Landsbankareikningurinn eina leiðin

Þótt að stjórnvöld í Bandaríkjunum hafi ekki enn formlega lýst því yfir að Wikileaks séu hryðjuverkasamtök, eru þau þegar farin að beita sömu aðferðum á Wikileaks og á hryðjuverkasamtök. Nú er reynt að skrúfa fyrir fjárframlög til vefsíðunnar og eflaust stutt í að þrýstingi verði beitt til að frysta reikning þeirra hjá Landsbankanum, sem hefur ásamt PayPal  verið ein helsta leiðin til að koma frjálsum framlögum til samtakanna. -

Sunshine Press Productions ehf:

Klapparhlid 30, 270 Mosfellsbaer, Iceland
Landsbanki Islands Account number 0111-26-611010
BANK/SWIFT:NBIIISREXXX
ACCOUNT/IBAN:IS97 0111 2661 1010 6110 1002 80

 

Bandaríkin telja að þjóðaröryggi sínu sé ógnað og þess vegna beri ekki að taka tillit til grundvallarreglna um tjáningarfrelsi sem að öllu jöfnu eru Bandaríkjamönnum "heilagar kýr".


mbl.is Stöðva greiðslur til WikiLeaks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Athyglisvert.

Finnst engu að síður stærsti hluti þessa síðasta leka, hégómlegur.  Það er illskiljanlegt hvaða tilgangi þessar pælingar sendiráðssmanna þjóni, sem eru að  sinna störfum sínum í að "prófæla"stjórnvöld, og leggja mat á "hidden agenda" sem alltaf einkennir diplóma- og viðskiptasambönd.

Wikileaks mætti vera dáltið meira "selective" í að frussa trúnaðarskjölum út á vefinn, til að trufla um sinn samskipti þjóða til góðs eða ills.

Ætli fréttastofur heimsins greiði þeim fyrir þessi "fréttaskot"?

Jenný Stefanía Jensdóttir, 4.12.2010 kl. 15:10

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Það er margt til í því sem þú segir Jenný.

Fram að þessu hafa þó aðeins nokkur hundruð af sendiráðspóstunum verið sett á netið. Fjölmiðlar velja það úr sem þeim finnst bitastætt og líklegt til að vera "fréttnæmt" og meira í ætt við slúður en alvarlegar greiningar. 

Annað sem gæti haft meiri þýðingu er látið liggja á milli hluta. -

Það er pottþétt að þær vefsíður og þau dagblöð sem virðast vera helstu gáttir Wikileaks, fyrir utan vefsíðuna þeirra sjálfra,  greiða fyrir aðganginn að skjölunum. Þau fengu hann löngu áður en Wikileaks birti skjölin á sinni síðu. Um það vitnar uppsetningn og flokkunarkerfið sem þær bjóða upp á.

Svanur Gísli Þorkelsson, 4.12.2010 kl. 15:22

3 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Einmitt,

af því að ég ligg yfir kanadískum stjórnarskrárlögum og skaðabótalögum þessa dagana, tel ég mig geta fullyrt, að þrátt fyrir ákvæði stjórnarskráa flestra vestrænna ríkja um "tjáningarfrelsi", þá veldur ólögleg uppspretta þessara trúnaðarupplýsinga  því að Wikileaks er í verulega vondum málum, þar sem ekki verður séð, að slúður og trúnaðarbrot þjóni eða bæti grundvallarhugmyndir um tjáningafrelsi.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 4.12.2010 kl. 15:57

4 identicon

Assange ( sem er að eigin sögn a.m.k) helsti forsvarsmaður Wikileak, er opinberlega afhjúpaður lygalaupur . þótt lítið fari fyrir því í fréttum , og að öllumlíkindum   er  þetta dæmi íbland rekiði í ágóðaskyni, samanber  það að þeir hafa lokað fyrir aðgang af og til , til að þrýsta á um fjárgreiðslur frá einhverjum aðilum, og svo að sumu leiti vegna markmiðia sem forsvarsmenn og innri koppar þar í búri telja til "pólitískt rétt" , þannið að það er engin trygging fyrir því að eiihvað sem  að áliti wikilekara kemur sér illa fyrir fólk sem þeir telja til "góðu gæjanna" sé birt . þó  þeir sömu reynast svo vera "drulludelar" þegar á reynir. Þetta fyrirbæri er þess vegna enginn áreiðanlegur sannleiksbrunnur. Og ef þeir lifa af í  einhverju formi er ekkert sem hindrar að þeir komist í hendur einhvers konar öfgabjána  eða algjörra gróðahyggjumanna eins og t.d urðu örlög sumra Greenpeace-týpu  grasrótarsamtaka, þegar það  sýndi sig að þau gátu halað inn fé sem var langt umfram það sem þau þurftu til að sinna yfirlýstum markmiðum.

Og það er eiginlega enn alltof snemmt til að hægt sé að gera sér grein fyrir því hvort þetta sé eitthvað sem verði heiminum til góðs eða bölvunar, þegar fram í sækir. Oftar en ekki hafa margar gerðir manna allt aðrar afleiðingar en ætlað er í upphafi. 

Hitt er svo annað mál að þeir aðilar sem verða helst fyrir barðinu á svona starfsemi í dag verða bara að læra að lifa við það, þetta er án efa komið til að vera, a.m.k í bili.

Bjössi (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 02:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband