Viltu kaupa líkkistu?

Útsýnið innan úr kistu OswaldsÁrið 1981 voru starfsmenn útfararþjónustunnar Baumgardner Funeral Home í Fort Worth, Texas fengnir til að grafa upp líkið af Lee Harvey Oswald, þeim sem talinn er hafa skotið John Kennedey forseta.

Ástæðan var að Marina, sovésk ættuð eiginkona Oswalds var sannfærð um að í kistunni lægi sovéskur tvífari Oswalds, en ekki hann sjálfur. Róbert bróðir Oswalds reyndi í lengstu lög að koma í veg fyrir að líkamsleifar Lee yrðu grafnar upp, en svo fór sem fór.

Eftir að réttarkrufning staðfesti að í kistunni voru líkamsleifar Oswalds, var hann grafinn aftur á sama stað og fyr, en í annarri kistu.

Magic BulletÞað er þessi fyrri kista Oswalds sem útfararþjónustan ætlar að láta bjóða upp í næstu viku.

Margir safna munum sem tengjast morðinu á Kennedy og er búist við að kistan seljist fyrir dágóða upphæð.

Ef ég tilheyrði þessum hópi safnara, mundi ég eflaust hafa mestan áhuga á að kaupa töfrakúluna svokölluðu, en líklegast á eftir á líða langur tími þangað til að hún verður föl.


mbl.is Líkkista Lee Harvey Oswald til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Væri til í að láta grafa mig í kistunni hans.. það væri frekar speisað.

Unnar (IP-tala skráð) 2.12.2010 kl. 17:20

2 identicon

Ja sko,, gæti hún hentað sem ríkiskassi,, hverjir vilja splæsa saman ,,og færa ríkisstjórninni nýjan/gamlan ríkiskassa,, Allavegana má setja ICESAVE málið í hana og grafa á Bessastöðum,,

Bimbó (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband