24.8.2010 | 14:42
Geir Waage segir sannleikann um kenningar kirkjunnar.
Hart er sótt að Geir Waage sóknarpresti fyrir að halda því fram opinberlega að prestar eigi að fara eftir boðum kirkjunnar sinnar. Kirkjan er auðvitað löngu úrelt stofnun með úreltar kenningar og þar að auki á þessi skriftaþjónusta presta sér afar vafasamar forsendur í kristinni trú. Hún byggir á að prestur geti fyrirgefið syndir sem milligöngumenn Guðs og manna.
En látum það liggja á milli hluta.
Mér finnst það skrýtið að biskup, yfirmaður stofnunarinnar skuli lýsa því yfir að ekki beri að fara eftir kenningum hennar. - Geir Waage hefur alveg rétt fyrir sér í því að kenning kirkjunnar gerir ráð fyrir algjörum trúnaði milli prests og sóknarbarns. Hann segir sannleikann.
Kenningar kirkjunnar eru að þessu leiti í blóra við landslög. Annað hvort verður að breyta landslögum eða lögum kirkjunnar. Biskup getur ekki einn afnumið þagnarskyldu presta og breytt aldagömlum kenningum kirkjunnar. Þetta veit Karl Sigurbjörnsson, en hann reynir að þæfa málin eins og venjulega. Kannski veit hann líka innst inni hversu úr sér gengin kirkjan er sem stofnun. En gott hjá Geir að halda til streitu því sem hann veit að er rétt, miðað við þær forsendur sem hann hefur sér.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Heimspeki, Mannréttindi, Trúmál | Breytt s.d. kl. 17:39 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Check this out
Efni
Tenglar
Gott að vita
- Origins Of Conflict In The Middle East: Afar góð grein um atriði sögunnar sem sjaldan er fjallað um
- HÆTTULEGAR HUGMYNDIR
- Knattleikur, helg Íþrótt? Frábær síða um uppruna "Knattsleiks eða Íshokkí"
- Rökvillur og samræðubrellur Greinargóð lýsing á helstu rökvillum og samræðubrellum
- Stjórnarskrá Íslands Stjórnarskrá
- Af hverju hata þeir okkur? Jihad í nútímasögu íslam og Mið-Austurlanda Magnús Þorkell Bernharðsson
- Fasistar og hálfvitar
ELDRI FÆRSLUR
- Ef til er Guð, hver skapaði þá Guð?
- Kom Kristur árið 1844?
- Email að handan
- Stighækkandi opinberun, tengslin milli manna og Guðs samkvæmt Bahai kenningum
- Matthías Jochumsson og hinn persneski Messías
- Gyðinglegur uppruni landvætta og skjaldarmerkis Íslendinga
- Orð sem vert er að kunna skil á
- Guð er Allah - Allah is God - God est Theos - Hvaða tungumál talar þú?
- Tahirih
- Kahlil Gibran og Bahai trúin
- http://
Myndbönd
Bloggvinir
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Dagný
- Sigrún Jónsdóttir
- Anna Einarsdóttir
- Anna Gísladóttir
- Arnar Pálsson
- Arinbjörn Kúld
- Ketill Sigurjónsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Egill Bjarnason
- Baldur Kristjánsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Anna
- Gunnhildur Sigurjónsdóttir
- Guðmundur Ásgeirsson
- BookIceland
- brahim
- Charles Robert Onken
- Hannes
- Tryggvi Hjaltason
- Anna S. Árnadóttir
- Hrannar Baldursson
- Dúa
- Drífa Kristjánsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Viðar Eggertsson
- Einar G. Harðarson
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Árni Karl Ellertsson
- Púkinn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brattur
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Guðmundur Pálsson
- Graceperla
- Grétar Mar Jónsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðjón Ó.
- Guðmundur Júlíusson
- Gulli litli
- Gylfi Guðmundsson
- Halla Rut
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Rafn Ingvason
- Þorkell Sigurjónsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Sigga Hjólína
- Bókaútgáfan Hólar
- Hólmdís Hjartardóttir
- Höskuldur Búi Jónsson
- Hrafn Andrés Harðarson
- Óskar Steinn Gestsson
- Hugrún Jónsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Svava frá Strandbergi
- Kári Gautason
- Jón Baldur Lorange
- Já Ísland
- Jakob S Jónsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann G. Frímann
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jonni
- Jón
- Bergur Thorberg
- Kalikles
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Hjalti Tómasson
- kiza
- Sólveig Klara Káradóttir
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafnhildur Þórarinsdóttir
- Kristberg Snjólfsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristinn Theódórsson
- Heimir Eyvindarson
- OM
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- SeeingRed
- Lýður Pálsson
- Lýður Árnason
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Marinó G. Njálsson
- Marinó Már Marinósson
- Magnús Bergsson
- Mofi
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Nexa
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Aðalsteinn Baldursson
- Jón Svavarsson
- Páll Vilhjálmsson
- Sandra María Sigurðardóttir
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Heimir Tómasson
- Róbert Tómasson
- Sæmundur Bjarnason
- Fullt nafn
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sammý
- Sigurður Fannar Guðmundsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigþrúður Pálsdóttir
- Sigurveig Eysteins
- Sigurður Jónsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Auðun Gíslason
- Óskar Þorkelsson
- Helga skjol
- Gunnar Skúli Ármannsson
- hilmar jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Þorsteinn Briem
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Grétar Eiríksson
- Sigurður Árnason
- Svala Jónsdóttir
- Svartagall
- Óskar Helgi Helgason
- TARA
- Þarfagreinir
- Þór Saari
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þórdís Bachmann
- Þór Ludwig Stiefel TORA
- Sigurður Rósant
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Andrea
- Villi Asgeirsson
- Vilhjálmur Árnason
- Margrét Sigurðardóttir
- Zaraþústra
- Zedith
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Steinþór Ásgeirsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 786941
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nú, hér er það í verkahring biskups og annarra trúaðra manna að leggja höfuðið í bleyti og túlka hlutina svo þeir falli að siðgæði samfélagsins. Síðan eftir nokkur ár verður það grjóthörð sannfæring manna að þetta hafi biblían alltaf sagt, en menn hafi bara ekki skilið það áður fyrr - en það var auðvitað alltaf planið hjá guði, hann er svo forsjáll, þessi öðlingur.
Hlutlægt siðgæði frá guði = breytilegt og aðstæðubundið siðgæði sem er í takt við menningarstrauma og vilja samfélagsins.
Kristnin, leiksoppur samfélagsins, sem þó er látið með eins og samfélagið geti ekki lifað án.
Kristinn Theódórsson, 24.8.2010 kl. 18:08
Sæll Svanur, ég ætlaði nú ekki að blanda mér frekar í umræður um innanhússdeilu þjóðkirkjuprestanna hvað varðar skriftir og/eða trúnaðarsamtöl þeirra við sóknarbörnin sín. Ekki síst á þeim forsendum að í praksís þá eru hinir sömu yfirleitt sammála - þrátt fyrir allt.
Sagt er að fólk standi í biðröð til þess að segja sig úr þjóðkirkjunni, hugsanlega er það alveg rétt en ætli viðkomandi hafi hugsað lengra? Hvaða trúarsamfélag skyldi helst freista flóttamanna úr þjóðkirkjunni?
Einhvern tíma las ég þá góðu speki að ef maður ætli að flýja eitthvað þá þurfi maður í upphafi að hafa ákveðna hugmynd um áfangastaðinn.
Kolbrún Hilmars, 24.8.2010 kl. 19:14
Hér náið þið Jón Valur loks saman, a.m.k. um forsenduna.
Jóhann (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 19:39
Kristinn; Ég geri mikinn greinarmun á kenningum kirkjunnar og kenningum hinnar kristnu trúar. Hvað er að finna um þetta mál í ritningunni? ;
Svanur Gísli Þorkelsson, 24.8.2010 kl. 20:16
Sæl Kolbrún.
Ég held að flestir sem segja sig úr muni til að byrja með standa utan trúfélaga. Kannski munu óháðu söfnuðirnir koma sterkt inn. En þetta er aðeins smjörþefurinn af því sem koma mun trú ég. - Fólk er að gefast endanlega upp á skipulögðum trúarbrögðum.
Ég kaus mitt trúfélag fyrir löngu en ég á ekki von á að fólk flykkist þangað þótt það sé óánægt með prestana sína og vilji fá þá betri, því þar er enga presta að finna.
Svanur Gísli Þorkelsson, 24.8.2010 kl. 20:21
Fólk er að gefast endanlega upp á skipulögðum trúarbrögðum.
Svanur, finnst þér nauðsynlegt að ganga í trúfélag til að eiga samband við Guð?
Jóhann (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 20:44
Hvar á svo að dysja þessa heiðingja?
Lárus Baldursson, 24.8.2010 kl. 21:15
Svanur, það er líka mín tilfinning; þ.e. að fólk muni standa utan trúfélaga á meðan það er að átta sig. En þegar kemur að fyrstu skírninni, fermingunni, hjónavígslunni, jarðarförinni, þá þarf það að velja.
Jóhann, ef ég má svara þér, þá veita trúfélög nútímans mikla þjónustu við meðlimi sína, allt frá vöggu til grafar. Það er því ekki aðeins spurning um sambandið við Guð, heldur hefðirnar líka.
Sjálf á ég aðeins eftir að þiggja síðustu þjónustuna frá þjóðkirkjunni; greftrunina. Þar sem ég er enginn Þórbergur vildi ég gjarnan að einhver þjóðkirkjupresturinn annaðist málið.
Kolbrún Hilmars, 24.8.2010 kl. 21:15
Já, notaðist Luther ekki einmitt við þessar hugmyndir til að réttlæta það að standa með aðlinum gegn bændunum?
Nú er bara að réttlæta einhverja ákvörðun og þykja hún "góð" og þá er hún guði þóknanleg, þótt yfirvöld fatti það ekki. Eða hvað, eiga yfirvöld að fatta að ákvörðunin er góð af því guð hefur velþóknun á yfirvöldunum? Eða hefur guð kannski ekki velþóknun á yfirvöldunum fyrst yfirvöldin fara ekki alltaf eftir meintum vilja guðs?
Úff, þetta hlutlæga siðgæði biblíunnar er flókið!
Kristinn Theódórsson, 24.8.2010 kl. 21:20
Ég hef verið trúlaus frá 11ára aldri, ef ekki fyrr. Samt lét ég ferma mig og er enn skráður í Þjóðkirkjuna. Hef bara engar áhyggjur haft af þessu. Einstaka sinnum hef ég deilt lítilega um þessi mál, en nenni bara ekki að ræða mitt trúleysi við trúaða. Þeir taka engum rökum hvort sem er, og við slíkar kringumstæður er tímasóun að koma sínum sjónarmiðum að, því trúaðir hlusta ekki heldur.
Fyrir fimm til sex árum tók ég þó smá snerru um trú, og svo núna, þar sem trúardeilur hafa verið með skondnara móti.
Dingli, 24.8.2010 kl. 21:32
Svanur,mikið er ég sammála þér um að skipulögð trúarbrögð eru úrelt og úr sér gengin,vegna bókstafstúlkunar kennimanna þeirra.Það sést best á kóraninum og túlkun manna á honum og þeim grimmdarverkum sem þar eru framin í nafni trúarinnar.Því miður er kristin kirkja langt á eftir nútímanum og heldur í gamlar kreddur og hefðir er samrýmast ekki í nútímaþjófélagsháttum.Guðdómurinn er í því sem hann hefur skapað, en ekki í kirkjum því þær eru einungis mannanna sköpun en ekki guðdómsins.Guðdóminn verður hver og einn að finna í sjálfum sér og öllu lífi í umhverfi sínu.
Sigurgeir Árnason. (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 21:39
Það eru tvenns konar nefskattar innifaldir í sköttunum okkar sem áður fyrr voru sundurliðaðir á skattálagningarseðlinum, líkt og RÚV og elligjaldið í dag.
Annars vegar kirkjugjaldið, sem rennur til trúfélags viðkomandi (H.Í. vegna þeirra sem eru utan trúfélaga) og hins vegar kirkjugarðsgjaldið. Allir eiga sér því vísan legstað í kirkjugarði.
Kolbrún Hilmars, 24.8.2010 kl. 21:52
Fæst kirkjugarðsgjaldið endurgreitt, ef maður leysist upp í læðing?
Dingli, 24.8.2010 kl. 22:15
Dingli góður! hahaha...
Jóhanna Magnúsdóttir, 25.8.2010 kl. 00:07
Kolbrún mín, helur þú að það é ekki hægt að gefa barni nafn án þess að skíra það í kirkju eða með trúarlegum formerkjum? Helur þú að fólk geti ekki bundist heitum um sambúð og tryggð án þessa apparats? Heldur þú að þú verðir látin liggja og rotna í fletinu þínu ef kirkjan hefði ekki milligöngu um að hola þér niður? Vá hvað kilyrðingin og heilaþvotturinn er megn. Ertu í trúfélagi af þessum praktísku ástæðum?
Ef ekki, þá hvers vegna ertu í trúfélagi?
Jón Steinar Ragnarsson, 25.8.2010 kl. 01:00
Er þetta ekki flott tækifæri fyrir Vantrú að skrá sig sem trúfélag og fá rentuna til sín í stað þess að láta hana ganga til hinna meintu andstæðinga sinna? Segir ekki einhvers staðar að if you can't beat them join them?
Hólímólí (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 08:24
Segir ekki líka að sókn sé besta vörnin?
Legg til að Jón Steinar stofni Trúfélag Siglufjarðar og hjálpi þannig til við að landsbyggðarvæða sóknina.
Hólímólí (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 08:28
Jón Steinar, spurningum þínum er best svarað með því að benda á hefðirnar. Fávísi mín í þessum efnum ristir nú annars ekki dýpra en það að sjálf gifti ég mig hjá Sýsla en ekki presti.
Svo á eftir að koma í ljós hvað verður um skrokkinn þegar sál mín er flogin "upp til himna"...
Kolbrún Hilmars, 25.8.2010 kl. 09:49
Kolbrún, sóknargjöld eru ekki nefskattur, þetta er tekið af innheimtum tekjuskatti og svo fer hlutur þeirra sem eru utan trúfélaga ekki lengur til HÍ heldur bara beint í ríkiskassann.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 25.8.2010 kl. 11:10
Hjalti, það er rétt að sóknargjöldin heita ekki lengur nefskattur, eða eftir að þau voru innlimuð í skattkerfið, en að því ég best veit eru þau enn ákveðin krónutala per haus.
Þetta með að framlagið renni ekki ennþá beint til HÍ hef ég ekki heyrt áður. Veistu hvenær þessu var breytt og hvers vegna?
Kolbrún Hilmars, 25.8.2010 kl. 15:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.