Mario 25 ára

MarioÍ aldarfjórðung hefur hann bjargað konungsdætrum, gætt sér á sveppum og hoppað á vondu kallana, en aldrei gert við svo mikið sem einn vask. Hér er auðvitað verið að tala um heimsins frægasta pípara, Mario, sem verður 25 ára um þessar mundir.

Það er eflaust erfitt að finna einhvern sem yfirleitt spilar tölvuleiki, sem ekki hefur spilað í það minnsta einn af Super Mario leikjunum.

Litli Ítalinn með risastóra yfirskeggið hefur skemmt tölvuleikjaspilurum frá því 13. September 1985 þegar fyrsti Super Marios Bros leikurinn kom á markað fyrir Nintendo leikjatölvurnar.

Leikurinn seldist í meira en 40 milljónum eintökum og skildi eftir hrúgu af gullpeningum í kistum hönnuðanna.

Í fyrsta leiknum þurfti hetjan að ferðast um átta borð í Sveppalandi, til að bjarga Froskaprinssessunni frá hinni illu skjaldböku Bowser. - Þetta voru tímar sakleysis í tölvuleikjunum, löngu áður en bílaþjófar og morðingjar urðu að aðal söguhetjunum.

Þótt veröld Mario hafi breyst mikið með þróun tölvuteikninga og leikjatölva, hefur formúla leiksins haldið sér, jafnvel þegar að Mario og félagi hans settust undir stýrið í Super Mario Kart.

Mario og félagi hans Luigi, sem oft vill gleymast, eru alltaf jafn vinsælir eins og  sölutölur nýjasta leiksins;  Super Mario Galaxy 2, sanna.

Mario var skapaður fyrir Nintendo af þeirra fremsta hönnuði Shigeru Miyamoto. Hann nefndi hetjuna eftir Mario Segale, yfirsmið Nintendo vöruhússins sem þá var í byggingu.

Reyndar kom Mario fyrst fram árið 1981 í Donkey Kong leiknum og þá (haldið ykkur fast)  sem trésmiður. Hann var kallaður Jumpman, að sjálfsögðu  vegna þess að hann hoppaði svo mikið. Í Donkey Kong Junior, sem kom á eftir, var Mario meira að segja einn af vondu köllunum.

Til hamingju með áfangann Mario!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband