Eins og hræða í melónugarði

Jóla-tréhöggÁ flestum íslenskum heimilum sem öðrum meðal kristinna þjóða, þykja engin jól, nema að jólatré standi uppi í stofunni ljósum skreytt og prýtt silfur og gullglysi.  Flestir vita að jólatré tengist ekki beint fæðingarhátíð frelsarans og að siðurinn á rætur sínar að rekja til heiðni. Reyndar tók Marteinn Lúther jólatréð upp á sína arma og sagði það vera táknrænt fyrir lífsins tré í aldingarðinum Eden og vera þannig mótvægi við eftirlíkingu og uppstillingu kaþólskara af fæðingu Krists þar sem hann liggur í jötunni.

Fæstir veita því nokkra eftirtekt eða finnst það skipta nokkru máli, úr því sem komið er, að Biblían sjálf sýnist tala á móti þessum sið og vara við honum.

Gullið JólatréJeramía 10:1-5

"1Heyrið orðið, sem Drottinn talar til yðar, Ísraels hús! 2Svo segir Drottinn:

Venjið yður ekki á sið heiðingjanna og hræðist ekki himintáknin, þótt heiðingjarnir hræðist þau.

3Siðir þjóðanna eru hégómi. Menn höggva tré í skógi, og trésmiðurinn lagar það til með öxinni, 4hann prýðir það silfri og gulli, hann festir það með nöglum og hömrum, svo að það riði ekki.

5Skurðgoðin eru eins og hræða í melónugarði og geta ekki talað, bera verður þau, því að gengið geta þau ekki. Óttist þau því ekki, því að þau geta ekki gjört mein, en þau eru ekki heldur þess umkomin að gjöra gott. "


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

1.Jeremía var uppi löngu fyrir Kristsburð og gæti því ekki hafa verið að mótmæla heiðnum sið á tímum Kristinna jóla.

2. Jólin eru heiðinn siður frá örófi alda, sem til var mjög víða um heim hjá ýmsum þjóðflokkum sem líklega þekktu ekki hver til annarra, þar sem fagnað var vetrarsólstöðum þegar daginn fór aftur að lengja og nýtt ár gekk í garð.

3. Kristin kirkja stal Jólunum (ekki "Grinch" eða hvað hann nú hét í kvikmyndinni) og gerðu þau að fæðingarhátið Frelsarans, þótt mjög ólíklegt sé að Kristur hafi fæðst hinn 25. desember og er því í þversögn við sjálfa sig, þar sem tímatalið miðast við fæðingu Krists.

Með Jólakveðjum, Björn bóndi   

Sigurbjörn Friðriksson, 6.12.2010 kl. 18:23

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þessu trúi ég

Óskar Þorkelsson, 6.12.2010 kl. 19:10

3 identicon

QI - Christmas, Christianity and Mithras

http://www.youtube.com/watch?v=MSm7YPMQOSo

Skemmtilegur hann Stephen Fry.

Arnar (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 22:44

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sigurbjörn bóndi;

1 Jeramía var auðvitað spámaður og sá framtíðina eins skírt og samtíð sína og fortíð.

2 Öróf er langur tími og enginn veit hverjir fyrstir fögnuðu vetrasólstöðum.

3 Helgidaga þjófnaður er mjög algengur, ekki síður en helgisiðaþjófnaður. Borgaraleg ferming er dæmi um það.

Óskar: Því trúi ég að þú trúir :)

Arnar; Stephen Fry finnst sjálfum hann vera  Oscar Wilde okkar tíma. Kannski er hann það.

Svanur Gísli Þorkelsson, 7.12.2010 kl. 00:42

5 Smámynd: Arnar

"Flestir vita að jólatré tengist ekki beint fæðingarhátíð frelsarans og að siðurinn á rætur sínar að rekja til heiðni."

Hvernig væri að segja bara að jólatré tengist fæðingarhátíð frelsarans bara ekki neitt?  Jól eins og við höldum þau hafa bara ekkert með kristni að gera, enda kallast þau jól en ekki kristsmessa.

Arnar, 7.12.2010 kl. 09:48

6 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Arnar;  Hvernig hljómar "Mammonsmessa"..??  Í den (örófi alda og þar á eftir) skiptust menn á gjöfum til að gleðja hvert annað.   Nú gefa menn gjafir og senda jólakort af skyldurækni.

Önnur "Mammonsmessa" eru fermingarnar sem hafa, í mínum orðabókum, ekkert með Kristna trú að gera, heldur mikið með "Kristin trúarbrögð" sem er allt annar handleggur (Ríkiskirkjan og slíkir kónar) og í góðu samsarfi við Kaupmannasamtök íslands........... og slíka kóna....... 

Með kveðju,Björn bóndi  

Sigurbjörn Friðriksson, 7.12.2010 kl. 12:56

7 Smámynd: Arnar

Það hljómar reyndar einstaklega illa :)

"Vetrarsólstöður" eða bara áramót er mér meira að skapi en jól duga svo sem, og þá mætti einnig færa þessa tvo hátíðardaga yfir á 21. des þar sem þeir eiga réttilega heima.

Arnar, 7.12.2010 kl. 15:10

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

22 des meinaru Arnar.. þetta var sólrisuhátið og sól fer ekki að hækka á lofti fyrr en 22des :)

annars er Björn bóndi að negla þetta

Óskar Þorkelsson, 7.12.2010 kl. 18:10

9 Smámynd: Óskar Þorkelsson

.. og orðið jól, jul er miklu eldra en kristsmessa..

Óskar Þorkelsson, 7.12.2010 kl. 18:11

10 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Arnar reit;

Hvernig væri að segja bara að jólatré tengist fæðingarhátíð frelsarans bara ekki neitt? 

Ef við segðum það, mundu einhverjir benda á að hægt er að fá hið sígræna tré til að ríma á táknrænan hátt (eilíft líf og allt það) við jólaboðskapinn (þ.e. fæðingarhátíð Krists) rétt eins og gert er með sólstöðuhátíðna, Þ.e. sigur ljóssins yfir myrkrinu o.s.f.r. 

Svanur Gísli Þorkelsson, 7.12.2010 kl. 18:15

11 Smámynd: Óskar Þorkelsson

offramboð á kirkjum í SE

http://www.vg.no/reise/artikkel.php?artid=10019941

Óskar Þorkelsson, 7.12.2010 kl. 18:21

12 Smámynd: Adeline

Fín færsla, það er fullt af kristnum sem setja ekki upp jólatré hjá sér - einmitt útaf þessu versi sem þú vitnar í. En halda þó jólin og allt tilheyrandi. Jólin eru það sem þau eru - fyrir þann sem kýs að halda þau. Trúaður heldur uppá þau sem fæðingarhátíð frelsarans, trúlausi heldur uppá þau sem hátíð ljóssins.

Adeline, 8.12.2010 kl. 14:57

13 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Fullt, segirðu Adeline. Aldrei hitt slíkan, nema Votta. En sumir kristnir telja þá ekki kristna.

Svanur Gísli Þorkelsson, 8.12.2010 kl. 20:37

14 Smámynd: Adeline

jújú ég meinti nú bara víðsvegar um heiminn. en það eru þónokkrir hérlendis líka, ekki vottar.

Adeline, 9.12.2010 kl. 07:13

15 Smámynd: Arnar

Skemmtilegt að setja þetta í samhengi.

- Sumir vilja meina að 90% íslendinga séu kristnir
- Örugglega +90% íslendinga kaupa jólatré á hverju ári, skreyta það og setja upp í stofunni hjá sér.

Er það ekki guðlast?  Amk. skurðgoða dýrkun og heiðingja siður samkvæmt guði sjálfum samkvæmt þessu versi.  Hvað eru þá margir 'sannkristnir' sem fara eftir boðskap biblíunar?

Og ekki lýgur guð.

Arnar, 9.12.2010 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband