Framkvæmdin klúður

Þótt að ég sé einlægur stuðningsmaður stjórnlagaþingsins, verð ég að viðurkenna að mér finnst verulega illa hafa verið staðið að framkvæmd kosninganna.

25 sæti voru í boði og því áttu þau nöfn sem flest hlutu atkvæði að hljóta kosningu. Það var algjörlega ónauðsynlegt að tiltaka sæti. Sæti í þessu tilviki skiptu nákvæmlega engu máli.

Í öðru lagi var "númerkosning" mjög ruglandi og óaðlaðandi. Betra hefði verið að hafa nöfn viðkomandi á kosningaseðlinum.

Í þriðja lagi var það allt of skammur tími sem frambjóðendur fengu til að kynna sig fólki og málefni sín. Til þess hefði mátt taka a.m.k. þrjá mánuði.


mbl.is Ekki nóg að koma oftast fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessir aðilar fengu ekki flest atkvæði. Gerðu það einfaldlega ekki. Þetta er bara illa skrifuð frétt frá MBL. Eða tilraun MBL til að varpa skugga á þessa tegund kosninga sem gefur lítið pláss fyrir stjórnmálaflokka. Og hvernig vita sjálfstæðismenn hvaða skoðun þeir eiga að hafa þegar þeir hafa ekki flokkinn?

Jón Grétar (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 11:24

2 identicon

Þar að auki verð ég að benda á að þessi frétt MBL er röng. Það var ekki bara fyrsta sætið sem taldi enda margir inni sem ekki voru í 1. sæti hjá fólki.

Þeir sem að ég kaus sem komust inn voru allir fyrir neðan 5. sæti hjá mér. En þeir fengu þá samt atkvæði frá mér og ekkert víst að þeir hefðu komið inn hefði ég ekki kosið þá.

Jón Grétar (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 11:30

3 identicon

Frétt mbl er ekki góð og er jafnvel villandi.

Ástrós var vissulega með mörg atkvæði í 1. vali, en hún var ekki meðal þeirra top 25. skv. 1. vali.

Auk þess kallar mbl fylgiskjalið "Atkvæði frambjóðenda" meðan það ætti að heita "Tilnefningar kjósenda". Því tölurnar í skjalinu segja um það bil ekkert um hvaða atkvæði viðkomandi fær. Það er vissulega suggestive - en án þess að skoða seðlana, eina og sér, þá er ekki hægt að átta sig á öllu samhenginu.

Sætin skiptu nefninlega máli, þótt ótrúlega margir vilja meina annað - og frétt mbl náði að flækja það enn fremur fyrir fólki.

- "Í öðru lagi var "númerkosning" mjög ruglandi og óaðlaðandi. Betra hefði verið að hafa nöfn viðkomandi á kosningaseðlinum."

Jú, kannski meira aðlaðandi, en hefði örugglega tekið svona 1-2 vikur að telja atkvæði.

Ég skal vera algerlega sammála þér með tímarammann! Það er, að mínu mati, alþingi að kenna. Það hefði átt að halda þetta í vor! Auk þess mega fjölmiðlar skammast sín að hafa ekki lagt allt púður síðustu daga/vikur fyrir kosningar í þetta málefni.

Tómas (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 11:35

4 identicon

Annars verð ég að vera sammála þér að það var óheppilegt að vera með númerakosningu. Enda er það ekkert partur af kosningakerfinu og átti í raun og veru ekki að vera hér. Venjulega er kjörseðill með lista af nöfnum og box við hliðina þar sem þú getur skrifað númer sætis.

Hinsvegar þegar að ljóst var hversu gífurlegur fjöldi bauð sig fram (aldrei verið fleiri í framboði í einstaklingskosningum í heiminum) var ljóst að ef það yrði gert svoleiðis yrði kjörseðillinn margra metra langur. Þess vegna neyddist kjörstjórn til að fara út í þessa aðferð þó vissulega sé ruglingslegri og erfiðari fyrir kjósendur.

Jón Grétar (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband