10.9.2010 | 02:06
Brennu frestað, ekki aflýst.
Hafi þessi sveita-predikari ætlað sér að verða frægur í 15 mínútur, þá hefur honum tekist það og gott betur. Honum hefur tekist að fá alla helstu ráðamenn Bandaríkjanna og fjölda annarra ríkja til að bregðast við heimskulegum hótunum sínum um að brenna Kóraninn opinberlega.
En viðbrögð fjölmiðla og síðan stjórnvalda eru enn heimskulegri. Fjölmiðlar hafa blásið málið út og gefið bókabrennu-prestinum predikunarstól sem nær yfir alla heimsbyggðina þar sem aðrir ofstækisfullir predikarar og klerkar nota hótun hans sem tækifæri til að espa upp meira hatur gegn Bandaríkjunum. -
Það eru fyrst og fremst fjölmiðlarnir sem ráða framvindu fréttarinnar, frekar enn nokkur annar. Ráðamenn eru milli steins og sleggju. Þeir vilja ekki láta ásaka sig um að hafa ekkert aðhafst en eru um leið tregir til að grípa til beinna aðgerða og viðurkenna þannig að einn maður geti með hótunum einum saman knúið þá til beinna afskipta.
Á öllum helstu fréttamiðlum heimsins er þetta fyrsta frétt dagsins. Staðreyndir málsins skipta engu, enda margar útgáfur af þeim núþegar í umferð. Ólíklegasta fólk hefur blandað sér í málið, þ.á.m. Donald Trump, Páfinn og jafnvel Tony Blair.
Í Pakistan hafa bandarískir fánar verið brenndir á götum úti og búist er við að efnt verði til götumótmæla víða um hinn íslamska heim.
Hvernig heim byggjum við þegar einhver einn einstaklingur getur haldið voldugasta ríki veraldar í nokkurs konar gíslingu og valdið múgæsingu og ofbeldisöldum í fjarlægum löndum með því einu að brenna bók, verknaði sem er ekki einu sinni ólöglegur í landi hans?
Brennuklerkurinn hefur nú lýst því yfir að múslímar hafi svikið loforðið sem honum var gefið um að byggja ekki mosku á 0 grund í New York, ef hann féllist á að aflýsa brennunni. Þess vegna hafi hann ekki aflýst bókabrennunni, aðeins frestað henni þar til hann fái tækifæri til að fljúga til New York og ræða við Múllana þar.
Obama Forseti hyggist halda blaðamannafund í fyrramálið og þar mun þetta mál eflaust verða mál málanna.
Hættur við Kóranabrennu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Mannréttindi, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 02:22 | Facebook
Athugasemdir
Leifum aldrei mosku byggingar á íslandi því það kemur í hnakkann á okkur síðar.
Við erum letingjar og nennum ekki að drepa öfgafólk, en öfga fólk er þess albúið að drepa okkur ef við bugtum okkur ekki og beygjum fyrir bókinni þeirra.
Hvað skyldu þeir annars hafa brennt margar bækur þeim óþóknanlegar?
Hrólfur Þ Hraundal, 10.9.2010 kl. 02:52
tad er furdulegt ad folk skuli enta vera ad kenna saklausum muslimum um 9/11
http://www.youtube.com/watch?v=kVKGRB3cygg&NR=1
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 07:40
Ég hef aldrei skilið af hverju fréttamenn þurftu að grípa á lofti yfirlýsingu sem þess frá rugludöllum í Flórída. Bók er bara bók, hvort sem hún heitir Kóraninn, Biblían, eða Brennu Njáls-saga. Fólki er algerlega frjálst að brenna bækur ef því sýnist.
Baldur (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 08:12
Kóraninn verður brenndur á fjölda staða á morgun 11. september.
Fleiri söfnuðir hafa nú þegar tilkynnt áætlun sína og fjöldi einstaklinga. Þetta sýnir okkur best hvernig fjölmiðlarnir vinna með því að blása upp einn atburð eða einn einstakling og allir bergmála sömu tugguna.
Við ættum að taka okkur til og brenna eintök af kóraninum hér heima. Annars er kannski best að geyma það þar til fíflaflokkurinn í Reykjavík er búinn að úthluta 300 múslimum á Íslandi lóð undir mosku á besta stað í Reykjavík. Sjáumst á kóranbrennunni!
Brynjar (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 09:44
Mér finnst aðalfréttin í þessu vera þessi rökstuddi ótti við viðbrögð múslima, hefði heimurinn svona áhyggjur ef brenna ætti biblíuna, Tóruna eða yfirhöfuð eitthvað annað trúarrit en Kóraninn? Er það bara sjálfsagt mál og eðlilegt að heimurinn standi á öndinni, hugstola af kvíða yfir því hvað gerist ef nokkrar bækur eru brenndar?
Arngrímur Eiríksson (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 10:29
Hrólfur; ættum við að banna einhver fleiri tilbeiðsluhús en moskur, að þínu áliti?
Fréttin var aldrei um bókabrennu sem slíka, heldur verknað sem presturinn og fjölmiðlar vissu að hægt var að nota til að æsa upp ofsatrúarmenn beggja megin. Brennuprestur hefði allt eins getað ákveðið að láta safnaðarmeðlimi sína spýta á einhverja skopmynd af Múhameð.
Málum er svo komið í alþjóðapólitík að hægt er að nota öfgar og fáfræði til að skapa ringulreið og ofbeldisverk, nánast hvar sem er í heiminum.
Ísland er og verður ekkert undanskilið, hvort sem við leifum moskubyggingar hér eða ekki.
Íslam svipar margt til Kristni á miðöldum, þegar klerkar gátu att almenningi út í hvaða vitleysu sem var og réttlætt það með ritningum í Biblíuna.
Íslam er að þessu leiti eins og andvana Zombí sem æðir áfram í blindni, reiður yfir því að vera í raun ekki lengur í tölu lifenda.
En það er enn fyrirstaða í uppvakningnum, ólíkt kristni í dag, sem skilið hefur eftir líkama sinn og eigrar um eins og gufa eða vofa, sem allir geta blásið til hliðar, ef þeir svo óska.
Svanur Gísli Þorkelsson, 10.9.2010 kl. 11:25
Þegar menn af heilagri vandlætingu mótmæla byggingu Mosku á Íslandi, eins og Hrólfur karlinn, þá ættu menn að hafa í huga að Islam á þegar sitt "bænahús". Það er skiljanlegt að múslímar vilji rétt eins og kristnir og aðrir trúarhópar frekar iðka sína trú í "sérhönnuðu bænahúsi" en skrifstofuhúsnæði.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.9.2010 kl. 11:54
Já krakkar mínir; Witness the pova of mental illness AKA religion.
Annars er ekkert víst að hann sé hættur við... að auki eru aðrar kirkjur sem segjast vera tilbúnar í að brenna galdrabókina ef hinn hættir við.
Múslímar í dag eru eins og kristnir voru áður en þeir voru þvingaðir í mannlegt siðgæði....
doctore (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 13:01
Baráttan gegn íslam er góð barátta.
Sem betur fer eru sífellt fleiri að vakna til vitundar um hvað íslam er í raun og veru.
Þekking útrýmir fordómum. Þeir sem kynna sér íslam losna við þá fordóma að hér sé um friðelskandi og kærleiksrík trúarbrögð að ræða.
marco (í táradlanum) (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 13:10
Það er ekki nein barátta sem snýst bara um íslam... Kristni er ekkert skárri trúarbrögð en íslam... endilega að bera saman kóran og biblíu... og svo skoða sögu mannkyns.. kristnir voru í sama gír og múslímar yfir margar aldir, það var ekki fyrr en klerkaveldið var brotið á bakaftur að menn fengu mannréttindi.
Öll trúarbrögð... amk skipulögð trúarbrögð.. baráttan stendur um að loka á þau...
doctore (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 13:53
Alltaf skal einhver fara að skíta út Kristni þegar Islam ber á góma. Doktore, athugaðu að kristnir hafa framið illvirki þrátt fyrir Kristnina, en múslimar fremja illvirki (í miklum mæli) vegna Islam. Það er nokkuð stór munur þarna á.
Ásgeir (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 14:15
Þú ert nú meiri bullarinn Ásgeir, þú veist augljóslega ekkert hvað þú ert að tala um... mjög líklega ertu sjálfur kristinn...
Lesa biblíu og kóran... þetta er sama geðveikin, sami hryllingurinn... og Ásgeir er bara eins og kristinn talibani að afsaka fáránleika eigin trúar.
Kynna sér málin, skrifa svo... or look silly
doctore (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 14:51
Doktore.
Fullyrðingar þínar um að íslam og Kristni séu svo til eins verða ekkert réttari þó að þú endurtakir þær í sífellu.
Látum liggja milli hluta hvort að hvortveggja sé tóm lygi. Ef svo er þá er Kristni mun hvítari lygi en íslam.
Vesturlönd liggja nú opin fyrir íslamsvæðingu. Kristnin hefur sáralítil áhrif lengur og þá oft á tíðum til góðs.
Þú ert eins og læknir sem vill ekki meðhöndla krabbamein vegna þess að kíghósti er að þínu mati ekkert skárri.
marco (í táradalnum) (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 17:29
Það Þyrfti Lika að hafa Brenna Biblíu Dag
Miðað við að þeir sem hana lesa eiga það á Hættu að verða kynlífsdólgar
Kveðja
Æsir (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 22:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.