Jón Gnarr heilkennið

"Ég er eins og ég er" segir Jón Gnarr. Og ekki nóg með það heldur hefur hann umboð kjósenda til að vera eins og hann er.

Það er Jón Gnarr heilkennið. Jón Gnarr er engum líkur, sem betur fer. Annars væri hann ekki borgarstjóri.

Hefðbundrnir pólitísusar eru að fara á límingunum út af því að maðurin hagar sér ekki eins og þeir.

Þeir eru ekki enn búnir að fatta það að þeim og þeirra aðferðum var hafnað.

Það er engan höggstað að finna á Jóni Gnarr.

Hann sagði í gríni að hann skoðaði klám á netinu. Hann sagði það til að gera grín af hefðbundum pólitíkusum sem alltaf leggja sig fram um að segja eitthvað sem hljómar vel.

Svo hefur hann læknisfræðilega skýringu líka, svona til vara. Hann er haldinn Tourette heilkenninu.

 


mbl.is „Ég er og verð óviðeigandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Það horfa allir karlmenn og margar konur á klám á netinu. Það er bæði eðlilegt og mannlegt og ekkert til að skammast sín yfir. Jón Gnarr ætti ekkert að vera að afsaka það, það þarf ekki. Og að lúffa fyrir öfgafemínistunum í femínistafélaginu er algjör óþarfi.

Vendetta, 9.9.2010 kl. 18:25

2 identicon

það á auðvitað að reyna að vængstýfa Gnarrinn og sterílísera þangað til að allt sem hann segir verða eintómir lærðir og æfðir dipló-frasar, enda allir flokkarnir logandi hræddir núna um að það komi fram Gnarr-heilkennis-framboð á landsvísu f. næstu Alþingiskosningar - en þannig framboð myndi ræna atkvæðum af öllum flokkum.

- gott hjá Gnarr að koma upp með tourettið, gefur honum góða afsökun til að segja nánast hvað sem er héðan í frá (",)

Halldór C (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 22:08

3 identicon

Jón Gnarr er sennilega gáfaðisti einstaklingur sem Reykvíkingar hafa fengið í þetta embætti. Hann er allavega ekki pólutískt viðrini eins og forverar hans.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband