Almenningur hefur tekið við hlutverki stjórnarandstöðunnar

Þórs Saari bar af öllum þeim tóku til máls á Alþingi í kvöld. Ræða Baldvins Jónssonar var líka ágæt. Hann benti á það sem er skelfilegast við aðstæðurnar, að engir betri kostir eru raunverulega í stöðunni eins og komið er,  þar sem tækifærinu til að koma á persónukjöri hefur verið fyrirgert. Þjóðarstjórn virðist nú eini raunhæfi kosturinn. 

Þór var hvassari. Hann virtist vera sá eini sem endurómaði að einhverju leiti kröfur þeirra þúsunda sem börðu ílátin fyrir utan þinghúsið. Þór talaði tæpitungulaust og skammaði alla þingmenn jafnt. Þeir áttu það skilið.

Ótrúlegur uppgjafatónn var í stjórnarliðum enda gera þeir grein fyrir að þeim hefur mistekist ætlunarverk sitt. Gömul meðul duga ekki. Bæði Sjálfstæðisfólkið og Framsóknarmenn virtust ekki vita í hvern fótinn átti að standa. Þeir reyndu að gagnrýna enn vissu að um leið voru þeir að gagnrýna sjálfa sig og engar nýungar höfðu þeir með í farteskinu.

Fólk gerir sér í auknum mæli grein fyrir því að efnahagsbati og réttlæti i þjóðfélaginu veltur á að gamla flokkspólitíska hugafarinu sé mokað út.

Krafan um Þjóðstjórn verður sjálfsagt ofaná eins og komið er. Þessi stjórn er í andarslitrunum. Almenningur hefur tekið að sér hlutverk stjórnarandstöðunnar og mun eflaust halda því áfram þar til viðunandi lýðræðisumbætur verða að veruleika.

 


mbl.is „Stúta réttaríkinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Snilldarræða hjá þór; Hinir voru bara að bulla sama gamla bullið, eins og rispuð plata.

DoctorE (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 22:41

2 identicon

Hjartanlega sammála. Hreyfingarfólkið bar af. Þó mér hugnist frekar Utanþingsstjórn. Einfaldlega til að fá frekar fagfólk inn sem hefur ekkert með 4flokka samspillinguna að gera.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 23:08

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sammála DrE.

Utanþingsstjórn væri best, en það er hægara sagt en gert að koma henni á, Arnór.

Einmitt Haraldur. Skrifaði sjálfur eitthvað í svipaða veru á sama tíma. Sjá hér.  Athugasemdirnar við þann pistill eru sumar skrambi góðar og athyglisverðar í ljósi þess sem síðan hefur gerst.

Svanur Gísli Þorkelsson, 5.10.2010 kl. 00:26

5 identicon

Það allra allra allra allra allra mikilvægasta á íslandi í dag og fyrir framtíð barna okkar er að 4flokkar verði hreinlega BANNAÐIR.
Þessir flokkar hafa verið plága á íslandi svo lengi sem menn muna, sumir þessara flokka hafa reyndar skipt um nafn, en sama spillingin, sama van hæfið, sömu ættartengslin eru grasserandi.
Þetta er krabbamein á ísland, krabbamein verður að taka að fullu eða það mun vaxa aftur.

Niður með 4flokka, það er hin eina sanna krafa

DoctorE (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 07:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband