Ísland í grímubúningi

Inngönguferli Íslands í Evrópubandalagið er leyndardómsfull framvinda. Bandalagið borgar Íslendingum fullt af peningum fyrir að athuga hvort þeir vilji vera með. Það borgar fyrir að láta þýða alla doðrantanna sína um lög þess og reglugerðir.

En það flokkast allt saman bara undir athugun.

Inngönguferlið tekur sannanlega á sig ýmsar myndir, klæðir sig í ýmsa búninga.

Það er  í grímubúningi svo sem flestir Frónbúar átti sig ekki á hvert það er og Brussel viti ekki hvað þeir eru að hugsa.

Það er í kafarabúningi svo hægt sé að kanna hvað býr í djúpum styrkjakistum bandalagsins.

Svo er það í undirbúningi, sem er úr afar fínt ofnu efni til að hann sjáist ekki undir hinum búningunum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband