25.11.2010 | 20:47
Pólitíkin í Krossinum
Gunnar Þorsteinsson segir að ásakanir á hendur sér um kynferðisbrot séu af "safnaðarpólitískum toga". Mér er spurn, hvers konar pólitík er stunduð í Krossinum?
Krossinn er einn af þessum kristnu sértrúarsöfnuðum þar sem predikaður er sannleikurinn einn ala forstöðumaðurinn. Mállfluttningur hans virkar yfirleitt þannig á fólk eins og hann hafi fundið stóra sannleikann sem aftur gefur gefið honum umboð til að túlka hann og predika yfir öðrum. Og eftir höfðinu dansa limirnir.
Forstöumaðurinn hefur einnig á sér yfirbragð þess sem stendur á siðferðislegum stalli, skör ofar en sauðirnir í söfnuðinum. -
Þegar þetta tvennt kemur saman, blandsast persónudýrkun sterkt inn í safnaðarstarfið. Einingin og samheldnin í söfnuðum þar sem persónudýrkun er látin viðgangast er venjulega mjög brothætt. Um leið og óánægja kemur upp, beinist hún að forstöðumanninum.
Í Gunnars tilfelli teygir "safnaðarpólitíkin" sig inn í fjölskyldu hans sem gerir málið enn flóknara.
Óeiningin í Krossinum er greinilega orðin svo mikil að ásakanirnar á hendur forstöðumanninum hafa tekið á sig mynd mjög alvarlegra ávirðinga.
Hversu heilsteyptur og gagnlegur er boðskapur safnaðar þar sem svona alvarlegar ásakanir flokkast undir "Safnaðarpólitík"?
Forstöðumaður Krossins sakaður um kynferðislega áreitni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkur: Trúmál | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Check this out
Efni
Tenglar
Gott að vita
- Origins Of Conflict In The Middle East: Afar góð grein um atriði sögunnar sem sjaldan er fjallað um
- HÆTTULEGAR HUGMYNDIR
- Knattleikur, helg Íþrótt? Frábær síða um uppruna "Knattsleiks eða Íshokkí"
- Rökvillur og samræðubrellur Greinargóð lýsing á helstu rökvillum og samræðubrellum
- Stjórnarskrá Íslands Stjórnarskrá
- Af hverju hata þeir okkur? Jihad í nútímasögu íslam og Mið-Austurlanda Magnús Þorkell Bernharðsson
- Fasistar og hálfvitar
ELDRI FÆRSLUR
- Ef til er Guð, hver skapaði þá Guð?
- Kom Kristur árið 1844?
- Email að handan
- Stighækkandi opinberun, tengslin milli manna og Guðs samkvæmt Bahai kenningum
- Matthías Jochumsson og hinn persneski Messías
- Gyðinglegur uppruni landvætta og skjaldarmerkis Íslendinga
- Orð sem vert er að kunna skil á
- Guð er Allah - Allah is God - God est Theos - Hvaða tungumál talar þú?
- Tahirih
- Kahlil Gibran og Bahai trúin
- http://
Myndbönd
Bloggvinir
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Dagný
- Sigrún Jónsdóttir
- Anna Einarsdóttir
- Anna Gísladóttir
- Arnar Pálsson
- Arinbjörn Kúld
- Ketill Sigurjónsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Egill Bjarnason
- Baldur Kristjánsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Anna
- Gunnhildur Sigurjónsdóttir
- Guðmundur Ásgeirsson
- BookIceland
- brahim
- Charles Robert Onken
- Hannes
- Tryggvi Hjaltason
- Anna S. Árnadóttir
- Hrannar Baldursson
- Dúa
- Drífa Kristjánsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Viðar Eggertsson
- Einar G. Harðarson
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Árni Karl Ellertsson
- Púkinn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brattur
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Guðmundur Pálsson
- Graceperla
- Grétar Mar Jónsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðjón Ó.
- Guðmundur Júlíusson
- Gulli litli
- Gylfi Guðmundsson
- Halla Rut
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Rafn Ingvason
- Þorkell Sigurjónsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Sigga Hjólína
- Bókaútgáfan Hólar
- Hólmdís Hjartardóttir
- Höskuldur Búi Jónsson
- Hrafn Andrés Harðarson
- Óskar Steinn Gestsson
- Hugrún Jónsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Svava frá Strandbergi
- Kári Gautason
- Jón Baldur Lorange
- Já Ísland
- Jakob S Jónsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann G. Frímann
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jonni
- Jón
- Bergur Thorberg
- Kalikles
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Hjalti Tómasson
- kiza
- Sólveig Klara Káradóttir
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafnhildur Þórarinsdóttir
- Kristberg Snjólfsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristinn Theódórsson
- Heimir Eyvindarson
- OM
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- SeeingRed
- Lýður Pálsson
- Lýður Árnason
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Marinó G. Njálsson
- Marinó Már Marinósson
- Magnús Bergsson
- Mofi
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Nexa
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Aðalsteinn Baldursson
- Jón Svavarsson
- Páll Vilhjálmsson
- Sandra María Sigurðardóttir
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Heimir Tómasson
- Róbert Tómasson
- Sæmundur Bjarnason
- Fullt nafn
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sammý
- Sigurður Fannar Guðmundsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigþrúður Pálsdóttir
- Sigurveig Eysteins
- Sigurður Jónsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Auðun Gíslason
- Óskar Þorkelsson
- Helga skjol
- Gunnar Skúli Ármannsson
- hilmar jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Þorsteinn Briem
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Grétar Eiríksson
- Sigurður Árnason
- Svala Jónsdóttir
- Svartagall
- Óskar Helgi Helgason
- TARA
- Þarfagreinir
- Þór Saari
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þórdís Bachmann
- Þór Ludwig Stiefel TORA
- Sigurður Rósant
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Andrea
- Villi Asgeirsson
- Vilhjálmur Árnason
- Margrét Sigurðardóttir
- Zaraþústra
- Zedith
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Steinþór Ásgeirsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frekar litlar líkur á að MARGAR konur taki sig saman og ásaki menn um svona.
Trúarleiðtogi að níðast á börnum og öðrum... það er eitt það algengasta sem gerist
DoctorE (IP-tala skráð) 25.11.2010 kl. 21:07
Alltaf fara hræfuglarnir og mannorðsmorðingjarnir af stað á blogginu. Er ekki rétt að láta rannsókn ganga yfir fyrst? Saklaus uns sekt er sönnuð.
Sveinn (IP-tala skráð) 25.11.2010 kl. 21:21
Það er margt við þessa færslu þína að athuga Svanur.
Það að þetta sé af safnaðarpólitískum toga þýðir ekki að það sé einhver pólitík innan safnaðarins heldur að það sé einhver annar söfnuður sem er í ófrægingarherferð gegn Gunnari.
Það að Krossinn sé sértrúarsöfnuður er heldur bara alls ekki rétt, þó hann sé oft kallaður það. Kenningar Krossins passa að mjög stórum hluta við kenningar Þjóðkirkjunnar þó samkomuhaldið sé vissulega ólíkt. Ef það ætti að kalla einhvern söfnuð sértrúarsöfnuð þá væri það þó líklega frekar Þjóðkirkjan heldur en Krossinn, þar sem Krossinn er hvítasunnukirkja en Þjóðkirkjan lúthersk. Einhvern tíma heyrði ég að það væru 50 milljón lútherskir í heiminum en 500 milljón hvítasunnumenn. En ég hef þó ekki kannað hvort þessar tölur séu réttar, enda skiptir það ekki öllu.
Ef þú þekktir Gunnar þá vissirðu líka að hann telur sig ekki vera á öðrum siðferðislegum stalli en aðrir menn. Enda man ég eftir mörgum skiptum þar sem hann hefur jafnvel lýst því yfir í léttum dúr á samkomum að "við" og hann þar meðtalinn værum líklega verri en annað fólk fyrst við hefðum áttað okkur á því að við þyrftum á syndaaflausn Krists að halda.
Á tímabilum hefur Gunnar einn séð um predikun í Krossinum að mestu leyti en yfirleitt eru nó margir ólíkir einstaklingar sem sjá um að predika.
Gunnar er vissulega sterkur persónuleiki sem margir líta upp til, en það þýðir ekki að meðlimir Krossins telji hann í Guðatölu.
Þetta mál teygir sig heldur ekki inn í fjölskylduna hans, heldur inn í fyrrverandi tengdafjölskylduna.
jahá (IP-tala skráð) 25.11.2010 kl. 22:22
Hehe, svarið hérna að ofan, hjá "jahá" er einmitt gott dæmi um það að þarna er bullandi pólitík, menn eru Gunnars-meginn, eða hinu-meginn.... þannig er pólitíkin.
Dexter Morgan, 25.11.2010 kl. 23:17
Sveinn. Að hvers mannorði er vegið í þessum pistli? Hér er verið að tala um þau orð sem Gunnar lét sjálfur falla um söfnuð sinn.
Svanur Gísli Þorkelsson, 26.11.2010 kl. 00:51
Sæll / sæl Jáhá.
Viltu meina að aðrir kristnir og sanntrúaðir söfnuðir sæki að Gunnari? Ef svo er gerir það ekki annað enn að víkka hringinn í þessari vitleysu.
Krossinn fellur algerlega innan þeirrar skilgreiningar sem bæði almennt og fræðilega er notuð um "sértrúarflokka". Þar hafa meðlimatölur ekkert að segja.
Ég þekki ekki Gunnar. En ef hann eins og aðrir sem tekið hefur sér vald til að túlka "orð Guðs" hefur á því orð að hann meira enn aðrir þurfi að reiða sig á miskunn Guðs, er það honum til vorkunnar, frekar en hitt.
Fjöldi predikara í Krossinum rýrir ekki leiðtoga hlutverk Gunnars.
Enginn er að tala um að Gunnar sé í guðatölu. ég held því fram að hann sé andlegur leiðtogi Krossins og ráði túlkun hans á ritningunni.
Er Gunnar hættur að telja ættingja fyrrverandi fjölskyldu sína til skyldmenna sinna?
Svanur Gísli Þorkelsson, 26.11.2010 kl. 01:02
Hárréttt Dexter.
Svanur Gísli Þorkelsson, 26.11.2010 kl. 01:03
Veit ekki með þetta DrE. Það kemur í ljós.
Svanur Gísli Þorkelsson, 26.11.2010 kl. 01:03
Nei Dexter, ég sagði ekkert um það hvort ég væri Gunnars megin eða hinu megin. Reyndar þekki ég báðar hliðar ágætlega og trúi reyndar hvorugri hlið til þess að vera að ljúga.. þannig að ég veit svosem ekki hvað ég á að gera í þessu máli.
Svanur, það er reyndar Gunnar sjálfur sem heldur þessu fram um annan söfnuð, en ég veit ekkert um það mál.
Svo hef ég það nú úr fræðilegri grein eftir guðfræðing að Krossinn sé ekki sértrúarsöfnuður, en það er annað mál.
Það sem ég vil aðallega leiðrétta í þessu máli er kynning þín á Gunnari þar sem þú talar um hann eins og mann sem telur sig betri en aðra menn og að hann hafi einhvern einn sannleika og hafi hina einu réttu túlkun á orði Guðs o.s.frv.
Það er bara svo víðs fjarri. Hann lítur ekki á sig betri en aðra menn, hann hefur margoft sagt að hann vilji að aðrir leiðrétti hann ef hann segir einhverja vitleysu (og ég veit alveg til þess að hann hafi breytt um skoðun eftir að hann hafi verið leiðréttur). En umfram allt þá er hann bara rosalega góður maður... allt annar maður en fjölmiðlar hafa gefið af honum.
jahá (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 01:53
DejaVu all over again.
Segjum að sá ásakaði hefði verið td leikskólakennari; Það væri lítið um að fólk væri að tala um mannorðsmorð og annað.
Þegar trúarleiðtogi er ásakaður, þá er annað hljóð í fólki, sem segir allt sem segja þarf um hveru heilaþvegið liðið er
doctore (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 08:37
Ég verð nú að viðurkenna að ekki finnst mér þetta erfitt að trúa en hann er saklaus þangað til sekt hans er sönnuð og auðvitað er það hræðilegt að nafn hans komst útí fjölmiðla því þótt hann verði sýknaður sem ég sé ekki hvernig það gerist (allt fyrnt) þá mun þetta alltaf fylgja honum.
CrazyGuy (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 08:37
Hér eru konur að lýsa athæfi Gunnars
http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/yfirlysingar-systra-fyrrverandi-eiginkonu-gunnars-i-krossinum-areitni-fra-unga-aldri
Þetta er kannski ástæða þess að Gunnar & Jónína voru að tala um að flytja til Noregs... amk er þetta skrítin tilviljun.
Trúarsöfnuðir eru náttlega fullir af mjög tæpu fólki, en að margar konur taki sig saman um að klekkja á Gunnari með því að ásaka hann um barnaníð, ég bara get ekki trúað því... per se
doctore (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 08:55
Þetta er allsvakalegt.
Hvað skyldu mörg svona mál liggja í leyni?
Grefill, 26.11.2010 kl. 09:49
Ef við miðum við kaþólsku kirkjuna, þá má áætla að 1 af hverjum 20 prestum sé barnaníðingur.
Þetta er líka svona í Íslam og öðrum trúarbrögðum.
Það er stórhættulegt og algert glapræði að setja börn í hendur trúboða.. hættan á nauðgun er gríðarlega mikil.
doctore (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 10:26
Ef það væri verið að ásaka leikskólakennara þá væri bara ekki fjallað svona svakalega um þetta í fjölmiðlum.
Á ákveðnum tíma í gær taldi ég aðalfréttirnar hjá pressunni.is. Það voru 20 aðalfréttir (fréttir með mynd) og af þeim voru 6 fréttir um þetta mál. Það myndi aldrei gerast með einhvern leikskólakennara út í bæ.
En það væri samt mannorðsmorð.
Myndir þú ekki telja að mannorð þitt biði varanlegan skaða af því ef þú værir bendlaður vit eitthvað svona doctore, ég held það nú.
jahá (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 10:55
Þetta eru svakalegar ásakanir sem konurnar koma með þarna. Ég veit ekki beint hvernig menn ætla að rannsaka eitthvað svona, þetta tilheyrir fortíðinni og eina sem við höfum er vitnisburðir nokkura aðila. Eftir að lesa vitnisburð þessara kvenna þá get ég ekki neitað því að ég trúi þeim frekar en Gunnari.
Þetta mál er bara allt hið sorglegasta...
Mofi, 26.11.2010 kl. 11:05
jahá.. þegar siðapostular eru nappaðir við barnaníð og annað... þá liggur það í augum uppi að meira er rætt um málið.
Gunnar hefur gengið fram með dólgslegum hætti, ætlað að afhomma menn og annað... og nú er málið þannig að hann sjálfur virðist vera verstu af öllum.
Ég er búinn að fjalla um svona mál árum saman.. ég trúi þessum konum algerlega.
Mofi, þú ert sjálfur í költi... bíðum smá, ég er viss um að það koma svona mál upp hjá ykkur líka;
Aldrei að treysta trúboðum... það er lærdómurinn sem allir ættu að vera búinir að læra fyrir löngu
doctore (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 11:13
Mér finnst það ágætt hjá þér jahá að halda uppi vörnum fyrir Gunnar þótt þú sért alls ekki viss um að hann sé ekki að segja satt. - Ég læt það algerlega liggja á milli hluta hvað er satt eða rétt í þessu máli, en reyni að grafast fyrir um félagslegu ástæðurnar fyrir því að svona pólitík er beitt innan kristinna safnaða. - Kannski er þessi sérstaka taktík notuð vegna þess að almenningur getur svo vel trúað svona löguðu, í kjölfarið á Birgismálinu og Biskupsmálinu.
Ef þú lest grein mína aftur, sérðu að ég fullyrði ekkert um Gunnar. Ég tala um hvernig hann kemur öðrum fyrir sjónir og hvernig sú ímynd getur verið skaðleg.
Ég hnaut um það í fyrri athugasemd þinni að þú segir þjóðkirkjuna vera lúterska og lætur að því liggja að Krossinn og Hvítasunnukirkjan séu það ekki.
Það er rétt að Krossinn er klofningur út út Hvítasunnu-söfnuðinum. Hvítasunnu-söfnuðurinn er klofningur út úr Babstisma. Babtisminn er klofningur út úr Meþódisma og Meþódismi er grein af Lúterskri mótmælendatrú. Lútersk mótmælendatrú er svo klofningur út úr Rómversk-Kaþólskri trú.
Ég held því að það sé alveg óhætt að skilgreina krossinn sem sértrúarsöfnuð.
Jahá skrifar einnig;
Gunnar skrifar sjálfur um kenningar safnaðarins á heimsíðu Krossins;
En að sjálfsögðu er það fyrst og síðast Orð Guðs sem er grunnur þess sem ég set fram í veikleika. Ég byggi líf mitt allt og þjónustu á Heilagri Ritningu og hún hefur verið mér stöðug uppspretta fræðslu, umvöndunar, leiðréttinga og menntunar.
Það er ósk mín og bæn að bók þessi megi verða til blessunar og opna augu manna og kvenna fyrir dýrmætum eilífum sannindum.
Það hafa verið forréttindi að vinna að uppbyggingu Krossins um tuttugu ára skeið og sjá söfnuðinn vaxa og dafna og verða að lifandi ljósi fyrir marga. Forsenda þess árangurs sem náðst hefur er lifandi kenningar byggða á bjargföstu opinberuðu Orði - hér getur að líta í hnotskurn hverjar þær eru.
Það er alveg kristalskýrt að skilningur Gunnars er sá skilningur sem hann telur forsendu fyrir vexti og viðgangi safnaðrins.
Svanur Gísli Þorkelsson, 26.11.2010 kl. 11:27
Klofningur,klofningur og aftur klofningur; Þetta er vegna þess að trúarbrögð eru gerð til að stjórna litlum hópum af fólki aka tribalismi.
Öll trúarbrögð klofna í marga hluta, þar sem allir vilja vera guðir yfir sinni sauðahjörð.
Sjáið td kristni, yfir 30þúsundi klofningar.
Ég segi það og skrifa, þeir sem skrá sig í svona trúarsafnuðarugl, þeir eru ekki með fullu viti, og/eða eru illa farnir af eiturlyfjum/sjúkdómum/sorg... eða bera með sér heilaþvott frá barnsaldri.
Svona lifir þetta og nærist á sorg og vanmætti sauðanna... og sauðirnir verja forystusauðinn jafnvel þó hann hafi einnig nauðga þeim,
doctore (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 11:57
Mofi segir
"þetta tilheyrir fortíðinni og eina sem við höfum er vitnisburðir nokkura aðila"
má þetta ekki gilda um fleiri hluti ?
Egill, 26.11.2010 kl. 12:44
það getur vel verið enda bara hópur fólks sem hefur svipaðar skoðanir varðandi stóru spurningar lífsins. það sem þú ert hérna að boða er hatur og fordóma... sérðu virkilega ekkert athugavert við þetta?
Egill, þetta má gilda um mjög marga hluti þar sem þetta við á :)
Mofi, 26.11.2010 kl. 12:48
Copy paste af Facebook vegg Sigrúnar Pálínu:
"Helga Björk: GUNNAR er svo sterkur karakter hann vinnur þetta mál eins og allt annað, ég er alveg búin að gefast upp á að segja hvað hann gerði mér, það tók alla orku frá mér á sínum tíma, ég var rökkuð niður ùr öllu á Barnalandi, Jóhanna dóttir hans var verst í því og svo aðrir safnaðarmeðlimir, ég er og verð alltaf brennimerkt af honum.
fyrir 21 klst. síðan í gegnum Facebook fyrir farsíma
Helga Björk: Tek framm ég er ekki í þessum hóp og veit ekki hvað þær ákæra Gunnar fyrir. Ég veit bara að hann braut mig andlega og misnotaði kynferðislega. En mér var aldrei trúað, nema kanski af Jónínu Ben, seinna hùn spurði mig hvort hún gæti beðist afsökunar fyrir Gunnars hönd.
fyrir 21 klst. síðan í gegnum Facebook fyrir farsíma
Sigrún Pálína Ingvarsdóttir: Elsku Helga Björk mín mikið þykir mér leiðinlegt að les þetta. Eitt getur þú veirð viss um að þú ert ekki lengur sú eina og að ég og fleiri trúum þér. Vona að það sé smá huggun. Kærleikskveðja frá DK ?
fyrir 21 klst. síðan · 9 manns
Helga Björk: Takk fyrir það. Ég ættlaði aldrei aftur að tjá mig um þetta opinberlega, það er nú bara þannig þó ótrúlegt sé að fleyri eru tilbùnir að grýta en hjálpa. Ég óska engum að lenda í þessu en er nú orðin meðvituð um hvað misnotkun í nafni trúar er Svakalega algeng. Ég mun ekki tjá mig meyra um þetta hér.
fyrir 20 klst. síðan í gegnum Facebook fyrir farsíma · 1 manneskja
Kona (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 14:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.