30.8.2010 | 02:07
Lausnir fyrir kirkju í vanda
Ég hlustaði þolinmóður á konuna vaða elginn;
"Oh, er ekki hægt að loka þessu leiðinda máli einhvern veginn. Er ekki nóg komið? Á svo að fara að skipa einhverja nefnd til að draga málið enn meir á langinn. Er ekki maðurinn sem á að hafa gert alla þessa hræðilegu hluti, löngu dáinn? Því var ekki hægt að grafa þetta mál með honum? Hverjum á að refsa ef nefndin segir að hann sé sekur. Og hver á biðja hvern afsökunar ef hann er það ekki? Og hvað vilja allar þessar kerlur sem eru eða klaga hann upp á pall? Ætla þær að draga alla prestastéttina inn í þetta mál, eða hvað? Hvað ætla þær að halda þessu lengi áfram? Hvar ætla þær að stoppa? Á kannski að svipta bæði dómkirkjuprestinn og biskupinn hempunum. Mér sýnist allt stefna í það. Annars er mér alveg sama hvað margir prestar voru viðriðnir þetta mál. Það breytir því ekki að ég ætla að halda áfram að vera í þjóðkirkjunni. Ég ætla ekki að láta einhvern kjólklæddan biskupsperra hrekja mig í burtu úr kirkjunni minni." -
Gamla konan leit mæðulega upp í himininn og dæsti. -
Ég greip tækifærið og sagði; "Það eru til tvær lausnir á þessu máli. Aðeins tvær lausnir sem komið geta í veg fyrir að svona nokkuð gerist nokkurn tíman aftur. - Það er hægt að leggja kirkjuna algerlega niður. Hvernig lýst þér á það?"
Gamla konan hristi höfuðið ákaft.
"Hin lausnin er að banna körlum að gerast prestar innan hennar. Þá yrðu aðeins til kvennprestar. Það mundi vera ákveðið réttlæti eftir allar aldirnar sem konum var meinað að gerast prestar kirkjunnar."
Gamla konan leit á mig með rönken-augnaráðinu sínu, fórnaði höndum og gekk síðan sveiandi í burtu.
![]() |
Segir allt stjórnkerfið hafa stutt Ólaf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Trúmál | Facebook
Athugasemdir
Heill og sæll Svanur,
Eitt angrar mig ógurlega við þessa "stétt" presta og biskupa hvort heldur tengist kaþólsku eða þeirri lútersku.
Þar virðast flykkjast inn á meðal saklausra og einlægra þjóna sem trúa heitt; kynferðisglæpamenn, sem laðast að ungum stúlkum og drengjum, svífast einskis við að myrða sálu þessara lamba, fyrir stundarfryggð þeirra sjálfra.
Það sem hins vegir tryllir þessa konu (mig) er að saklausir og einlægir þjónar sem trúa heitt, eru tilbúnir að verja "skrímslin" langt út fyrir gröf og dauða.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 30.8.2010 kl. 02:38
Þú manst eftir trúarheilkenninu sem ég er búinn að segja þér svo oft frá Svanur... þú ert að horfa á það heilkenni; Fólkið er ekki að verja prestana, það er að verja sjálft sig.... extra lífið sitt, látna ættingja, þrár sem aldrei geta orðið.
Kirkjan er með ykkur í gíslingu, það byrjaði með skírninni.... og hér eruð þið.. að spá og spá.... en lausnin er bara ein, en þið viljið hana ekki.... en þið fáið hana samt þegar þið deyjið; Hin endanlega lausn, dauðinn... Game over, no continue.
Um leið og mannkynið sættir sig við raunveruleikann, þá fyrst geta orðið framfarir
DoctorE (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 07:44
Jenný, þetta sem þú bendir á er auðvitað mótsögn, ein af mörgum í þessu máli. Spilling, sama hvers eðlis hún er, getur ekki þrifist nema þar sem er einarður vilji til að horfa framhjá henni. Þannig er það meðmargar stofnanir í okkar samfélagi. Fólk selur sig og sannfæringu sína auðveldlega.
Svanur Gísli Þorkelsson, 30.8.2010 kl. 10:02
Hver er munurinn á dauðahyggjunni sem þú boðar DoctorE og dauðahyggjunni sem felst í að fara ekki að lögum Guðs og hafna því lífi sem fólgið er í samfélagi við hann. Látið hina dauðu grafa hina dauðu sagði Kristur.
Svanur Gísli Þorkelsson, 30.8.2010 kl. 10:08
Ég er ekki að boða neitt... ég er bara að koma og segja ykkur að það er sama hvað þið hoppið, sama hvað þið skoppið... sama hvað þið biðjið, sama hvaða trú þið eruð í... þá er ykkar líf á enda þegar það endar...
Það er ekkert sem þið getið gert í því... að láta féfletta ykkur eða hvað sem er... still dead
doctore (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 12:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.