Heyrði hann enginn hrópa á hjálp?

Ungur maður hefur verið handtekinn, grunaður um morðið á Hannesi Þór Helgasyni. Þessi ungi maður valdi að tjá hugrenningar sínar á myndböndum og birta þau á youtube. Þegar þetta er skrifað eru þau enn þar að finna.

Að horfa á myndböndin er vægast satt átakanlegt. Hugarástand hans endurspeglast í titlum myndskeiðanna; Játning til Hildar, Hvernig þetta endaði, Ringulreið, Nýtt upphaf.

Ég horfði á öll myndböndin og get ekki betur heyrt og séð að síðasta myndbandið "Nýtt upphaf" hafi verið angistarfullt hróp á hjálp. Heyrði það einhver?

Myndböndin tala sínu máli fyrir utan það sem drengurinn er að segja. Svo til berir veggirnir á bak við hann, myndirnar á bolnum hans og í síðasta myndbandinu "Nýtt upphaf", eru allir litir horfnir úr herberginu hans.

Með þessu er ég ekki að fella neinn dóm á það hvort þessi ungi maður er sekur eða saklaus, en Það er búið að birta nafn þessa drengs opinberlega svo framhaldið verður erfitt hvernig sem fer.  Alla vega á hann og fjölskylda hans alla mína samúð, hver sem útkoman úr þessu hörmungarmáli verður.


mbl.is Neitar sök í morðmáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Jú ég held að margir hafi heyrt það það sýndu viðbrögðin við skrifum DV. Fólk var reitt ekki endilega vegna umfjöllunnar heldur vegna stöðu mannsins.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 28.8.2010 kl. 00:26

2 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Ég var að horfa á öll þessi myndbönd áðan og maður fékk bara gæsa-hroll-húð, veit eiginlega ekki hvernig ég á að lýsa þessu öðruvísi,  ég vona bara ef drengurinn er saklaus að hann fái allaveg sálfræðilega hjálp, sýnist ekki veita af því

Guðborg Eyjólfsdóttir, 28.8.2010 kl. 00:47

3 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Á ekki titilinn að vera "Heyrði enginn hann hrópa á hjálp?"

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 28.8.2010 kl. 00:58

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Eða; hann enginn heyrði hrópa á hjálp,

eða, hrópa á hjálp hann heyrði enginn,

eða enginn hann heyrði hrópa á hjálp,

eða; Hann heyrði enginn hrópa á hjálp.

Hvað áttu annars svið Sólveig?

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.8.2010 kl. 02:08

5 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Mér finnst þetta einfaldlega vitlaust orðað hjá þér. Hljómar ekki vel að skilja. Er þetta nógu góð  skýring fyrir þig eða viltu fá meiri rökstuðning frá minni hálfu? Mér finnst bara þín fyrirsögn "Heyrði hann enginn hrópa á hjálp" ekki málfræðilega rétt.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 28.8.2010 kl. 02:34

6 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Rétt er að segja : Heyrði enginn hann hrópa á hjálp. Í kommenti þínu hér fyrir ofan eru ekkert nema útúrsnúningar og stælar eins og þér er stundum tamt.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 28.8.2010 kl. 02:50

7 identicon

Sólveig, ég gæti skilið að þér þætti þetta vitlaust svo lengi sem þú ert 15 - 25 ára, en fyrir mér er akkurat ekkert athugavert við þetta og þykir mér þetta vel orðað hjá Svani þó svo ég þekki mannin ekki persónulega.

Johnny (IP-tala skráð) 28.8.2010 kl. 03:32

8 Smámynd: Dóra

Hef það svo sterkt á tilfinningunni að þetta sé ekki hann. Hef bara séð það sem er skrifað á netinu og þekki ekkert til .. Bara svo sorglegt allt saman..

Dóra, 28.8.2010 kl. 03:53

9 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

"Heyrði mig enginn hrópa á hjálp" og svo aftur : "Heyrði enginn mig hrópa á hjálp". Hljómar þetta seinna ekki svolítið betra að skilja og hlusta á? Það held ég.  Annars ætla ég ekki að taka við af pistlum Eiðs Guðnasonar. Þetta stakk bara mig í augun að lesa þessa fyrirsögn og fyrirgefið að ég hef mínar skoðanir á því. En Johnny hvað ert þú að tengja aldur kvenna við vissar skoðanir, tengir þú líka aldur karlmanna við ýmsar skoðanir . Mér finnst alveg fráleitt að tengja skoðanir fólks við aldur og kyn.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 28.8.2010 kl. 04:06

10 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Sólveig er snillingur.. segir ekki orð um það sem Svanur er að setja fram en tuðar um málfar.. týpískur íslendingur.. röflar til þess eins að röfla.

Þessi myndbönd segja manni margt og vekja hjá manni spurningar.. en í landi þar sem geðveiki fær minnstu frjárveitingar sem mögulegt er þá fá einstaklingar eins og þessi ungi maður ekki þá aðstoð og þá eftirfylgni sem þörf er á..  Hnignun samfélagsins sést einkar vel á geðhjálp viðkomandi samfélags.

Óskar Þorkelsson, 28.8.2010 kl. 04:43

11 identicon

Sólveig,þú segir.... Þetta stakk bara mig í augun að lesa þessa fyrirsögn og fyrirgefið að ég hef mínar skoðanir á því. Af hverju ekki......Þetta stakk mig bara í augun að lesa þessa fyrirsögn og fyrirgefið að ég hef mínar skoðanir á því. Eða..Þetta stakk ------ í augun að lesa þessa fyrirsögn og fyrirgefið að ég hef mínar skoðanir á því. Af hverju að troða BARA í setninguna. Kveðja sak

smari arnfjord (IP-tala skráð) 28.8.2010 kl. 09:46

12 Smámynd: halkatla

Sammála þér Svanur, og þetta hefur líka ábyggilega verið rosalega erfitt fyrir stelpuna sem var viðfangsefni hans í myndböndunum.

halkatla, 28.8.2010 kl. 10:34

13 identicon

Verð bara að koma þessu frá mér. Ef ég, sem stoltur Íslendingur, væri saklaus og það ætti að teyma mig inní réttarsal fyrir eitthvað sem ég gerði ekki mundi ég labba inn þráð beinn í baki með höfuðið hátt án þess að fela andlit mitt. Leyfa öllum að sjá að ég hafi ekkert að fela. Leyfa að taka myndir af mér og svo eftir þetta allt saman þ.e.a.s. þar sem ég væri saklaus mundi ég vilja fá afsökunarbeiðni frá öllum og æru mína aftur.

Sjóbirtingur (IP-tala skráð) 28.8.2010 kl. 10:49

14 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Heyrðu mig Sólveig og heyrðu mig út. ;)

Íslenskan hefur sína náttúrulegu hrynjandi. Hún hefur t.d. tilhneigingu til að raða stuðlum í setningarnar og stuðlunum í kveður. 

Stundum virðist hún vera í blóra við setningarfræðina, en þarf ekki endilega að vera það að athugaðu máli. Sum skáld nýta sér þetta út í ystu æsar, og láta okkur syngja "Öxar við ána", í stað  "Við Öxará". "Að heyra einhvern " og að "heyra engan" er fullgild setningarfræði. Við erum kannski vanari að heyra í eða heyra til einhvers, en við getum óhrædd sagt  "þrátt fyrir þögnina heyrði hann enginn hrópa á hjálp" eða við getum spurt; "heyrði hann virkilega enginn í allri þessari þögn?"

Stöðluð og einsleit setningagerð, sem ekki tekur endilega eftir hinni náttúrulegu hrynjandi eða tillit til máltilfinningar hvers og eins, gerir tunguna fátækari.

Dæmin sem ég tók hér að ofan, um hvernig orðin sem ég nota í fyrirsögnina má öll notast við öðru vísi saman tengd án þess að merking setningarinnar bjagist, áttu að sýna þennan fjölbreytileika, þótt metingur geti án efa risið um hvað er falllegast eða hvað sé tungunni tamast. 

Athugasemd þinni um svar mitt hafi verið útúrsnúningar og stælar, vísa ég því til föðurhúsanna.

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.8.2010 kl. 11:38

15 Smámynd: hilmar  jónsson

Sorglegt að vera að blogga um þetta .. Please_ Smá reisn takk fyrir..

hilmar jónsson, 28.8.2010 kl. 13:07

16 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Finnst þér sjálfsagt að þegja um þessa hlið málsins Hilmar?

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.8.2010 kl. 13:29

17 Smámynd: hilmar  jónsson

Mér finnst sjálfsagt að gefa þessu máli frið meðan á rannsókn stendur.

Maðurinn er enn í yfirheyrslum. Nægur tími fyrir dramatíkina að því loknu Svanur..

hilmar jónsson, 28.8.2010 kl. 13:32

18 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ok Hilmar, það  sjónarmið er alveg gilt. En mér finnst samt umfjöllunin vera mjög einhliða um þetta mál og fólk jafnvel vera tilbúið að fell dóma án þess að gera nokkra tilraun til að setja bakgrunn mála í samhengi. Þessi færsla er aðeins ábending um það.

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.8.2010 kl. 14:02

19 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

"Heyrðu mig Sólveig og heyrðu mig út. ;)

Þetta eru þín orð Svanur. Við skulum ekki dvelja í fornöld heldur halda okkur í nútímanum hvað orðaval varðar.  Mér finnst þessi fyrirsögn hjá þér einfaldlega ekki rétt orðuð. Hvað unga manninn varðar sem situr nú í varðhaldi grunaður um morð þá hef ég samúð með honum. En ég hef aftur á móti meiri samúð með aðstandendum Hannesar Þórs Helgasonar. 

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 29.8.2010 kl. 00:05

20 Smámynd: Stjörnupenni

Ekki vera heimsk, Sólveig.

"Heyrði hann enginn hrópa" og "Heyrði mig enginn hrópa" er rétt og eðlilegt. Bullið sem þú heldur að sé rétt er það hins vegar ekki. 

Stjörnupenni, 29.8.2010 kl. 11:06

21 identicon

Mér finnst fyrirsögnin flott hjá Svani, pínu ljóðræn að vísu. Svo finnst mér líka allt í lagi að hann bloggi um þetta mál, eins og hann gerir. Ég var búin að sjá þessi myndbönd löngu áður en þetta mál kom upp. Þegar ég horfi á myndböndin hugsaði ég, þessi drengur þarf hjálp, svo er hann líka svo desperate á myndböndunum að eitthver svari honum.

Óhugnalegt allt saman.

Bjöggi (IP-tala skráð) 29.8.2010 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband