálsson
- Lýður Árnason
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Marinó G. Njálsson
- Marinó Már Marinósson
- Magnús Bergsson
- Mofi
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Nexa
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Aðalsteinn Baldursson
- Jón Svavarsson
- Páll Vilhjálmsson
- Sandra María Sigurðardóttir
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Heimir Tómasson
- Róbert Tómasson
- Sæmundur Bjarnason
- Fullt nafn
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sammý
- Sigurður Fannar Guðmundsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigþrúður Pálsdóttir
- Sigurveig Eysteins
- Sigurður Jónsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Auðun Gíslason
- Óskar Þorkelsson
- Helga skjol
- Gunnar Skúli Ármannsson
- hilmar jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Þorsteinn Briem
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Grétar Eiríksson
- Sigurður Árnason
- Svala Jónsdóttir
- Svartagall
- Óskar Helgi Helgason
- TARA
- Þarfagreinir
- Þór Saari
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þórdís Bachmann
- Þór Ludwig Stiefel TORA
- Sigurður Rósant
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Andrea
- Villi Asgeirsson
- Vilhjálmur Árnason
- Margrét Sigurðardóttir
- Zaraþústra
- Zedith
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Steinþór Ásgeirsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð grein hjá Birni eins og venjulega. Já Jóhanna verður að taka sitt hafurtask með sér og hætta alveg öllum afskiptum í pólitík en hinir tveir Össur og Grjóti munu hvergi komast inn aftur.
Valdimar Samúelsson, 29.12.2010 kl. 14:21
Nef hans er ekki næmara en það að hann hefur verið í einu mesta skítabæli á íslandi, sjálfstæðisflokknum.
Ef hann hefði farið eftir því sem nefið sagði honum, þá væri ekki fastur skítafýlusvipur á andlitinu á honum
doctore (IP-tala skráð) 29.12.2010 kl. 14:27
Mér fannst Björn hitta naglann á höfuðið og er sammála ykkur, Svanur og Valdimar. Og mér er alveg sama úr hvaða flokki höfundur kom.
Elle_, 29.12.2010 kl. 15:04
Held samt að það sé eitt sem Björn flaski á. Sjálfstæðisflokknum er ekki síður hætt við klofningi en framsóknarflokknum.
Sæmundur Bjarnason, 29.12.2010 kl. 15:27
Svanur, það er nokkuð til í þessu.
Svo virðist sem sömu eiginleikarnir, sem vinna með mönnum til þess að komast til metorða í stjórnmálaflokkum, vinni gegn þeim þegar að lýðræðinu kemur.
Viðkomandi eru semsagt afburða góðir herforingjar en arfaslakir félagsfræðingar.
Kolbrún Hilmars, 29.12.2010 kl. 16:00
Hvað sem menn segja um stjórnmál hans þá er Björn Bjarnason upplýstur, hámenntaður maður, sem veit langtum meira um alþjóðastjórnmál en nokkur íslenskur stjórnmálamaður, fræðimaður eða annar stjórnmálaspekúlant hér á landi. Hans viska nær út fyrir bókasöfn, enda ekki allt hægt að læra á þeim. Hann þegir meira en hann segir, heldur ekki að hann viti hluti sem hann veit ekki, og sér í gegnum margar þær blekkingar sem hinn almenni fáfróði íslenski stjórnmálamaður er farinn að líta á sem sannleika. Hann hefur sýnt fyrirhyggjusemi í sínu starfi, og gert margt þvert á straum samfélagsins, sem mun hafa góð áhrif á þjóðina til lengri tíma litið og jafnvel forða okkur frá því að hverfa algjörlega. Þetta er vanmetinn maður í skugganum, sem ber að draga aftur fram í dagsljósið, hlusta á og ráðfæra sig við. Viska og þekking vega nefnilega þyngra en nafnið á stjórnmálastefnunni sem maður aðhyllist.
Vinstrimaðurinn (IP-tala skráð) 29.12.2010 kl. 16:46
Eins og raunin er með öll sönn stórmenni, hvött áfram af raunverulegum hugsjónum, dýpri en virðast í fyrstu eða unnt er að nema af nafninu sem þau gefa hugsjónum sínum, og fáfróðir menn líta á sem allsherjar sannleika ..vinstri/hægri/capital/communism blah blah....og allir upplýstir menn, þá er hinn sanni afrekalisti Björns Bjarnasonar meiri en svo að hann muni nokkurn tíman líta dagsins ljós. Hin sönnu afrek eru geymd af hógværð í skugganum, þó allir njóti ávaxta þeirra. Barnabarnabarnabarnabarnabarnabörnin okkar munu njóta góðs af viturlegum ákvörðunum Björns Bjarnasonar, sem hann tók með langtímahagsmuni okkar og heildarmynd bæði þessarar þjóðar, alheimsins og mannkynsins að leiðarljósi. Þetta er stórmenni. Kærar þakkir Björn Bjarnason. Við skiljum orðið mörg hvað þér gekk til. Skoðanabræður þínir eður ei í smáatriðum líðandi stundar, hægri/vinstri, deilum við þínum stærri hugsjónum.
Vinstrimaðurinn (IP-tala skráð) 29.12.2010 kl. 16:51
Þetta er nú hálfgerður ísbjarnarblús hjá þér Vinstrimaður. Lofrulla um Björn á ekki við í þessu tilviki því hann er engan veginn undanþeginn megin þema pistilsins sem er að stjórnmálflokkar hvaða nafni sem þeir kunna að nefnast eru alveg í jaðri þess sem siðlegt getur talist. Björn er og verður sem pólitíkus skilgetið afkvæmi eins slíks.
Valdimar horfir greinilega á málin í gegnum sín flokkspólitísku gleraugu og við það rennur athugasemd hans, þótt raunsönn kunni að verða á endanum eins og Elle bendir á, saman við hjalið sem ég hnýti utaní í pistlinum.
Doctore er á réttu róli að mínu viti og félagi Sæmundur kemur með góðan punkt.
Kolbrún: Þessari athugasemd ber að svara á nákvæmari hátt en ég hef tíma til í bili. Geri það við fyrsta tækifæri.
Svanur Gísli Þorkelsson, 29.12.2010 kl. 19:31
Stjórnmálaflokkar á Íslandi eru alltaf að meirihluta skipaðir blábjánum, fávitum og fáráðlingum sem halda þeir viti fullt af hlutum um hluti sem þeir vita ekkert um. Það er ekki raunin með Björn, hann veit meira en hann heldur, afþví þeir sem hafa fengið að vita eitthvað vita hvað þeir vita lítið, segir því fátt, er hógvær og hefur yfirsýn og heildarmynd sem hverjum sem er hlotnast ekki í þessu lífi. Hann er sem einmana vitavörður og á ekkert sameiginlegt með fáfræðingunum í flokknum sínum. En útsýnið úr turni hans er stórkostlegt.
Vinstrimaður (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 00:32
Hórur eru ýmist á bakinu eða á fjórum fótum og stundum reyndar á hjánum. Yfirleitt tekur því ekki að flækja umræður um pólitíkusa meira en það. Þetta er óttalegt dót upp til hópa sem er kostað af peningaöflum sem oftar en ekki gera út á skattgreiðendur í boði þessarra eigna sinna. Landið er nýfarið á hausinn undan þessu hyski og pólitiskum hórum þess þannig að menn geta varla borið við athyglisbresti.
Baldur Fjölnisson, 30.12.2010 kl. 06:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.