12.9.2010 | 20:52
Kynþáttafordómar enn og aftur.
Kynþáttafordómar? Nei, ekki hér á landi. Allavega ekki neitt til að hafa áhyggjur af. Ofbeldi vegna kynþáttafordóma? Því síður.
Einhverjir geta verið dálítið gamaldags í hugsun, en engum mundi detta í hug að flæma fólk í burtu af landinu.
En einmitt það gerðist hér og ekki í fyrsta sinn. Samt er fólk í afneitun á að slíkt eigi sér stað á litla friðsæla Íslandi.
Kynþáttafordómar eru útbreiddir meðal Íslendinga en þeir fara leynt. Þeir sem verða fyrir þeim eiga erfitt með að tjá sig um þá og þeir sem eru haldnir þeim, neita að horfast í augu við það. Það er einmitt eðli kynþáttfordóma. Fólk veit ekki einu sinni að það er haldið þeim.
Feðgar flýðu land vegna hótana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Mannréttindi | Aukaflokkar: Bloggar, Löggæsla, Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Check this out
Efni
Tenglar
Gott að vita
- Origins Of Conflict In The Middle East: Afar góð grein um atriði sögunnar sem sjaldan er fjallað um
- HÆTTULEGAR HUGMYNDIR
- Knattleikur, helg Íþrótt? Frábær síða um uppruna "Knattsleiks eða Íshokkí"
- Rökvillur og samræðubrellur Greinargóð lýsing á helstu rökvillum og samræðubrellum
- Stjórnarskrá Íslands Stjórnarskrá
- Af hverju hata þeir okkur? Jihad í nútímasögu íslam og Mið-Austurlanda Magnús Þorkell Bernharðsson
- Fasistar og hálfvitar
ELDRI FÆRSLUR
- Ef til er Guð, hver skapaði þá Guð?
- Kom Kristur árið 1844?
- Email að handan
- Stighækkandi opinberun, tengslin milli manna og Guðs samkvæmt Bahai kenningum
- Matthías Jochumsson og hinn persneski Messías
- Gyðinglegur uppruni landvætta og skjaldarmerkis Íslendinga
- Orð sem vert er að kunna skil á
- Guð er Allah - Allah is God - God est Theos - Hvaða tungumál talar þú?
- Tahirih
- Kahlil Gibran og Bahai trúin
- http://
Myndbönd
Bloggvinir
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Dagný
- Sigrún Jónsdóttir
- Anna Einarsdóttir
- Anna Gísladóttir
- Arnar Pálsson
- Arinbjörn Kúld
- Ketill Sigurjónsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Egill Bjarnason
- Baldur Kristjánsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Anna
- Gunnhildur Sigurjónsdóttir
- Guðmundur Ásgeirsson
- BookIceland
- brahim
- Charles Robert Onken
- Hannes
- Tryggvi Hjaltason
- Anna S. Árnadóttir
- Hrannar Baldursson
- Dúa
- Drífa Kristjánsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Viðar Eggertsson
- Einar G. Harðarson
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Árni Karl Ellertsson
- Púkinn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brattur
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Guðmundur Pálsson
- Graceperla
- Grétar Mar Jónsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðjón Ó.
- Guðmundur Júlíusson
- Gulli litli
- Gylfi Guðmundsson
- Halla Rut
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Rafn Ingvason
- Þorkell Sigurjónsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Sigga Hjólína
- Bókaútgáfan Hólar
- Hólmdís Hjartardóttir
- Höskuldur Búi Jónsson
- Hrafn Andrés Harðarson
- Óskar Steinn Gestsson
- Hugrún Jónsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Svava frá Strandbergi
- Kári Gautason
- Jón Baldur Lorange
- Já Ísland
- Jakob S Jónsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann G. Frímann
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jonni
- Jón
- Bergur Thorberg
- Kalikles
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Hjalti Tómasson
- kiza
- Sólveig Klara Káradóttir
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafnhildur Þórarinsdóttir
- Kristberg Snjólfsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristinn Theódórsson
- Heimir Eyvindarson
- OM
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- SeeingRed
- Lýður Pálsson
- Lýður Árnason
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Marinó G. Njálsson
- Marinó Már Marinósson
- Magnús Bergsson
- Mofi
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Nexa
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Aðalsteinn Baldursson
- Jón Svavarsson
- Páll Vilhjálmsson
- Sandra María Sigurðardóttir
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Heimir Tómasson
- Róbert Tómasson
- Sæmundur Bjarnason
- Fullt nafn
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sammý
- Sigurður Fannar Guðmundsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigþrúður Pálsdóttir
- Sigurveig Eysteins
- Sigurður Jónsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Auðun Gíslason
- Óskar Þorkelsson
- Helga skjol
- Gunnar Skúli Ármannsson
- hilmar jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Þorsteinn Briem
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Grétar Eiríksson
- Sigurður Árnason
- Svala Jónsdóttir
- Svartagall
- Óskar Helgi Helgason
- TARA
- Þarfagreinir
- Þór Saari
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þórdís Bachmann
- Þór Ludwig Stiefel TORA
- Sigurður Rósant
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Andrea
- Villi Asgeirsson
- Vilhjálmur Árnason
- Margrét Sigurðardóttir
- Zaraþústra
- Zedith
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Steinþór Ásgeirsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hehe þetta kennir þeim
Hitler (IP-tala skráð) 12.9.2010 kl. 22:53
Hvað kennir hverjum hvað? Miðað við heimskulega valið dulnefnið þitt, Hitler, myndi ég skjóta á að þú sért fáviti.
Jón Flón (IP-tala skráð) 13.9.2010 kl. 00:04
Kynþáttafordómar eru vissulega til hér á landi en ekki held ég að þeir séu mjög útbreiddir.
Ég gæti sagt margar sögur um afskipti vanstilltra feðra af vonbiðlum dætra þeirra sem feðrunum þótti þeim ekki samboðnir, þó þeir væru hreinir Íslenskir Aríar. Þar var jafnvel vopnum beitt.
En ef sömu feður hefðu viðhaft sömu aðgerðir gagnvart innflytjanda, hefði hátternið samstundis verið skrifað á kynþáttafordóma í stað einfaldrar heimsku og ráðríki.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.9.2010 kl. 00:07
Axel: Ertu að segja að í þessu tilfelli hafi faðirinn verið að sýna slík afskipti, þ.e. ekki var um kynþáttafordóma að ræða?
Svanur Gísli Þorkelsson, 13.9.2010 kl. 00:49
Nei, ég er ekki að segja það, hef engar forsendur til þess, enda þekki ég ekki til þessa tiltekna máls.
Ég er aðeins að segja að ruddar koma ætíð eins fram, hver sem á í hlut og ef sá sem fyrir verður er innfluttur eða litaður er hátternið umsvifalaust skrifað á kynþáttafordóma án þess að spáð sé meira í það hvað að baki liggur.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.9.2010 kl. 01:02
konan mín varð margoft fyrir barðinu á kynþáttafordómum á íslandi.. hrækt á hana í tvígang á 3 árum td.. ásamt mörgum öðrum smáatvikum í millitíðinni.. hún forðaðist það td að takastrætó á kvöldin vegna atvikasem áttu sér stað í strætó .
Hér í noregi verður hún ekki vör við slíka framkomu, enn sem komið er allavega.
Saga þessara feðga kemur ekki á óvart,
Óskar Þorkelsson, 13.9.2010 kl. 03:45
Sæll Óskar.
Fjölmargir Íslendingar sem eru af erlendu bergi brotnir hafa sömu sögu að segja. Ég er viss um að þetta er útbreitt vandmál sem við felum og förum með eins og Eva með skítugu börnin sín. - Á meðan að þjóðin er í afneitun, mun vandamálið halda áfram að vaxa.
Svanur Gísli Þorkelsson, 13.9.2010 kl. 08:18
Þetta virðist vera kynþáttahatur, ekki bara fordómar. Þeir sem hrækja á aðra í strætó hljóta síðan að hata sjálfa sig. Þeir íslendingar sem ég þekki eru ekki haldnir fordómum gegn fólki af öðrum uppruna, ég held að mikill meirihluti þjóðarinnar standi með feðgunum gegn þessum hrottum og sé bara mjög ánægður með það fólk sem hefur flutt hingað frá öðrum löndum, amk í mínum menningarkima (austurlandi)
Ég held að þeir sem verði fyrir kynþáttafordómum, eða jafnvel hatri, ættu alltaf að segja frá því og fá aðra í lið með sér til að þeir sem beita því fái að kynnast því viðhorfi sem meirihlutinn hefur til slíks aumingjaskapar!
halkatla, 13.9.2010 kl. 09:41
Kynþáttahatur er fullkomlega rangt. Ofbeldi vegna kynþáttar er fullkomlega hræðilegt eins og annað ofbeldi.
En...
Ofbeldi tíðkast hér á landi oft á dag alla daga ofbeldisins vegna. Börn eru svívirt, barin og hrækt á þau eiginlega "af því bara". Ofbeldismenn beita ofbeldi hvort sem fórnarlambið er svart eða hvítt.
marco (í táradalnum) (IP-tala skráð) 13.9.2010 kl. 10:01
Var nýafstaðinn harmleikur í Hafnarfirði þá dulbúnir kynþáttafordómar? Svo er að sjá að þar hafi hvítur maður vegið annan hvítan mann, eftir að hafa haft unnustu hans hjá sér næturlangt. Eru ekki málin stundum einfaldlega þannig vaxin að einstaklingur getur ekki sætt sig við að hans eigin ástir nái ekki fram að ganga svo sem hann vildi? Burtséð frá litarhætti eða öðru slíku. Erum við ekki dálítið fljót á okkur að tala um kynþáttafordóma meðan við vitum ekki enn hvað að baki liggur? Afbrýðisemi þarf ekki að fara eftir litarhætti.
Sigurður Hreiðar, 13.9.2010 kl. 10:50
Lögreglan fullyrðir að það hafi verið "framin skemmdarverk heima hjá þessum feðgum að því er virðist eingöngu til þess að vekja ótta hjá þeim,".
Svanur Gísli Þorkelsson, 13.9.2010 kl. 13:02
Það hefur líka komið fram að gerandinn er þekktur ofbeldismaður, handrukkari með meiru, og veit hvernig vekja á ótta.
Mér finnst vafasamt að stimpla íslensku þjóðina sem rasista út frá þessu eintaki. Er okkur ekki kennt að alhæfa aldrei, hvorki um þjóðir né kynþætti?
Kolbrún Hilmars, 13.9.2010 kl. 14:40
Auðvitað eru kynþáttafordómar frekar útbreiddir meðal íslendinga. Alveg rétt að segja bara eins og er. Á sér sýnar skýringar. Einangrun og fáfræði samt þjóernisupphafning í söguskýringum sem innprentaðar voru í í ísl. í heil öld og jafnvel enn.
Segir nú sýna sögu að þegar BNA herinn kom hérna um árið - þá var eitt atriði sem olli ísl. ráðamönnum miklu hugarangri. Það var að etv. kæmu blökkumenn. Ísl. fengu því framgengt að ekki yrðu sendir blökkumenn. Fólk erlendis á ekki orð þegar eg segi þeim þetta. Og því finnst líka skrítið sko að BNA hafi samþykkt þetta.
Svo segir fólk víða eitthvað á þá leið svona: Ja, eg er nú ekki með fordóma og þetta eru ekki fordómar - heldur svo áfram og stafestir þar að þeir eru með bullandi fordóma! Íslendingar sumir eru alveg spes.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.9.2010 kl. 15:24
ér finnst vafasamt að stimpla íslensku þjóðina sem rasista út frá þessu eintaki. Er okkur ekki kennt að alhæfa aldrei, hvorki um þjóðir né kynþætti?
Kolbrún var ég ekki að bæta við fleiri atvikum ?
Óskar Þorkelsson, 13.9.2010 kl. 15:41
Kolbrún. Það er rétt, alhæfingar eru hættulegar. Meining mín er að meðal þjóðarinnar eru kynþáttafordómar útbreiddir. - Svo útbreiddir að það er nauðsynlegt að taka á þeim málum, áður en við fáum á okkur þann stimpil að vera fordómafull þjóð. - Í landinu hefur þegar skapast ákveðin stéttaskipting sem er auðsæ og tengd uppruna fólks. Lítið sem ekkert er fjallað um þá stéttaskiptingu, enda málið afar viðkvæmt.
Svanur Gísli Þorkelsson, 13.9.2010 kl. 15:52
Ég geri mér grein fyrir því að það ER að skapast stéttaskipting í landinu (amk á höfuðborgarsvæðinu) en ekki sýnist mér hún neitt sérstaklega stafa af hörundslit. Innflytjendahópar berjast jafnvel innbyrðis. Líklega stafar stéttaskiptingin frekar af efnahagslegum ástæðum sem afleiðing af innflutningi láglaunahópa sem eiga undir högg að sækja í lífsbaráttunni og eiga ekki vísa sömu aðstoð hjá stórfjölskyldunni og innfæddir.
Við þekkjum öll vel menntaða "útlendinga" sem starfa við hlið okkar á vinnumarkaði og í skólakerfinu og flestir þeirra virðast sáttir.
Svo er hitt, þetta með dónaskap margra íslendinga! Sjálf hef ég margoft á langri ævi mætt dónaskap landa minna, en af skiljanlegum ástæðum ekki skrifað hann á rasisma :)
Kolbrún Hilmars, 13.9.2010 kl. 16:25
það sem ekki hefur komið fram í þessu leiðindamáli, er að kærustu þolandans var ýtt í skólanum, svo þolandinn mætti með vini og vopn og hafði í frammi hótanir og ofbeldi...þetta voru viðbrögð við því...spurningin er hvort viðbrögðin hefðu orðið önnur ef hann væri ekki kúbverji....
Haraldur Davíðsson, 13.9.2010 kl. 22:15
Íslendingar eru upp til hópa ótrúlega fordómafullir, en maðurinn sem var handtekin í dag, Jón Hilmar Magnússon kallaður Jón Stóri, og er sakaður um kynþáttafordóma er snarruglaður kókaínfíkill, sterahaus, handrukkari, fyrrverandi dópsali og innflytjandi. Það skilgreinir hans persónuleika frekar en að hann sé kynþáttahatari. Efast samt ekki um að hann hafi sagt eitthvað sem mætti kalla kynþáttahatur á sama tíma og réðst inn til þeirra eða þegar hann var með hótanir í garð feðganna.
Bjöggi (IP-tala skráð) 13.9.2010 kl. 22:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.