6.12.2010 | 16:57
Eins og hræða í melónugarði
Á flestum íslenskum heimilum sem öðrum meðal kristinna þjóða, þykja engin jól, nema að jólatré standi uppi í stofunni ljósum skreytt og prýtt silfur og gullglysi. Flestir vita að jólatré tengist ekki beint fæðingarhátíð frelsarans og að siðurinn á rætur sínar að rekja til heiðni. Reyndar tók Marteinn Lúther jólatréð upp á sína arma og sagði það vera táknrænt fyrir lífsins tré í aldingarðinum Eden og vera þannig mótvægi við eftirlíkingu og uppstillingu kaþólskara af fæðingu Krists þar sem hann liggur í jötunni.
Fæstir veita því nokkra eftirtekt eða finnst það skipta nokkru máli, úr því sem komið er, að Biblían sjálf sýnist tala á móti þessum sið og vara við honum.
"1Heyrið orðið, sem Drottinn talar til yðar, Ísraels hús! 2Svo segir Drottinn:
Venjið yður ekki á sið heiðingjanna og hræðist ekki himintáknin, þótt heiðingjarnir hræðist þau.
3Siðir þjóðanna eru hégómi. Menn höggva tré í skógi, og trésmiðurinn lagar það til með öxinni, 4hann prýðir það silfri og gulli, hann festir það með nöglum og hömrum, svo að það riði ekki.
5Skurðgoðin eru eins og hræða í melónugarði og geta ekki talað, bera verður þau, því að gengið geta þau ekki. Óttist þau því ekki, því að þau geta ekki gjört mein, en þau eru ekki heldur þess umkomin að gjöra gott. "
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Trúmál | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Check this out
Efni
Tenglar
Gott að vita
- Origins Of Conflict In The Middle East: Afar góð grein um atriði sögunnar sem sjaldan er fjallað um
- HÆTTULEGAR HUGMYNDIR
- Knattleikur, helg Íþrótt? Frábær síða um uppruna "Knattsleiks eða Íshokkí"
- Rökvillur og samræðubrellur Greinargóð lýsing á helstu rökvillum og samræðubrellum
- Stjórnarskrá Íslands Stjórnarskrá
- Af hverju hata þeir okkur? Jihad í nútímasögu íslam og Mið-Austurlanda Magnús Þorkell Bernharðsson
- Fasistar og hálfvitar
ELDRI FÆRSLUR
- Ef til er Guð, hver skapaði þá Guð?
- Kom Kristur árið 1844?
- Email að handan
- Stighækkandi opinberun, tengslin milli manna og Guðs samkvæmt Bahai kenningum
- Matthías Jochumsson og hinn persneski Messías
- Gyðinglegur uppruni landvætta og skjaldarmerkis Íslendinga
- Orð sem vert er að kunna skil á
- Guð er Allah - Allah is God - God est Theos - Hvaða tungumál talar þú?
- Tahirih
- Kahlil Gibran og Bahai trúin
- http://
Myndbönd
Bloggvinir
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Dagný
- Sigrún Jónsdóttir
- Anna Einarsdóttir
- Anna Gísladóttir
- Arnar Pálsson
- Arinbjörn Kúld
- Ketill Sigurjónsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Egill Bjarnason
- Baldur Kristjánsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Anna
- Gunnhildur Sigurjónsdóttir
- Guðmundur Ásgeirsson
- BookIceland
- brahim
- Charles Robert Onken
- Hannes
- Tryggvi Hjaltason
- Anna S. Árnadóttir
- Hrannar Baldursson
- Dúa
- Drífa Kristjánsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Viðar Eggertsson
- Einar G. Harðarson
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Árni Karl Ellertsson
- Púkinn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brattur
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Guðmundur Pálsson
- Graceperla
- Grétar Mar Jónsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðjón Ó.
- Guðmundur Júlíusson
- Gulli litli
- Gylfi Guðmundsson
- Halla Rut
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Rafn Ingvason
- Þorkell Sigurjónsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Sigga Hjólína
- Bókaútgáfan Hólar
- Hólmdís Hjartardóttir
- Höskuldur Búi Jónsson
- Hrafn Andrés Harðarson
- Óskar Steinn Gestsson
- Hugrún Jónsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Svava frá Strandbergi
- Kári Gautason
- Jón Baldur Lorange
- Já Ísland
- Jakob S Jónsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann G. Frímann
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jonni
- Jón
- Bergur Thorberg
- Kalikles
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Hjalti Tómasson
- kiza
- Sólveig Klara Káradóttir
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafnhildur Þórarinsdóttir
- Kristberg Snjólfsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristinn Theódórsson
- Heimir Eyvindarson
- OM
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- SeeingRed
- Lýður Pálsson
- Lýður Árnason
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Marinó G. Njálsson
- Marinó Már Marinósson
- Magnús Bergsson
- Mofi
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Nexa
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Aðalsteinn Baldursson
- Jón Svavarsson
- Páll Vilhjálmsson
- Sandra María Sigurðardóttir
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Heimir Tómasson
- Róbert Tómasson
- Sæmundur Bjarnason
- Fullt nafn
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sammý
- Sigurður Fannar Guðmundsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigþrúður Pálsdóttir
- Sigurveig Eysteins
- Sigurður Jónsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Auðun Gíslason
- Óskar Þorkelsson
- Helga skjol
- Gunnar Skúli Ármannsson
- hilmar jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Þorsteinn Briem
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Grétar Eiríksson
- Sigurður Árnason
- Svala Jónsdóttir
- Svartagall
- Óskar Helgi Helgason
- TARA
- Þarfagreinir
- Þór Saari
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þórdís Bachmann
- Þór Ludwig Stiefel TORA
- Sigurður Rósant
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Andrea
- Villi Asgeirsson
- Vilhjálmur Árnason
- Margrét Sigurðardóttir
- Zaraþústra
- Zedith
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Steinþór Ásgeirsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 786938
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
1.Jeremía var uppi löngu fyrir Kristsburð og gæti því ekki hafa verið að mótmæla heiðnum sið á tímum Kristinna jóla.
2. Jólin eru heiðinn siður frá örófi alda, sem til var mjög víða um heim hjá ýmsum þjóðflokkum sem líklega þekktu ekki hver til annarra, þar sem fagnað var vetrarsólstöðum þegar daginn fór aftur að lengja og nýtt ár gekk í garð.
3. Kristin kirkja stal Jólunum (ekki "Grinch" eða hvað hann nú hét í kvikmyndinni) og gerðu þau að fæðingarhátið Frelsarans, þótt mjög ólíklegt sé að Kristur hafi fæðst hinn 25. desember og er því í þversögn við sjálfa sig, þar sem tímatalið miðast við fæðingu Krists.
Með Jólakveðjum, Björn bóndi
Sigurbjörn Friðriksson, 6.12.2010 kl. 18:23
þessu trúi ég
Óskar Þorkelsson, 6.12.2010 kl. 19:10
QI - Christmas, Christianity and Mithras
http://www.youtube.com/watch?v=MSm7YPMQOSo
Skemmtilegur hann Stephen Fry.
Arnar (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 22:44
Sigurbjörn bóndi;
1 Jeramía var auðvitað spámaður og sá framtíðina eins skírt og samtíð sína og fortíð.
2 Öróf er langur tími og enginn veit hverjir fyrstir fögnuðu vetrasólstöðum.
3 Helgidaga þjófnaður er mjög algengur, ekki síður en helgisiðaþjófnaður. Borgaraleg ferming er dæmi um það.
Óskar: Því trúi ég að þú trúir :)
Arnar; Stephen Fry finnst sjálfum hann vera Oscar Wilde okkar tíma. Kannski er hann það.
Svanur Gísli Þorkelsson, 7.12.2010 kl. 00:42
"Flestir vita að jólatré tengist ekki beint fæðingarhátíð frelsarans og að siðurinn á rætur sínar að rekja til heiðni."
Hvernig væri að segja bara að jólatré tengist fæðingarhátíð frelsarans bara ekki neitt? Jól eins og við höldum þau hafa bara ekkert með kristni að gera, enda kallast þau jól en ekki kristsmessa.
Arnar, 7.12.2010 kl. 09:48
Arnar; Hvernig hljómar "Mammonsmessa"..?? Í den (örófi alda og þar á eftir) skiptust menn á gjöfum til að gleðja hvert annað. Nú gefa menn gjafir og senda jólakort af skyldurækni.
Önnur "Mammonsmessa" eru fermingarnar sem hafa, í mínum orðabókum, ekkert með Kristna trú að gera, heldur mikið með "Kristin trúarbrögð" sem er allt annar handleggur (Ríkiskirkjan og slíkir kónar) og í góðu samsarfi við Kaupmannasamtök íslands........... og slíka kóna.......
Með kveðju,Björn bóndi
Sigurbjörn Friðriksson, 7.12.2010 kl. 12:56
Það hljómar reyndar einstaklega illa :)
"Vetrarsólstöður" eða bara áramót er mér meira að skapi en jól duga svo sem, og þá mætti einnig færa þessa tvo hátíðardaga yfir á 21. des þar sem þeir eiga réttilega heima.
Arnar, 7.12.2010 kl. 15:10
22 des meinaru Arnar.. þetta var sólrisuhátið og sól fer ekki að hækka á lofti fyrr en 22des :)
annars er Björn bóndi að negla þetta
Óskar Þorkelsson, 7.12.2010 kl. 18:10
.. og orðið jól, jul er miklu eldra en kristsmessa..
Óskar Þorkelsson, 7.12.2010 kl. 18:11
Arnar reit;
Ef við segðum það, mundu einhverjir benda á að hægt er að fá hið sígræna tré til að ríma á táknrænan hátt (eilíft líf og allt það) við jólaboðskapinn (þ.e. fæðingarhátíð Krists) rétt eins og gert er með sólstöðuhátíðna, Þ.e. sigur ljóssins yfir myrkrinu o.s.f.r.
Svanur Gísli Þorkelsson, 7.12.2010 kl. 18:15
offramboð á kirkjum í SE
http://www.vg.no/reise/artikkel.php?artid=10019941
Óskar Þorkelsson, 7.12.2010 kl. 18:21
Fín færsla, það er fullt af kristnum sem setja ekki upp jólatré hjá sér - einmitt útaf þessu versi sem þú vitnar í. En halda þó jólin og allt tilheyrandi. Jólin eru það sem þau eru - fyrir þann sem kýs að halda þau. Trúaður heldur uppá þau sem fæðingarhátíð frelsarans, trúlausi heldur uppá þau sem hátíð ljóssins.
Adeline, 8.12.2010 kl. 14:57
Fullt, segirðu Adeline. Aldrei hitt slíkan, nema Votta. En sumir kristnir telja þá ekki kristna.
Svanur Gísli Þorkelsson, 8.12.2010 kl. 20:37
jújú ég meinti nú bara víðsvegar um heiminn. en það eru þónokkrir hérlendis líka, ekki vottar.
Adeline, 9.12.2010 kl. 07:13
Skemmtilegt að setja þetta í samhengi.
- Sumir vilja meina að 90% íslendinga séu kristnir
- Örugglega +90% íslendinga kaupa jólatré á hverju ári, skreyta það og setja upp í stofunni hjá sér.
Er það ekki guðlast? Amk. skurðgoða dýrkun og heiðingja siður samkvæmt guði sjálfum samkvæmt þessu versi. Hvað eru þá margir 'sannkristnir' sem fara eftir boðskap biblíunar?
Og ekki lýgur guð.
Arnar, 9.12.2010 kl. 11:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.