Nýaldar-flakkarar

Nýaldarflakkarar

Ég held uppteknum hætti við að fjalla um flökkufólk á Bretlandi. Þriðji pistillinn fjallar um svokallaða Nýaldar-flakkara. (New Age Travellers) 

Nýaldar-flakkarar eru hópar fólks sem oft eru kenndir við nýöld og hippa-lífstíl en hafa að auki tekið upp flökkulíf. Þá er helst a finna á vegum Bretlands þar sem þeir ferðast frá einni útihátíð til annarrar og mynda þannig með sér all-sérstætt samfélag. Talið er að þeir telji allt að 30.000.

Nýaldar-flakkarar ferðast um á sendiferðabílum, vörubílum, breyttum langferðabílum, hjólhýsum og jafn vel langbátum sem sigla upp og niður skurðina og díkin sem skera England þvers og kruss. Á áningastöðum setja þeir upp tjaldbúðir af ýmsum toga og herma þá gjarnan eftir tjöldum hirðingja beggja megin Atlantshafsins.

glastonbury-2004-travellers-lFyrstu hópar þessa tegundar farandfólks urðu til upp úr 1970 þegar fjöldi tónlistar-úthátíða á Bretlandi var sem mestur.

Einkum drógust þeir að "frjálsu útihátíðunum" (þær voru kallaðar frjálsar af því þær voru ólöglegar) eins og Windsor free hátíðinni , fyrstu Glastonbury hátíðunum og Stonehenge free hátíðunum. Í dag tilheyra margir þeirra  þriðju og fjórðu kynslóð flakkara.

Á níunda áratugnum fóru Nýaldar-flakkararnir um í löngum bílalestum. Breskum yfirvöldum og að er virðist, fjölmiðlum, var og er mjög í nöp við þetta nýtísku förufólk. Umfjöllun um þá í fjölmiðlum er yfirleitt afar neikvæð og stjórnvöld gera sitt ýtrasta til að leggja stein í götu þeirra.

Til dæmis var reynt að koma í veg fyrir að þeir reisti búðir við Stonehenge árið 1985 og enduðu þau afskipti með átökum í svo hinni frægu  Baunaengis-orrustu, (Battle of the Beanfield) þar sem mestu fjöldahandtökur í enskri sögu áttu sér stað.

Núaldarflakkarar við StonehengeÁrið eftir (1986) reyndi lögreglan að stöðva "friðarlest" Nýaldar-flakkara sem var á leið til Stonehenge til að halda upp á sumarsólstöður. (21. júní)

Þau átök urðu til þess að hundruð Nýaldar-flakkara ílengdist í grennd við Stonehenge og Wiltiskíri á England.

Nýaldar-flakkarar hafa orð á sér fyrir að setja gjarnan upp ólöglegar búðir, hvar sem þeir sjá færi á. Einnig að þeir flytji sig ört um set og eigi þar af leiðandi oft erfitt með að mennta börn sín, gæta hreinlætis og bjarga sér með nauðþurftir án þess að betla fyrir þeim eða taka þær ófrjálsri hendi.

Nýaldar flakkararFlest bæjarfélög á Bretlandi neita að veita þeim almenna þjónustu og gera sitt besta til að losna við þá sem fyrst út fyrir bæjarmörkin. Vímuefnaneysla er mjög algeng meðal þeirra og "frjálsar ástir" megin einkenni lífshátta þeirra.

Það er viðtekin skoðun að Nýaldar-flakkarar séu utangarðsfólk og hreppsómagar.

Margir þeirra stunda samt vinnu tímabundið við tilfallandi störf á búgörðum og við byggingarvinnu, í verksmiðjum og á veitingastöðum. Aðrir stunda flóamarkaði eða afla sér fjár með tónlistarflutningi á götum úti. Þeir eru þekktir fyrir að aðstoða hvern annan eftir getu, hirða um börn hvers annars og deila því sem einn aflar, með öllum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Skemmtileg frásögn

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 19.10.2010 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband