17.11.2010 | 21:53
Rauðskinnar meðal bleikskinna og öfugt
Það er ekki fyrr búið að kveða niður með DNA rannsóknum, getgátur Vilhjálms Stefánssonar um að hinir bláeygu og ljóshærðu Kopar-frumbyggjarnir við Krýningar-flóa í Norður Kanada gætu verið blandaðir norrænum mönnum, en að sannað þykir að þessu er öfugt farið. Nú segja vísindamenn okkur að skrælingjar þ.e. frumbyggjar norður Ameríku hafi sest að á Íslandi í kring um árið 1000 og eignast hér börn og buru.
Hvernig það bar til nákvæmlega veit enginn, en Þegar að íslenskir menn gáfust upp á að nema land í L'Anse aux Meadows á Nýfundnalandi fyrr 2000 árum og snéru til baka, er ekki ólíklegt að einn eða tveir frumbyggjar hafi slegist með í för. E.t.v. voru þeir í föruneyti Guðríðar Þorbjarnardóttur, konu Þorfinns Karlefnis , móður Snorra Þorfinnssonar, sem fyrstur vestrænna manna var borinn í N-Ameríku svo vitað sé.
Í Eiríks sögu rauða segir svo:
"Þá er þeir silgdu af Vínlandi, tóku þeir suðræn veðr ok hittu þá Markland ok fundu þar Skrælinga fimm, ok var einn skeggjaðr, konur váru tvær ok börn tvau. Tóku þeir Karlsefni sveinana, en hinir kómust undan, ok sukku þeir Skrælingar í jörð niðr. Sveina þessa tvá höfðu þeir með sér. Þeir kenndu þeim mál, ok váru skírðir. Þeir nefndu móður sína Vethildi ok föður Óvægi. Þeir sögðu, at konungar stjórnuðu Skrælingum, ok hét annarr þeira Avaldamon, en annarr Avaldidida. Þeir kváðu þar engin hús. Lágu menn þar í hellum eða holum. Þeir sögðu þar liggja land öðrum megin gagnvart sínu landi, er þeir menn byggðu, er váru í hvítum klæðum ok báru stangir fyrir sér, ok váru festar við flíkr ok æpðu hátt, ok ætla menn, at þat hafi verit Hvítramannaland eða Írland it mikla."
Í Landnámu er einnig sagt frá ferðum Ara Marssonar til Hvítramannalands sem einnig er nefnd Mikla Írland. Það liggur í sex daga siglingu vestur af Írlandi nálægt Vínlandi hinu góða. Ari dvaldist þar meðal fólks sem bjó meðal frumbyggjanna, kannaðist við hann og tók vel á móti honum.
Frumbyggjar Nýfundnalands, þeir er norrænu landnemarnir gáfust upp fyrir á endanum, kölluð sjálfa sig Lnu. Þeir eru í dag þekktir sem Míkmaq þjóðin (Micmac) en nafnið kemur af kveðju á tungu þeirra (níkmaq) og þýðir "ættingi minn".
Míkmaq indíánar léku m.a knattleik sem meðal þeirra gekk undir nafninu "leikur skaparans" (baaga'adowe) og var í raun trúarathöfn. Leikurinn var mjög vinsæll og upp úr 1200 e.k. var hann orðin mjög úbreiddur meðal margra frumbyggjaþjóða í norðurhluta álfunnar.
Franskur Jesúítaprestur á ferð um Nýja England, á nokkra Mikmaq Indjána leika þennan leik árið 1637 og kallaði hann La crosse (le jeu de la crosse sem merkir á Frönsku engja-knattleikur).
Talið er að nútíma ísknattleikur (Hockey) hafi þróast út frá þessum knattleik sem leikinn var meðal Mikmaq frumbyggja Nýfundnalands og Nova Scotia.
Vinsælastur leikja meðal víkinga var ísknattleikur. Hann mun eiga rætur sínar að rekja til hins forna írska knattleiks Hurling. Það sem er merkilegt við þessa leiki sem stundaðir voru samtímis beggja megin Atlantsála fyrir 1000 árum síðan, er að leikreglur þeirra eru afar svipaðar. Þær eru það líkar að margir efast um að ekki sé sögulegt samband á milli þeirra.
Norski sagnfræðingurinn Ebbe Hertzberg setti fram tilgátu um þetta fyrir margt löngu í grein sinni "Nordboernes Gamle Boldspil". Ebbe heldur því fram að reglur knattleiksins sem norrænir menn léku og leiksins sem Míkmaq indíánar léku og þróaðist í að verða nútíma ísknattleikur (hockey) , séu of líkar til að hafa orðið til og þróast í sitt hvoru lagi. Þessi tengsl milli knattleikjanna bendir til að mun meir samskipti hafi verið milli norrænna manna og frumbyggja N-Ameríku löngu áður en aðrir Evrópubúar komust þangað, að undanskildum Írum.
Kannski var það kaldhæðni örlaganna að þegar fyrst var keppt ísknattleik á ólympíuleikum var það áhugamannalið frá Manitopa, Fálkarnir, eingöngu skipað vestur-Íslendingum, sem vann gullið fyrir Kanada
Goðsagnir frumbyggja N-Ameríku segja margar frá verum sem auðveldlega er hægt að heimfæra upp á norræna menn.
Hinn kunni mannfræðingur Dr. Franz Boas sem rannsakaði m.a. þjóðhætti frumbyggja á Baffin eyju í lok 19 aldar, segir frá hinum bláeygu, hávöxnu og sterklegu Tornitum. Þeir iðkuðu grjótkast sem íþrótt, byggðu sér steinkofa "sem enn má sjá".
Meðal Mikmaq þjóðarinnar lifir goðsögnin um risann Glooscap, sem kom upp úr hafinu og kenndi þeim að veiða fisk og smíða báta. Hann byggði sér að lokum "stóra eyju úr við" og hvarf á henni yfir sjóndeildarhringinn.
Eiga rætur að rekja til indíána | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 21:59 | Facebook
Athugasemdir
Við erum Ameríkanar í grunninn. Svipuð Celto-Germano, með smá Indjána ívafi, blanda og gamaldags alvöru Ameríkana, í þá tíð er Ameríka var í alvöru land frelsisins og verið var að byggja þar upp alvöru hluti, fyrir daga hnignunarinnar, sem munu taka enda þegar Frelsið rís á ný! Við eigum ekki heima í Evrópubandalaginu, og erum ekkert skyld fólkinu þar lengur miðað við Vestrið, hvorki andlega né líkamlega. Við erum of frelsiselskandi og fluttum hingað til að stofna samfélag meira í átt að lýðræði, og vera laus við bögg frá meginlandinu. Við getum stofnað okkar eigin bandalög með líkt þenkjandi fólki...
FRELSIÐ LIFI! (IP-tala skráð) 18.11.2010 kl. 04:15
Já, við erum meira að segja flest fædd í Ameríku, og því rangt að tala um að Ameríkubúar hafi flutt til Evrópu ef þeir skruppu bara til Reykjavíkur.
Copy/Paste fyrir sönnunargagn!
http://images.search.yahoo.com/images/view?back=http%3A%2F%2Fimages.search.yahoo.com%2Fsearch%2Fimages%3Fp%3D%25C3%25ADsland%2Bflekaskil%26ei%3Dutf-8%26y%3DSearch%26fr%3Dyfp-t-892&w=522&h=347&imgurl=www.fva.is%2F~finnbogi%2Fnat113%2Fglosur%2Fflekaskil.gif&rurl=http%3A%2F%2Fwww.fva.is%2F~finnbogi%2Fnat113%2Fglosur%2Fkafli8.html&size=54KB&name=í+gegn+um+Ísland...&p=ísland+flekaskil&oid=cd103077d8f05e158071d74e7e87fc5d&fr2=&spell_query=island+flekaskil&no=3&tt=10&sigr=11lcmptj2&sigi=11gejv73q&sigb=133hnoqmb&.crumb=A5gN7FMaidH
Frelsisstyttan (IP-tala skráð) 18.11.2010 kl. 04:21
Í minni ætt eru þó nokkuð margir með svona "asísk" augu, en þó er ekki vitað um að ættin eigi útlendskan forfaðir, kannski er einhver frakki aftur í tímann, en allavegna enginn asíubúi!
Það kannast flestir við Björk Guðmundsdóttur, augun hennar eru ekki sérlega evrópsk. Hún er í þessari ætt sem ég er að tala um. Kannski er eitthvað Indíána blóð hér á bakvið langt aftur í tímann?
Siggi (IP-tala skráð) 18.11.2010 kl. 11:07
http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/1117521/
Gleymið ekki Sömunum, áður en menn velta augum Bjarkar Guðmundsdóttir fyrir sér með Indíánum.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 18.11.2010 kl. 12:14
Skemmtilegur fróðleikur.
Finnist arða af "native indian" DNA í löndum mínum hér í Kanada, eru þeir umsvifalaust undanþegnir alls kyns sköttum, óski þeir þess.
Maður ætti kannski að láta DNA greina sig með tilliti til þessara fregna.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 18.11.2010 kl. 18:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.