Af uppruna Roma fólksins

Roma fólkÍ öllum Evrópulöndum nema e.t.v. á Íslandi, má finna farandfólk af ýmsu tagi. Fjölmennasti og langþekktasti hópurinn er án efa Roma fólkið sem jafnan gengur undir ýmsum nöfnum í  mismunandi þjóðlöndum. Á Íslandi er það jafnan nefnt Sígaunar. 

Algengasta samheitið yfir Roma fólkið er "Gyptar" (Gypsy) sem er dregið af landinu sem lengi vel var talið vera upprunaleg heimkynni þessa fólks, Egyptalandi. Seinni tíma mannfræðirannsóknir, orðsifjafræði og litningarannsóknir, hafa hins vegar leitt í ljós að Roma fólkið á ættir sínar að rekja til  Indlands.

Víða á Indlandi en einkum í Rajastan í Punjap héraði, er enn að finna hópa fólks sem tilheyrir þjóðflokki sem nefndist Domba. Nafnið kemur úr sanskrít og þýðir trumba eða tromma.

Domba Fólk á IndlandiDomba fólkið er flökkufólk sem tilheyrir stétt hinna "ósnertanlegu". Meðal þess hefur þróast mikil sagnahefð , rík hefð fyrir tónlistarflutningi, dansi, spádómaspuna og óvenjulegu dýrahaldi.  

Í helgiritum hindúa og búddista eru orðin doma og/eða domba, notuð yfir fólk sem eru þrælar eða aðskilið að einhverju leiti frá samfélagi manna. Sem stétt hina "óhreinu" eða "ósnertanlegu" gengur Doma fólkið einnig undir nafninu "Chandala".

Líklegt  þykir að Róma fólkið eigi ættir sínar og uppruna að rekja til Domba fólksins. Nafnið Roma er komið af orðinu Domba og mörg önnur orð í romönsku, tungumáli Roma fólksins, eru greinilega komin úr domba-mállýskunni.

Í frægu persnesku  hetjukvæði eftir skáldið Firdawsi, segir m.a. frá því hvernig persneska konunginum Shah Bahram V. (einnig nefndur Bahramgur) var árið 420 e.k. færðir að gjöf 12.000 tónlistamenn og skemmtikraftar af Domba kynþættinum, að launum fyrir að hafa hjálpað indverska kónginum Shankal af Kanauj  í stríði hans við Kínverja.

Fólk þetta settist til að byrja með að í Persíu en dreifði sér síðan til allflestra landa Mið-austurlanda.  Eitt sinn var því haldið fram að Roma fólkið í Evrópu, væri komið af þessum listamönnum. Svo mun þó ekki vera. Orðsifjafræðin gefur til kynna að forfeður nútíma Roma fólks hafi ekki yfirgefið Indland fyrr en um og eftir árið 1000 e.k.

Dom börn frá ÍsraelÞað er samt athyglisvert að í dag má finna afkomendur þessa listafólksfólks í Íran, Írak, Tyrklandi, Egyptalandi , Líbýu og Ísrael.  Það kallast Dom eða Domi og hefur enn atvinnu sem söng, dansi og frásögnum og stundar að auki flökkulíf, líkt og forfeður þeirra á Indlandi fyrir 1500 árum.

Romanskan er mikil heimild um langa leið Roma fólksins frá Indlandi til Evrópu. Í því má finna fjölda tökuorða frá hverju því landi sem það hafði viðdvöl í. Þess vegna má segja með nokkurri vissu að leiðir þess fyrir rétt þúsund árum, hafi legið um Afganistan, Persíu (Írak og Íran), Tyrkland, Grikkland og Armeníu.

Líklegasta ástæðan fyrir því að fólk þetta yfirgaf Indland er að það hafi hrakist undan landvinningum Mahmuds af Ghazni sem á árunum 1001-1027 e.k. herjaði mjög á Punjab og Sindh héruðin þar sem Doma fólkið var fjölmennt.

Þá segir sagan að Mahmud hafi í þessum herferðum hertekið mikinn fjölda listamanna og fjölleikafólks og flutt það til borga sinna í Afganistan og Persíu. Enn í dag kennir ein af a.m.k. 60 þekktum ættum Roma fólks í Evrópu sig við héraðið Khurasan í Persíu.

Roma í TyrkalndiViðdvöl Roma fólksins í Austrómverska-ríkinu, Tyrklandi og Grikklandi, áður en það hélt inn í mið- Evrópu mun hafa varað í 2-300 ár. Við komuna þangað var það fljótlega kennt við óhreina trúvillinga, svo kallaða Atsingani eða Athiganoi,  sem eitt sinn voru til í Phrygíu. E.t.v. vill var einfaldlega um að ræða þýðingu á orðinu "Chandala". Af Atsingani er heitið latneska Cigani dregið, á þýsku Zigeuner og á íslensku Sígaunar.

Roma fólki er af þessum sökum skiljanlega ekki vel við að láta kalla sig Sígauna. Það vill kalla sig Roma, Gypta eða Sinti. (merkir maður og kemur úr mállýsku frá Sind sem nú er hérað í Pakistan þar sem Roma fólkið hafi aðsetur um langt skeið á leið sinni til Evrópu)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; fornvinur góður !

Það er; sem ég hefi áður sagt - og fyrri, vizkubrunnur þinn, hér á vefnum er okkur, sem við skaðræðis öfl stjórnmálanna etjum, hér heima fyrir, þarfur og góður áningarstaður, jafnan. þegar kröftum þurfum að safna, fyrir næstu sennu.

Með beztu kveðjum; sem æfinlegast /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 00:03

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Bestu þakkir fyrir fróðleikinn.

Ágúst H Bjarnason, 17.10.2010 kl. 11:09

3 Smámynd: Hörður Halldórsson

Hörður Halldórsson, 17.10.2010 kl. 11:56

4 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Alltaf jafn fræðandi og skemmtilegt að lesagreinarnar þínar.  Takk fyrir.

Mbkv, Björn bóndi   

 

Sigurbjörn Friðriksson, 17.10.2010 kl. 17:18

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég þakka ykkur drengjum kærlega innlitið og góðar undirtektir.

Svanur Gísli Þorkelsson, 17.10.2010 kl. 17:46

6 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Tek undir þetta. Takk fyrir fróðlegar og vel skrifaðar greinar. Við Íslendingar fengum nokkra sígauna hingað eitt sumarið fyrir 2 eða 3 árum. Man meira segja eftir þeim hér fyrir utan búð í Árbænum. En yfirvöld kunnu ekki að meta þessa gesti og sendu þá heim hið snarasta. Líklega hafa þau litið svo á að börn að selja tombóludót hefðu einkarétt á svona götuviðskiptum.

Þorsteinn Sverrisson, 17.10.2010 kl. 21:42

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Þorsteinn.

Viðbrögð stjórnavalda koma svo sem ekki á óvart og eru mjög í samræmi við afstöðu flestra Evrópuþjóða gagnvart Roma fólkinu. Slík viðbrögð hafa kallað á ákveðna lífsskoðun meðal þess sem felst í að engum sé að treysta sem ekki tilheyra þeirra eigin fólki.

Það hefur í för með sér að Roma fólkið sér ekkert athugavert við að villa á sér heimildir, segja ósatt og virða ekki eignaréttinn á sama hátt og tíðkast meðal flestra Evrópubúa.- hins vegar hafa þeir meðal sjálfra sín mjög ströng siðferðisleg gildi sem þeir fylgja til hins ýtrasta.-

Fáir eða engir minnihlutahópar hafa verið ofsóttir á sama hátt og Roma fólkið. Fáir vita að í 400 ár var Roma fólkið í ánauð í mörgum löndum austur Evrópu. Í sumum löndum var leyfilegt að hneppa Roma fólkið í þrældóm, allt fram á seinni hluta 19. aldar. -

Svanur Gísli Þorkelsson, 17.10.2010 kl. 22:57

8 identicon

Þegar við sviksemi, lygar og þjófnað bætist svæsið sifjaspell fyrir nú utan það að leggja lítið til samfélagsins en njóta einungnis þjónustunnar, er svo sem ekki að undra þótt yfirvöld víðast hvar reyni að forðast slíka viðbót. Í öllum þjóðfélögum er hver og einn þessara ljóða í mannlegu fari skilgreindur sem glæpur,og barist gegn honum með ærnum tilkostnaði. Fari þeir hinsvegar allir saman í þeim sem hyggjast gera sig heimakomna er andstaðan yfirvalda og heimamanna skiljanleg.

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 09:16

9 identicon

Ætlaði að bæta aftanvið þökkum fyrir allan fróðleikinn en láðist það víst.

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband