Er hætta á Marinó snúningi?

Þá er loks komið á hreint hverjum er ætlað að fara höndum (og huga) um lífssamninginn sem við köllum stjórnarskrá. 10 konur og 15 karlar á öllum aldri og úr mörgum stéttum þjóðfélagsins. Sum andlitin þekki ég önnur ekki. Það skiptir í sjálfu sér ekki máli.

Strax eru farnar að heyrast óánægjuraddir með hópinn og eiga greinilega erfitt með að beygja sig undir reglur lýðræðisins. Sumir spyrja í forundran hvernig þessi hópur ætli sér þá dul að koma með tillögur að nýrri stjórnarskrá. -

Nú verður eflaust tekið til að rýna í bakgrunn þessa fólks. Kannski taka fjölmiðlar Marinó (Njálsson) snúning á þeim og byrja að hnýsast í skuldastöðu þess og fortíð. Þá á eftir að rekja pólitísk og efnahagsleg tengsl allra og spá í hverjir studdu það og hverjir ekki.

Ég vona samt að þessu fólki verði gefinn vinnufriður. Saman myndar það nokkuð sannfærandi þverskurð af þjóðinni. Það voru kosið persónukosningu sem er mikill áfangi í lýðræðisþróun þjóðarinnar og þrátt fyrir að kosningaþátttaka hafi verið dræm, ber að fagna því.


mbl.is 25 kjörin á stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guð blessi stjórnlagaþing og gefi þeim hugrekki, kjark og visku þá sem þarf til að standast freistingar og lenda ekki í gildrum. Stjórnlagaþingsmaður sem hlustar á sína innstu rödd, sem liggur dýpra en bæði tilfinningar og hugsanir, og hlýðir henni mun ekki breyta rangt. Ef þeir hlýða boðum andans tekst þeim að rísa undir þessari miklu ábyrgð og valda henni eins og menn, en það hefur lengi vantað menn, í orðsins sönnu og réttu merkingu, í íslensk stjórnmál.

Hrafn (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 01:32

2 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Margt má fullyrða um fólkið sem valdist á þetta stjórnlagaþing, flest prýðisfólk. En að fullyrða að þessi hópur sé þverskurður af þjóðinni eru ekki bara rangt heldur öfugmæli. Hvernig færðu það út þegar nánast allir eru háskólamenntaðir og einungis 3 búsettir úti á landsbyggðinni (af þessum 3 eru 2 Akureyringar og einn Þingeyingur)?

Guðmundur St Ragnarsson, 1.12.2010 kl. 13:32

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Búseta skiptir engu máli að þessum sinni.  Hverra hagsmuna ættu t.d Vestmanneyingar að gæta á stjórnlagaþingi sem ekki væru hagmunir allrar þjóðarinnar og öfugt? Menntun þessa fólks skiptir reyndar máli og því betur menntað, því betra.

Mest eru þetta samt meðaljónar úr samfélaginu sem ekki hafa látið mikið að sér kveða fram að þessu, með stöku framagosa á milli eins og gengur.

Svanur Gísli Þorkelsson, 1.12.2010 kl. 14:15

4 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Rangt Svanur Gísli. Eitt aðalhagsmunamálið á þessu þingi verður hvort gera eigi landið allt að einu kjördæmi eða breyta kjördæmaskiptaninni að öðru leyti. Það má færa fyrir því rök að þar liggi hagsmunir landsbyggðarmanna (t.d. Vestmannaeyinga) sem eiga einungis 3 fulltrúa á þinginu. Það eru nefnilega ekki allir landsbyggðarmenn á þeirri skoðun að gera eigi landið að einu kjördæmi.

---

Meðaljónar. Það kann hins vegar að vera rétt en mjög hæft fólk inn á milli engu að síður,

Guðmundur St Ragnarsson, 1.12.2010 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband