11.9.2010 | 00:42
Hvað er Glamúrpía?
Því meira sem ég hugsa um þessa frétt, því merkilegri finnst mér hún.
Hún gefur innsýn inn í heima sem greinilega eru vaðandi í fordómum, og þar er ég engin undantekning.
Hún vekur fólk til umhugsunar um samband föður og afkvæmis og nútíma hemilslíf.
Hún tekur til hluta sem ekki eru í umræðunni dagsdaglega en hafa verulegt fræðslugildi fyrir alla í nútíma fjölkynja samfélagi.
Samt er það eitt sem ég skil ekki. Hvers vegna er hún kölluð "glamúrpía"?
Pabbi Völu Grand í vandræðalegri uppákomu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Fjölmiðlar | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Mannréttindi, Vísindi og fræði | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Check this out
Efni
Tenglar
Gott að vita
- Origins Of Conflict In The Middle East: Afar góð grein um atriði sögunnar sem sjaldan er fjallað um
- HÆTTULEGAR HUGMYNDIR
- Knattleikur, helg Íþrótt? Frábær síða um uppruna "Knattsleiks eða Íshokkí"
- Rökvillur og samræðubrellur Greinargóð lýsing á helstu rökvillum og samræðubrellum
- Stjórnarskrá Íslands Stjórnarskrá
- Af hverju hata þeir okkur? Jihad í nútímasögu íslam og Mið-Austurlanda Magnús Þorkell Bernharðsson
- Fasistar og hálfvitar
ELDRI FÆRSLUR
- Ef til er Guð, hver skapaði þá Guð?
- Kom Kristur árið 1844?
- Email að handan
- Stighækkandi opinberun, tengslin milli manna og Guðs samkvæmt Bahai kenningum
- Matthías Jochumsson og hinn persneski Messías
- Gyðinglegur uppruni landvætta og skjaldarmerkis Íslendinga
- Orð sem vert er að kunna skil á
- Guð er Allah - Allah is God - God est Theos - Hvaða tungumál talar þú?
- Tahirih
- Kahlil Gibran og Bahai trúin
- http://
Myndbönd
Bloggvinir
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Dagný
- Sigrún Jónsdóttir
- Anna Einarsdóttir
- Anna Gísladóttir
- Arnar Pálsson
- Arinbjörn Kúld
- Ketill Sigurjónsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Egill Bjarnason
- Baldur Kristjánsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Anna
- Gunnhildur Sigurjónsdóttir
- Guðmundur Ásgeirsson
- BookIceland
- brahim
- Charles Robert Onken
- Hannes
- Tryggvi Hjaltason
- Anna S. Árnadóttir
- Hrannar Baldursson
- Dúa
- Drífa Kristjánsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Viðar Eggertsson
- Einar G. Harðarson
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Árni Karl Ellertsson
- Púkinn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brattur
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Guðmundur Pálsson
- Graceperla
- Grétar Mar Jónsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðjón Ó.
- Guðmundur Júlíusson
- Gulli litli
- Gylfi Guðmundsson
- Halla Rut
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Rafn Ingvason
- Þorkell Sigurjónsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Sigga Hjólína
- Bókaútgáfan Hólar
- Hólmdís Hjartardóttir
- Höskuldur Búi Jónsson
- Hrafn Andrés Harðarson
- Óskar Steinn Gestsson
- Hugrún Jónsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Svava frá Strandbergi
- Kári Gautason
- Jón Baldur Lorange
- Já Ísland
- Jakob S Jónsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann G. Frímann
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jonni
- Jón
- Bergur Thorberg
- Kalikles
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Hjalti Tómasson
- kiza
- Sólveig Klara Káradóttir
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafnhildur Þórarinsdóttir
- Kristberg Snjólfsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristinn Theódórsson
- Heimir Eyvindarson
- OM
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- SeeingRed
- Lýður Pálsson
- Lýður Árnason
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Marinó G. Njálsson
- Marinó Már Marinósson
- Magnús Bergsson
- Mofi
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Nexa
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Aðalsteinn Baldursson
- Jón Svavarsson
- Páll Vilhjálmsson
- Sandra María Sigurðardóttir
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Heimir Tómasson
- Róbert Tómasson
- Sæmundur Bjarnason
- Fullt nafn
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sammý
- Sigurður Fannar Guðmundsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigþrúður Pálsdóttir
- Sigurveig Eysteins
- Sigurður Jónsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Auðun Gíslason
- Óskar Þorkelsson
- Helga skjol
- Gunnar Skúli Ármannsson
- hilmar jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Þorsteinn Briem
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Grétar Eiríksson
- Sigurður Árnason
- Svala Jónsdóttir
- Svartagall
- Óskar Helgi Helgason
- TARA
- Þarfagreinir
- Þór Saari
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þórdís Bachmann
- Þór Ludwig Stiefel TORA
- Sigurður Rósant
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Andrea
- Villi Asgeirsson
- Vilhjálmur Árnason
- Margrét Sigurðardóttir
- Zaraþústra
- Zedith
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Steinþór Ásgeirsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 786941
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð spurning. Hef ekkert svar.
En kannski er það vegna þess að pía þessi leitar allra leiða til að komast í sviðsljósið...?
Myndi ekki vita það...
Og er bara alveg slétt sama!
Ybbar gogg (IP-tala skráð) 11.9.2010 kl. 00:53
glamúrpía þvær sér um píkuna með píkusjampói.. held ég
Óskar Þorkelsson, 11.9.2010 kl. 04:39
Glamúrpíur eru sætar, hafa mikinn áhuga á samneiti við karlmenn og sviðsljósinu og fjölmiðlar spá og spekúlera í ómerkilegum smáatriðum í einkalífi þeirra, topparnir í íslenskum glamúrpíum virðast vera Ásdís Rán, Vala og svo þessi Kristrún sem var með breskum fótboltamanni. Það er sorglegt að segja það en ég virðist vita alveg helling um þetta
halkatla, 11.9.2010 kl. 09:07
Ég skil glamúrpíu-orðið þannig að hún sé mikið fyrir sviðsljósið. En það þyrfti að benda henni á það að svona tala bara kallar á kalla-vinnustað. Eitthvað sem hún gæti þurft að íhuga.
Davíð Krisjtánsson (IP-tala skráð) 11.9.2010 kl. 09:38
Davíð; Ég held að þú hafir akkúrat hitt á það sem ég áttaði mig ekki á í tengslum við Völu og ruglaði mig í ríminu þegar talað var um hana eins og "glamúrpíu".
Hún talar eins og togarasjómaður. Úps, nú verða togarasjómenn fúlir.
Pirringur; Ertu nokkuð blaðamaður?
Ybbar gogg; Er þá Jóhanna Sig. "glamúrpía?"
Svanur Gísli Þorkelsson, 11.9.2010 kl. 11:09
Glamúrpía er fólk sem vill vera í sviðsljósinu. Þannig skil ég þetta orð. Þetta er ekkert nýtt á nálini með sjampó miskilning. Amma mín sagði mér frá því að afi minn tók eitt sinn brúsa með háreyðingar kremi og notaði sem sjampó.
skækill (IP-tala skráð) 11.9.2010 kl. 11:35
Já Svanur Gísli, ekki skortir þig áhugaverðu umhugsunarefnin. Glamúrpía, er það ekki stúlka sem er sveipuð einhvers konar töfra- og dýrðarljóma? Læknisfræðinni tókst t.d. að töfra fram píku á þennan stelpustrák, með allgóðum árangri eins og við höfum fengið að vita í fréttum árvökula fjölmiðla og ekki hefur Vala sjálf verið ólöt við að segja okkur í smáatriðum frá hinum nýju sköpum.
Ekki verður því andmælt að svona eintök sköpunarverksins gera það óneitanlega litskrúðugra en ella.
Gústaf Níelsson, 11.9.2010 kl. 14:17
Ágætt að Vala er ánægð með nýju pjulluna sína, hún er bara að sprella, eins og belja sem kemur úr fjósi að vori...
doctore (IP-tala skráð) 11.9.2010 kl. 14:51
Já, Gústaf, þetta er rétt hjá þér. Ég fann út að orðið "Glamour" var hér áður fyrr notað yfir ákveðna tegund töfra sem virkuðu þannig að sá varð fyrir galdrinum fannst einhver sem honum/ henni hafði áður fundist óaðlaðandi, varð aðlaðandi og ómótstæðileg/ur.
Seint á 19. öld var farið að nota hugtakið yfir fegrunar aðferðir sem ekki voru yfirnáttúrlegar en kappkostuðu að fegra á yfirborðslegan hátt.
Nú virðist fólk tengja þetta athyglissýki líka. Það eitt að hafa athyglissýki gerir þig ekki að glamúrpíu.
Kannski eiga þeir bara við í tilfelli Völu því hún er án efa í þörf fyrir mikla athygli og fær hana aðallega fyrir að tala tæpitungulaust um kynfærin á sér. - Það er lítill glamúr í því og enn minni í aðgerðinni sem hún gekkst undir sem var henni afar erfið.-
En í hverju er þá glamúr Völu fólginn? Sá spyr sem ekki veit.
Ef til vill varð þarna misritun og glamúr, átti að vera íslenka orðið glamur. Það væri með sönnu hægt að kalla Völu glamurpíu, vegna alls þess glamurs sem frá henni kemur og í kringum hana hefur skapast.
Svanur Gísli Þorkelsson, 11.9.2010 kl. 15:10
Já, Svanur Gísli. Hér kann að vera á ferðinni yfirfærsla merkingar á orði. Að orðið glamúrpía, sé nú notað um athyglissjúkar stúlkur. Kannski hefði orðið gála verið heppilegra í þessu samhengi, sem merkir ofsakát eða óstýrilát stúlka. Eða erum við farin að notað orðið gála um konur, sem draga menn á tálar?
Tungumálið er að sönnu blæbrigðaríkt og orðunum ekki alltaf ljáð sama merking.
Gústaf Níelsson, 11.9.2010 kl. 15:32
Ætli það þætti hneykslanlegt ef manneskja sem hefði fæðst með fætur í stað handa en farið í aðgerð og fengið gervihendur, væri mjög upptekin af því að læra á nýju hendurnar sínar og talaði opinberlega um vandræðalegar uppákomur sem tengjast slíkri umbreytingu?
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 13.9.2010 kl. 06:55
Sæl Eva. Umræðu tengdri kynfærum, kynferði og kynhegðun hefur ávalt fylgt ákveðin þvingun og feimni að ekki sé talað um tepruskap. En ég efast um að Vala mundi fá svona "glamúrpíu" umfjöllun ef hún væri að venjast gerviútlimum. -
Í fljótu bragði kemur aðeins ein slík upp í hugann þ.e. Hether Mills sú er giftist og skildi við Paul McCartney. Hún er með gevifót og mikið grín var að henni gert fyrir að reyna að vera glamúrpía og fyrirsæta.
Svanur Gísli Þorkelsson, 13.9.2010 kl. 08:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.