Hvers eiga Vestmanneyingar að gjalda?

Það er mikið glapræði af stjórnvöldum að leggja til einhvers konar skerðingu á heilbrigðisþjónustu við Vestamanneyinga. Eyjamenn leggja meira til þjóðarbúsins enn nokkuð annað samfélag miðað við höfðatölu og eiga það síst skilið, ef litið er algjörlega efnahagslegum augu á málið, að verða fyrir niðurskurðasaxi stjórnavalda. Þar að auki eiga þeir fárra kosta völ, ef fer sem horfir. Þeim eru settir ofurkostir sem hafa í för með sér mikinn kostnað sem t.d. Reykjavíkingar mundu aldrei þurfa að sætta sig við.

Vestmannaeyjar hafa, þrátt fyrir mikla sjálfstæðislund, þurft að þola afleiðingar misgáfulegra ákvarðanna stjórnvalda í gegnum tíðina. Eins og Elliði Vignisson Bæjarstjóri kom inn á í ræðu sinni við þessi mótmæli, hafa Eyjamenn auk þess þurf að glíma við margt mótlætið af völdum  náttúruaflanna í sinni hráustu mynd. Og það hafa þeir gert betur en flestir aðrir jarðarbúar, Íslendingum og íslensku þjóðarbúi til mikils ávinnings. En nú eru það klárlega mannanna verk sem ógna afkomu þeirra, frekar en nokkuð annað.

Engin getur sakað Eyjamenn um bruðl eða að hafa tekið þátt í þeim sýndarveruleika sem kom þjóðinni allri á vonarvöl. Sumir kunna að líta til Landeyjarhafnar og segja að þar hafi Eyjamenn farið offörum. Staðreyndin er sú að á meðan margir Eyjamenn þráðu betri samgöngur, vöruðu þeir jafnframt við þessum framkvæmdum í Landeyjunum. Þeir þekkja hegðun náattúröflin betur enn nokkur aðrir í sínu nágrenni, og jafnvel þótt allir hafi vonað að allt gengi vel, voru margir með varann á sér gagnvart þessari hugmynd.


mbl.is Á annað þúsund mótmæla í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

eyjamenn hafa gott útsýni

Óskar Þorkelsson, 8.10.2010 kl. 20:57

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Alls staðar er sami söngurinn. Ekki skera niður hér og ekki hér.Og heilbrigðiskerfið er frekast af öllum.

Sigurður Þór Guðjónsson, 9.10.2010 kl. 00:19

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Finnst þér að það eigi að setja allar byggðir landsins undir sama hatt hvað niðurskurð varðar Sigurður?

Óskar, til allra átta

Svanur Gísli Þorkelsson, 9.10.2010 kl. 00:27

4 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Svanur, Vestmannaeyingar hafa alltaf þurft að berjast hatramlega fyrir sínu, þrátt fyrir að hafa alla tíð lagt stórann hlut í þjóðarbúið. Þetta hefur ekkert breyst. Það er nauðsynlegt fyrir landsbyggðina að eiga sterka málsvara og baráttumenn á þingi og utan þess.   

Ég er innilega sammála þér að Það er mikið glapræði af stjórnvöldum að leggja til ómælda skerðingu á heilbrigðisþjónustu við Vestamanneyinga og reyndar annara sveitarfélaga úti á landi. Það hlítur að vera meira vit í að spara á öðrum sviðum eins og t.d. hljómlistarhúsið Harpa, þar sem hundruð miljóna er dælt í það hús sem kostar svo miljarða að reka.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 9.10.2010 kl. 12:03

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

afskriftinar einar hjá kvótakónginum úr eyjum hefðu nægt til að reka þetta sjúkraskýli í áratugi......... líta sér nær eyjamenn

Óskar Þorkelsson, 9.10.2010 kl. 12:49

6 identicon

Afskriftir af kvótalánum hver voru v. kaupa á kvóta sem einhver á undan fékk gefins og fór með aurinn á mölina kannski?

Með sinni framleiðslu gætu Eyjamenn rekið sitt eigið fríríki og haft það nokk gott. Reyndar landsbyggðin í heild sinni, - er ekki best að girða bara höfuðborgartotuna af með tollahliði v. litlu kaffistofuna, og svo eiga menn sín viðskipti eins og þeir vilja. Stendur ekki hvort eð er til að vera með hlið og vegtolla til að mega rússa um dásemdina, þannig að það væri alveg eins hægt að hafa það upp á heiði...

Reykjavík getur þá haft sína spítala og hinir hina, og skipst á sjúklingum. Svo og á nemendum í skólum. Framleiðsla landsins er þá reyndar óþjál í skiptum þar sem hún á sér helst stað þar sem helst má ekki lengur einu sinni þjónusta konur í barnsnauð eða taka úr hálskirtla....en er engu að síður vel til þess burðug.

tja....

Jón Logi (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 12:28

7 identicon

Það þarf að benda þessum Óskari á að eyjamenn hafa ekkert með afskriftir Magnúsar kristins að gera, fólk sem mun deyja útaf lokun skurðstofunnar hefur ekkert með afskriftir magnúsar að gera alveg eins og aðrir á landinu, það verða þessi hörmungarstjórnvöld og bankarnir að svara fyrir um, mjög heimskuleg að smyrja þessu saman eins og þetta sé val.

Gummi (IP-tala skráð) 15.10.2010 kl. 08:06

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

takk fyrir að benda mér á þetta gummi.. þá kannski hættir söngurinn um að spillingin komi að "sunnan" ;) Þessi maggi er þjóðhetja í eyjum, borgaði milljónir árlega í einkaflugeldasýningar um áramótin sem björgunarsveitin í eyjum stóð að fyrir borgun... þar sem Maggi er eyjamaður í gegn er hans spilling og svikamylla ein og sér næg til þess að setja eyjamenn á toppinn af fjármálaspillingu landsins..

eða má ekki ræða höfðatölu núna ? ég hef heyrt oft og mörgum sinnum að eyjamenn skili mestu til þjóðarbússins.. sem ég veit að er kjaftæði, en get bætt við.. eykjamenn eru einnig duglegastir að fá eitthvað út úr þjóðarbúinu miðað við höfðatölu..

Óskar Þorkelsson, 15.10.2010 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband