1.8.2010 | 17:43
Hver grefillinn, búið að loka á hann!
Það þykir enn heyra til tíðinda þá bloggum fólks er lokað hér á blog.is, þótt það virðist nú gerast í æ ríkari mæli. Í dag var báðum bloggsíðum Grefilsins (Guðbergs Ísleifssonar) lokað í kjölfarið á miklum einkaþrætum sem hann átti við Kristinn Theódórsson á bloggsíðu hans. Grefilinn hefur til skamms tíma verið mest lesni bloggarinn á blog.is og þess vegna vekur þessi lokun enn meiri athygli.
Vinur Guðbergs, Sigurður Pétursson, birtir á sinni síðu yfirlýsingu frá Guðbergi þar sem hann segir að lokað hafi verið á sig fyrirvaralaust. Guðbergur hefur einnig í athugasemd á bloggsíðu Sæmundar Bjarnasonar haldið því fram að hjá blog.is starfi einhver Vantrúarmaður sem gæti hafa látið loka blogginu vegna þess að Guðbergur segist hafa haft betur í Þessum þrætum. (Þræturnar snérust upphaflega um hvort vantrú væri trú eða ekki :)
Ég verð að viðurkenna að þrátt fyrir að samræður þeirra Guðbergs og Kristins væru dálítið súrar á stundum, fylgdist ég með þeim af áhuga. Hreyturnar sem á eftir fylgdu og deilurnar um hver hefði unnið "kappræðurnar" voru mér aftur á móti um megn að lesa. En kannski er skýringuna á lokunninni einmitt þar að finna, því ég get ekki séð neitt í umræðunum á síðu Kristins sem gæti verið ástæða fyrir úthýsingu af blog.is.
Þrátt fyrir þetta hefur Kristinn valið að taka af síðu sinni einkaþrætuna og einhverjar eftirfærslur í kjölfar hennar. Hverju sætir? Voru kannski Kristni og Gubergi settir sömu kostir, að taka umræðurnar af netinu eða horfast í augu við lokun á blogginu? Og hversvegna voru þessar umræður svona viðkvæmar?
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Check this out
Efni
Tenglar
Gott að vita
- Origins Of Conflict In The Middle East: Afar góð grein um atriði sögunnar sem sjaldan er fjallað um
- HÆTTULEGAR HUGMYNDIR
- Knattleikur, helg Íþrótt? Frábær síða um uppruna "Knattsleiks eða Íshokkí"
- Rökvillur og samræðubrellur Greinargóð lýsing á helstu rökvillum og samræðubrellum
- Stjórnarskrá Íslands Stjórnarskrá
- Af hverju hata þeir okkur? Jihad í nútímasögu íslam og Mið-Austurlanda Magnús Þorkell Bernharðsson
- Fasistar og hálfvitar
ELDRI FÆRSLUR
- Ef til er Guð, hver skapaði þá Guð?
- Kom Kristur árið 1844?
- Email að handan
- Stighækkandi opinberun, tengslin milli manna og Guðs samkvæmt Bahai kenningum
- Matthías Jochumsson og hinn persneski Messías
- Gyðinglegur uppruni landvætta og skjaldarmerkis Íslendinga
- Orð sem vert er að kunna skil á
- Guð er Allah - Allah is God - God est Theos - Hvaða tungumál talar þú?
- Tahirih
- Kahlil Gibran og Bahai trúin
- http://
Myndbönd
Bloggvinir
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Dagný
- Sigrún Jónsdóttir
- Anna Einarsdóttir
- Anna Gísladóttir
- Arnar Pálsson
- Arinbjörn Kúld
- Ketill Sigurjónsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Egill Bjarnason
- Baldur Kristjánsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Anna
- Gunnhildur Sigurjónsdóttir
- Guðmundur Ásgeirsson
- BookIceland
- brahim
- Charles Robert Onken
- Hannes
- Tryggvi Hjaltason
- Anna S. Árnadóttir
- Hrannar Baldursson
- Dúa
- Drífa Kristjánsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Viðar Eggertsson
- Einar G. Harðarson
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Árni Karl Ellertsson
- Púkinn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brattur
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Guðmundur Pálsson
- Graceperla
- Grétar Mar Jónsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðjón Ó.
- Guðmundur Júlíusson
- Gulli litli
- Gylfi Guðmundsson
- Halla Rut
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Rafn Ingvason
- Þorkell Sigurjónsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Sigga Hjólína
- Bókaútgáfan Hólar
- Hólmdís Hjartardóttir
- Höskuldur Búi Jónsson
- Hrafn Andrés Harðarson
- Óskar Steinn Gestsson
- Hugrún Jónsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Svava frá Strandbergi
- Kári Gautason
- Jón Baldur Lorange
- Já Ísland
- Jakob S Jónsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann G. Frímann
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jonni
- Jón
- Bergur Thorberg
- Kalikles
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Hjalti Tómasson
- kiza
- Sólveig Klara Káradóttir
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafnhildur Þórarinsdóttir
- Kristberg Snjólfsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristinn Theódórsson
- Heimir Eyvindarson
- OM
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- SeeingRed
- Lýður Pálsson
- Lýður Árnason
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Marinó G. Njálsson
- Marinó Már Marinósson
- Magnús Bergsson
- Mofi
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Nexa
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Aðalsteinn Baldursson
- Jón Svavarsson
- Páll Vilhjálmsson
- Sandra María Sigurðardóttir
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Heimir Tómasson
- Róbert Tómasson
- Sæmundur Bjarnason
- Fullt nafn
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sammý
- Sigurður Fannar Guðmundsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigþrúður Pálsdóttir
- Sigurveig Eysteins
- Sigurður Jónsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Auðun Gíslason
- Óskar Þorkelsson
- Helga skjol
- Gunnar Skúli Ármannsson
- hilmar jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Þorsteinn Briem
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Grétar Eiríksson
- Sigurður Árnason
- Svala Jónsdóttir
- Svartagall
- Óskar Helgi Helgason
- TARA
- Þarfagreinir
- Þór Saari
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þórdís Bachmann
- Þór Ludwig Stiefel TORA
- Sigurður Rósant
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Andrea
- Villi Asgeirsson
- Vilhjálmur Árnason
- Margrét Sigurðardóttir
- Zaraþústra
- Zedith
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Steinþór Ásgeirsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll, nei, mér voru ekki gefnir neinir kostir. Lokað fyrirvaralaust og mér send tilkynning þar sem stendur skýrum stöfum að ég eigi enga möguleika á að fá blogg mín opnuð aftur. Engin raunveruleg ástæða er gefin upp fyrir lokuninni enda braut ég engar reglur.
Það sem ég sagði á bloggsíðu Sæmundar var þetta:
"Ég var varaður við því að á blog.is starfi einn af æðstuprestum Vantrúar og að hann myndi fylgjast með deilum mínum við þessa menn og loka á mig um leið og halla færi á þá.
Það hefur líklega komið á daginn að sá sem varaði mig við vissi hvað hann söng, enda braut ég engar notendareglur og hef aldrei gert."
Málið er að ég stóð þá Vantrúarmenn að svæsnum fölsunum og lygum og þetta er bara tilraun til að þagga niður í mér, ekkert annað.
Grefill (IP-tala skráð) 1.8.2010 kl. 17:49
Verulega ljótt ef satt er.
Guðmundur St Ragnarsson, 1.8.2010 kl. 17:55
ps. Ég veit ekki út af hverju Kristinn hefur ákveðið að taka niður sínar síður sem snúa að þessu máli, en grunar að það sé einfaldlega til að leyna sannleika málsins, því sem gerðist í raun og veru. Það liggur hins vegar i augum uppi að ef loka á mínum síðum út af málinu þá ætti að loka hans síðum líka því þar fór þetta allt að mestu leyti fram, en ekki hjá mér.
Hins vegar á ég afrit af þessu öllu saman og verður ekki skotaskuld úr því að sýna fram á þann órétt og ofbeldi sem ég hef hér verið beittur, bæði af hálfu svokallaðra Vantrúarmanna og Blog.is.
Mun gera það síðar á þann hátt að glymur í bloggheimum!
Grefill (IP-tala skráð) 1.8.2010 kl. 17:58
Tek undir með Guðmundi, ljótt ef satt er.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.8.2010 kl. 17:59
Ég fylgdist ekkert með þessum umræðum.. en ég reyndist sannspár með að þetta myndi enda í rugli og bulli.
MBL hefur zero ástæðu fyrir að loka á kappann... bloggarar sem vilja sanngirni hljóta að fara fram á að það sama gangi yfir alla; Eins og bloggið hans Lofts... Kristilegu stjórnmálasamtökin hans JVJ... og svo mætti lengi telja.
Ein lög fyrir alla... mbl er með hálfgerð sharia lög ... per se
DoctorE (IP-tala skráð) 1.8.2010 kl. 17:59
Heilir og sælir; Svanur Gísli - og Guðbergur, sem aðrir, hér á Svansins síðu !
Ég kom inn á; þessa ritskoðunar ónáttúru Hádegis móa manna, fyrir stundu, á ennþá opinni síðu minni, piltar.
Reyndar; hefi ég löngum haft óbeit nokkra, á þessarri beztu vizku Vantrúar fólksins, hér á síðum - sem víðar, og ei nennt, að elta ólar við þeirra boðskap, svo sem.
En; trú - eða þá trúleysi, er eitthvað ofurviðkvæmt, hjá þeim Rauðvetningum (Mbl. mönnum), og spyrja mætti, hvort þeir iðkuðu einhverjar laumulegar launhelgar sjálfir, jafnvel ?
Guðbergur !
Ég hvet þig; til þess að láta hvergi undan síga, í réttlátri baráttu þinni, fyrir mál- og ritfrelsinu, á komandi tíð, ágæti drengur.
Með beztu kveðjum; sem jafnan /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.8.2010 kl. 18:03
Allir sem blogga hér gangast undir ákveðnar reglur og telji umsjónarmenn bloggsins þær hafa verið brotnar, tel ég að viðkomandi eigi rétt á því að fá að vita í hverju brot hans felast.
Hefur Grefillinn áður fengið viðvaranir frá stjórnendum?
Svanur Gísli Þorkelsson, 1.8.2010 kl. 18:11
Sæll.
Hef oft lesið Grefil mér til ánægju og skemmtunar. Sérstaklega sölusíðuna.
Er þetta annars ekki bara leikrit frá a til ö ætlað til að hræra aðeins upp í blogglesandi innipúkum verslunarmannahelgar og kannski efni í góða skólaritgerð?
Grínið gengið aðeins of langt?
Helga (IP-tala skráð) 1.8.2010 kl. 18:18
Síðbúið aprílgabb segirðu Helga? Ef svo er, er ansi mikið lagt í skaupið :)
Svanur Gísli Þorkelsson, 1.8.2010 kl. 18:31
Svanur, nei, ég hef aldrei fengið neinar viðvaranir frá blog.is enda aldrei brotið neinar reglur. Allt í einu var bara búið að loka. Svo kom tilkynning í tölvupósti um lokunina þar sem ég fékk enga marktæka skýringu á því í hverju mín brot eiga að felast heldur bara að bloggsíðunum hafi verið lokað og að mér sé ekki gefinn kostur á að þær verði opnaðar aftur. Svo stendur:
"Þyki þér brotið á rétti þínum þá ráðlegg ég þér að fara með það fyrir dómstóla.
Kv/Soffía"
Fallegt, ekki satt?
Grefill (IP-tala skráð) 1.8.2010 kl. 18:54
Óskar, þakka þér fyrir. Hafðu engar áhyggjur, það verður ekki þaggað niður í mér svona glatt. Hitt er frekar að ég eflist í svona mótlæti, sannaðu til.
Grefill (IP-tala skráð) 1.8.2010 kl. 19:00
Ég hef ekki lesið skilmála blog.is, og er eiginlega nákvæmlega sama hvort Guðbergur fái að blogga eða ekki. En ég tók þó eftir því, að hann "póstaði" sömu færslunni á nokkra klukkustundafresti allan daginn nú nýverið. Veit ég ekki hvort það sé brot, en það er alla vega frekar glötuð leið til að fá fleiri til að lesa.
Svo veit ég ekki hvort það sé brot að vera með þrjár blog.is síður og nota þær allar jöfnum höndum, en Guðbergur var því sem næst búinn að taka yfir bloggsvæðið, t.d. þegar hann setti upp tippleikinn fyrir Pepsi-deildina, sem hann hætti blessunarlega við, væntanlega vegna þess að enginn tók þátt.
En Guðbergur þarf auðsjáanlega að fara finna sér aðra "vinnu" í staðinn fyrir bloggið. Hann ætti kannski að prufa Twitter.
Krissi (IP-tala skráð) 1.8.2010 kl. 19:01
Farið hefur fé betra en Grefill. Bara fínt að losna við rausið í honum.
Baldur (IP-tala skráð) 1.8.2010 kl. 19:22
Það kemur mér ekki á óvart að lokað skyldi vera á Grefilinn, hann var ótrúlega óskammfeilinn í árásum á Kristinn þar sem hann sakaði hann um lygar, svindl og falsanir. Grefillinn slær öllu við í yfirgengilegri framkomu á netinu sem ég hef séð í mjög langan tíma, dónalegur og heiftarlega þrasgjarn.
Hitt er svo að ég tel alls ekki að það eigi að ritskoða Grefilinn. Mér er illa við að það skuli lokað á skoðanaskipti hér á netinu. En Mogginn býður hér upp á ókeypis aðstöðu með ákveðnum skilmálum og ef menn þverbrjóta þessa skilmála aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og ..... ja við hverju má þá búast?
Úr skilmálum:
<blockquote>Notandi samþykkir að miðla ekki ólöglegu efni, áreiti, hótunum, særandi skrifum eða nokkru öðru sem getur valdið skaða. Notandi samþykkir sérstaklega að miðla ekki háði, rógi, smánun, ógnun eða ráðast á mann eða hóp manna vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar, í samræmi við ákvæði 233. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.</blockquote>
Grefillinn hefur auðvitað margbrotið þessi skilyrði undanfarið, ráðist á einstaklinga og hóp manna með háði, rógi, smánun og ógnun. Þessi árás hefur verið vegna meintra trúarbragða téðs hóps. Hegðun Grefilsins er því klárt brot á skilmálum Mbl.is.
Brynjólfur Þorvarðsson, 1.8.2010 kl. 19:26
En ég vorkenni Soffíu, nú fær hún að kenna á Greflinum. Ætli það endi ekki með dómsmáli og nálgunarbann á Guðberg?
Brynjólfur Þorvarðsson, 1.8.2010 kl. 19:28
Það er fullt af "rausi" á blogginu Baldur en það brýtur ekki í bága við reglur bloggsins að rausa. Á meðan fólk virðir reglurnar á ekki að loka á það.
Ég sé að þú syrgir ekki örlög Guðbergs Krissi en mín meining mín er sú að mikilvægt sé að fólk viti hvar það stendur gagnvart miðlinum og reglum hans og að engum sé þar mismunað.
Svanur Gísli Þorkelsson, 1.8.2010 kl. 19:30
Sæll Brynjólfur.
Ég verð að bera fyrir mig vanþekkingu á þessum skrifum Grefils sem þú vitnar til. Ég las orðaskipti hans og Kristins og gat ekki séð að þar færi hann neitt fram úr því sem sem þykir tilhlýðilegt á þeim bæ. Ég á sjálfur dágott safn af háði og dylgjum ætlaðar mér og birtar á þeim vettvangi :)
Svanur Gísli Þorkelsson, 1.8.2010 kl. 19:41
Já það er alveg rétt Svanur að það fljúga oft glósurnar og einstaka manni hitnar í hamsi og segir meira en gott þykir. En samt held ég að okkur takist að halda okkur réttu megin við strikið?
Skrif Grefilsins nokkra síðustu daga hafa farið langt yfir strikið, einkum linnulaust einelti á Kristni og ótrúlegum árásum á hann. Ég hef aldrei séð annað eins.
Samt vil ég enn og aftur taka fram að ég er á móti ritskoðun, helst hefði ég viljað að Mbl hefði leyft honum að rausa út. En kannski er þetta best fyrir karlgreyið, hann getur hörfað í píslarvætti og reynt að jafna sig í dáldinn tíma, kemur svo kannski inn aftur í betra jafnvægi.
Brynjólfur Þorvarðsson, 1.8.2010 kl. 19:58
Sæll Svanur
Málið snýst um færslur eftir færslur á bloggi Guðbergs, þar sem fáránlega stór orð voru notuð um mig af litlu tilefni. Ég var í tvígang búinn að biðja hann formlega að hætta að tala um "ofbeldi", "mannorðsmorð" og "siðleysi" en að öðru leyti væri honum frjálst að úthúða mér að vild. Hann ansaði því ekki neinu og því fór sem fór.
Málstaður hans stóð aldrei undir þeim gífuryrðum sem hann kaus að nota um mig.
Háð og dylgjur eru annað og þú, eins og ég sjálfur, hefur oft tekið slíku eins og maður. En síendurteknar risayfirlýsingar um siðleysi og ofbeldi eru ásakanir sem þurfa að hvíla á sterkari grunni en Grefill var að bjóða upp á og það sáu það allir sem nenntu að kynna sér málið, líka trúaðir félagar Grefils.
Kristinn Theódórsson, 1.8.2010 kl. 19:59
Svanur, ég hafði varann á í samskiptum m´num við þessa menn og tók afrit af hverju einasta orði sem sagt hefur verið og verður sagt í þessu máli. Ég á öll html-skjölin nákvæmlega eins og þau stóðu.
Ég mun nú setja þetta allt upp aftur á minum eigin vegum þannig að hver sem er geti rannsakað upp á hár hvað hér gerðist. Síðan er ég með í vinnslu ritgerð um málið þar sem sannleikurinn verður afhjúpaður, studdum 100% sönnunargögnum.
Þeir Brynjólfur og Kristinn eru ekkert annað en ómerkilegir ómerkingar sem eru að reyna að ljúga sig út úr málinu hér. Allt sem þeir segja um mig og minn málflutning er lygi.
Grefill (IP-tala skráð) 1.8.2010 kl. 20:23
Einmitt svona lætur hann, Svanur, þú sérð sjálfur hvernig þetta er.
Brynjólfur Þorvarðsson, 1.8.2010 kl. 20:27
Haa? Létu þeir banna hann?
Neei, eg trúi því tæplega.
Eg er vo mikill efahyggjumaður.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.8.2010 kl. 20:37
Mér finnst nú nokkuð skondin sú hugmynd að Vantrúarmenn hafi átt að beita sér fyrir því að breiða yfir þessi skoðanaskipti. Ákveðinn aðili kom út úr þessu lítandi út eins og vanviti en ekki var það Kristinn.
Páll Jónsson, 1.8.2010 kl. 20:43
"Gaman" að sjá suma samþykkja að þagga niður í öðrum... Ég vil að allir fái að tjá sig, sérstaklega trúmenn... ekkert rústar trúarbrögðum eins vel og trúaðir.
DoctorE (IP-tala skráð) 1.8.2010 kl. 21:20
Þessi "deila" er einhver mesta steypa sem sést hefur hér og er þá langt til jafnað.
En er ekki rétt munað að Kristinn hafi leyft liði sínu að birta mynd af trúarleiðtoga Svans á bloggi sínu, honum til háðungar, og neitað að verða við kurteislegri beiðni um að taka hana niður?
Samanber: "Notandi samþykkir sérstaklega að miðla ekki háði, rógi, smánun, ógnun eða ráðast á mann eða hóp manna vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar, í samræmi við ákvæði"
bugur (IP-tala skráð) 1.8.2010 kl. 21:34
Ekki minnist ég þess. Var það á mínu bloggi, Svanur? Það held ég ekki.
Kristinn Theódórsson, 1.8.2010 kl. 21:39
Komið þið sæl; að nýju !
Krissi - Baldur - Brynjólfur Kristinn Th. og Ómar Bjarki !
Yfirklór ykkar; sérílagi, til varnar trúar kenningum, sem enginn getur hönd á fest, í þessu jarðlífi að minnsta kosti, er fremur aumkunarvert. Það er að segja; trúarbragða stagl/ eða þá trúleysis, má bíða betri tíma, að mér finnst, þar sem við Íslendingar ættum frekar, að vera að undirbúa okkur, undir alvarlegar byltingaraðgerðir, gegn ránsöflum valdastéttarinnar, ágætu drengir.
Trú; eða ekki trú - skiptir engu máli, á þessum ógnar tímum, sem við nú stöndum frammi fyrir, gagnvart glæpahyskinu, innan þings - sem utan þess !
Svo er að sjá; á ykkar viðhorfum, að sjálfsagt sé, að loka á síður þeirra, sem ykkur er í nöp við - í stað þes; að koma til varnar mál- og ritfrelsinu, eins og vænta hefði mátt, fremur.
En; Guðbergur (Grefillinn Sjálfur), stendur jafn uppréttur eftir, þrátt fyrir skenz ykkar.
Með beztu kveðjum; sem öðrum fyrri /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.8.2010 kl. 21:41
Láttu ekki svona, Óskar Helgi.
Þú ert nú alveg skynsamur karl og þarft ekki að púkka upp á svona nokkuð.
Þetta snýst ekkert um að vera í nöp, trúmál eða í hvaða klíku menn eru eða teljast vera.
Guðbergur brjálaðist bara á blogginu sínu og var með slíkar yfirlýsingar um mig að fleirum en mér þótti ótækt.
Að saka menn um að vera algjörlega siðlausir ofbeldismenn sem falsi og ljúgi til að myrða mannorð annarra er forkastanleg hegðun yfir svona tittlingaskít sem þessar umræður okkar Grefils voru.
Að sjálfsögðu er óheppilegt að loka á menn, en þetta var skýlaust brot á skilmálum mbl.is og komið langt út fyrir velsæmismörk.
Guðbergur gekk bara allt of langt í æsingnum.
Það fór sem fór.
Kristinn Theódórsson, 1.8.2010 kl. 21:58
Jú, trú og túmál og kenningar ýmsar þar að lútandi eru alltaf mikilvægar - líka á byltingartímum og kannski sér í lagi þá. Hvaða máli skiptir að bylta hinu ytra ef þú byltir eigi hinu innra? Eða í minnsta lagi og til vara sinnir hinu innra. Sannleikurinn býr hið innra með yður!
Varðandi lokun á síðum, þá finnst mér slíkt komi til álita ef gengið er úr hófi fram í áróðri og demóniseringu ákveðinna hópa - en í þessu tilfelli sem um ræðir þá er eg ekki búinn að afskrifa kenningu Helgu hérna uppi.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.8.2010 kl. 22:08
Ég verð að segja að mér þykir miður að lokað hafi verið á Grefil.
Ég hef síðan ég fór að fylgjast með honum haft lag á því að vera ósammála honum í um það bil öllu. Nema að myndin sem hann valdi sér passaði við manninn sjálfann.
Ég er á móti ritskoðun hvaða mynd sem hún tekur. Mér finnst Grefill ætti hins vegar að skammast sín fyrir það sem hann sagði um Kristinn og að ef kristinn hefði áhuga á að leita réttar síns myndi mér þykja sanngjarnt að gera það.
Ritskoðun stingur mig alltaf hins vegar.
En þar sem þetta er ekki opinber síða heldur í einka eigu er mbl náttúrulega að verja það sem telur, peningana. Það hefur slæm áhrif á þá að leyfa hvað sem er og hafa tæknilega rétt á að loka á hvern sem þeir vilja.
Veit einhver eitthvað um hvort grefillinn hafi eitthvað til síns máls varðandi þennan "æðstaprest" vantrúar hjá blog.is? Eða er þetta enn ein area51-frímúrara-samsæriskenningin hans?
Styrmir Reynisson, 1.8.2010 kl. 22:16
Já, rétt Kristinn það var á blogginu hans Hjalta Rúnars og reyndar Jón Steinar sem oft reynir sitt besta til að gera fólki til geðs :) sem setti myndina inn.
Svanur Gísli Þorkelsson, 1.8.2010 kl. 22:21
Er ekki hæpið að það hafi verið lokað á Grefilinn út af þessu langdregna og leiðinlega máli. Var ekki bara lokað á hann vegna þess að hann fór út í það að stofna flokk tækifærisinna eða eitthvað álíka?
Björn (IP-tala skráð) 1.8.2010 kl. 22:25
Hérna er umræðan og ég sé ekkert að því sem Jón Steinar gerði, greyið Svanur verður bara að reyna að lifa við það að annað fólk tilheyri ekki trúarbrögðunum hans.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 1.8.2010 kl. 22:26
Eins og sést á þessari umræðu sem Hjalti vísar á og hann bauð til á sínum og ég þáði í þeirri trú að hann væri ærlegur, er umrædd myndbirting ekki í neinum tengslum við umræðuna og aðeins sett inn til að reyna að ergja mig og misbjóða mér. Það finnst Hjalta Rúnari eðlilegt og það er hans mál.
Ég lifi einmitt ágætlega Hjalti Rúnar þótt annað fólk tilheyri ekki þeim trúarbrögðum sem ég aðhyllist af því ég reyni ekki að móðga það viljandi vegna skoðana þeirra.
Svanur Gísli Þorkelsson, 1.8.2010 kl. 22:37
Auðvita er þetta frámunalega léleg framkoma. Það sjá allir undir eins sem hafa bara fengið lámarks uppeldi. Þarna er verið að ræða mál trúartengd og vitað er að aðili máls hefur ákv. afstöðu gagnvart birtingu ákv. myndar sem óþarfi er að útlista - að þá birta hana í miðjum umræðum!
Ef menn átta sig ekki á svona atriði - þá er eigi von til að menn átti sig á mörgu.
Stundum minna sumir svokallaðir ,,vantrúarmenn" mig á svona eineltislið í skóla. Lítilmenni sem safna um sig enn meiri lítilmennum. Svo ef andað er á þá - þá hlaupa þeir heim grenjandi og klaga í pabba - sem kemur þá líklega.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.8.2010 kl. 22:44
Edit ,,Ef menn átta sig ekki á svona atriði - þá er eigi von til að menn átti sig á mörgum hinna flóknari mála"
Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.8.2010 kl. 22:45
Svanur, það gæti vel verið að Jón hafi bara ætlað að ergja þig, en við vorum að ræða um slæmar birtingarmyndir þess að bahæjar fylgja þessum manni. Þetta myndabann ykkar er hluti af því.
Gott hjá þér að móðga fólk ekki viljandi, en þú ættir ekki að ætlast til þess að annað fólk fylgi siðareglum trúarbragðanna þinna.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 1.8.2010 kl. 22:48
Komið þið sæl; enn á ný !
Kristinn Th. og Ómar Bjarki !
Þakka ykkur fyrir; kurteislega orðuð andsvör ykkar, en; ........ ég tel mig ekkert þurfa, að biðja forláts á, þó að viðhorf mín, til lokunar síðna - hér á vef, sem annars staðar, mótist svo mjög, af viðhorfum Voltaire´s heitins, og annarra genginna hugsuða, hverjir unnað hafa mál- og ritfrelsi, umfram flest annað, í þessarri tilveru.
Mér finnst; til dæmis, ESB ungliðinn,, Jón Frímann oftlega óþolandi, í andsvörum, til mín, sem margra annarra, en síðast af öllu, færi ég fram á, að frelsi hans, til orðræðunnar yrði heft, á nokkurn máta, ágætu drengir, svo,, ég tiltaki eitt dæma.
Með hinum sömu kveðjum; sem þeim fyrri /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.8.2010 kl. 22:49
"Gott hjá þér að móðga fólk ekki viljandi, en þú ættir ekki að ætlast til þess að annað fólk fylgi siðareglum trúarbragðanna þinna."
Svo?
Þetta er mögnuð staðhæfing og sýnir vanda trúmálaumræðu í hnotskurn.
Er það þá vegna þess að Jón Steinar er trúlaus, sem hann getur glaður móðgað menn viljandi á bloggsíðu Hjalta?
bugur (IP-tala skráð) 1.8.2010 kl. 22:57
Hjalti Rúnar;
Á meðan ég ætlast ekki til að annað fólk fari í einu eða neinu eftir öðrum siðareglum en það sjálft vill, hef ég samskipti við fólk á þeim grundvelli að viss háttvísi sé viðhöfð.
Ég mundi t.d. ekki bjóða múslíma eða gyðingi í mat og bera svo fram fyrir þá svínakjöt, né mundi ég líða öðrum matargestum að neyða ofaní þá kjötið. -
Kristinn. Eitt langar mig að vita. Er það satt að þú hafir klagað Grefil fyrir stjórnendum blog.is?
Svanur Gísli Þorkelsson, 1.8.2010 kl. 23:05
Svanur
Ég óskaði bara eftir því að hann væri látinn fjarlægja pistla um mig þar sem ég væri kallaður orðum eins og "mannorðsmorðingi".
Værir þú Svanur sáttur við síendurteknar fyrirsagnir og umfjöllun um þig af þessu tagi eftir samskipti okkar hér?
Kristinn Theódórsson, 1.8.2010 kl. 23:10
Svanur átti þetta síðasta að vera.
Kristinn Theódórsson, 1.8.2010 kl. 23:10
Svanur, frábært, en bloggsíðan mín er "heimilið" mitt og ég ræð því hvaða myndir eru hengdar upp á veggi þar. Ég fer ekki inn til annars fólks og heimta að það taki niður myndir.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 1.8.2010 kl. 23:11
Ég hef aldrei dregið rétt þinn í efa til að stjórna heimasíðunni þinni Hjalti, en þú ert þar ekki góður gestgjafi að mínu mati, svo mikið er víst.
Ég skil hvað þú ert að segja Kristinn og nei ég mundi ekki vera sáttur við slíkt, ekki frekar en ég var sáttur við uppnefningarnar allar sem vantrúarpjakkurinn jós yfir mig á síðunni þinni forðum og ég reyndar kveinkaði mér soldið undan :)
Svanur Gísli Þorkelsson, 1.8.2010 kl. 23:20
Og eitt í viðbót Hjalti, þekkir þú muninn á því að "heimta" og að "óska eftir" ? Treystir þú þér til að finna því stað að ég hafi "heimtað" eitthvað af þér?
Svanur Gísli Þorkelsson, 1.8.2010 kl. 23:24
Myndir sem einhver hengir upp á veggi heima hjá sér birtast ekki á netinu. Þær sjá aðeins þeir sem eru heima hjá viðkomandi, nema það sé vefmyndavél í húsinu sem sýnir beint frá heimilislífinu í sjónvarpi eða á netinu.
Theódór Norðkvist, 1.8.2010 kl. 23:47
Svanur
Eflaust hef ég gengið of langt í einhverjum tilfellum sjálfur og eflaust hef ég leyft mönnum að vera of orðljótir á mínu ábyrgðarsvæði. Ég skulda þér mjög sennilega afsökunarbeiðni, Svanur, mér heyrist það.
En það er eitt að menn rífi kjaft sín á milli í athugasemdum og annað að menn skrifi grein eftir grein til að níða andstæðinga sína með stórkostlegum gífuryrðum í fyrirsögnum til að vekja sem mesta athygli umheimsins á viðkomandi ergelsi og andúð.
Ef Grefill hefði látið það duga að ausa yfir mig ásökunum um mannorðsmorð og fleira í athugasemdum hefði enginn eftirmáli orðið af því. Hárreisti í athugasemdum er venjan frekar en hitt ;-)
Kristinn Theódórsson, 1.8.2010 kl. 23:51
Hjalti býður mönnum heim til sín og þar geta þeir hengt upp móðgandi myndir.
Háttvísi hans felst í því að taka þær ekki niður.
Sannarlega til eftirbreytni, eða hitt þó heldur!
bugur (IP-tala skráð) 1.8.2010 kl. 23:53
Svanur, þú mátt alveg nota annað orð yfir þetta. Og ég held að ég sé fínn gestgjafi, ég eyði ekki athugasemdum gesta bara af því að þær innihalda myndir sem þér líkar ekki við.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 2.8.2010 kl. 00:25
Svanur, ég skil ekki alveg þetta þjark um þessa mynd. Ef hún væri að angra mig eitthvað myndi ég einfaldlega ekki vera að horfa á hana eða minna sjálfan mig stöðugt á hana.
Snýst þetta ekki meira um þá áráttu trúaðra að reyna stöðugt að þröngva sínum gildum upp á aðra, frekar en myndin sjálf sé eitthvað "óhrein"?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.8.2010 kl. 00:40
Sæll Axel.
Myndin er síður en svo óhrein né hvílir einhver helgi á henni. Bahaíum er samt uppálagt að hafa hana hvergi til sýnis.
Myndin er ekki bönnuð með öllu, aðeins hversdagsleg meðhöndlun hennar. þessar reglur voru settar fyrst og fremst til að forðast persónudýrkun. Aðrar ljósmyndir af höfundi trúarinnar eru varðveittar í Bahai minjasöfnum en þessi er vegabréfsmynd sem var birt í franskri bók og þess vegna aðgengileg öllum.
Þessa mynd hafa óvinir trúarinnar nýtt sér óspart til að hæðast af Baháíum eins og Jón Ragnar gerir í þessari færslu hjá Hjalta.
Svanur Gísli Þorkelsson, 2.8.2010 kl. 01:03
Má þá vænta að meint "umburðarlyndi" biflíufræðingsins Hjalta nái aðeins til hins "sögulega Jésús"?
Þess hins sama og myndi væntanlega sýna viðlíka gestrisni?
Hlaupandi um víða völlu með hinn "eina rétta biflíuskilning"!
Til þess eins að árétta að þú býður mönnum inn á heimili þitt með móðgandi myndir?
Þú ert trúboði, væni minn. Og trú þín er mikil...
Þú ert dóni.
bugur (IP-tala skráð) 2.8.2010 kl. 01:22
Sko, við viljum hafa málfrelsi... trúaðir geta sett sjálfum sér einhver fáránleg höft með myndbirtingar og annað... þeir geta ekki ætlast til þess að aðrir dansi eftir dogma innan trúar þeirra.
Við höfum almennar reglur sem allir eiga að fara eftir... hörmungarnar byrja þegar trúarhöpum er leyft að setja reglur.. eins og sharia lög eða bara biblísk lög.
Það var gert hér á fyrri tímum.. þar voru menn myrtir umvörpum bara vegna þess að þeir skrifuðu ekki undir dogma reglur trúar.
DoctorE (IP-tala skráð) 2.8.2010 kl. 10:39
DoctorE
Þú veðrur að tempra rétt þinn til að tjá þig með háttvísi sem gerir öðrum mögulegt að eiga við þig samskipti. Það er ekki það sama og þjónkun við óréttlæti eða heimsku. Það hefur með mannleg samskipti að gera. - Ég borða svínakjöt sjálfur og finnst í góðu lagi að veita það gestum mínum, nema grænmetisætunum. Þeim býð ég grænmeti.
Skoðaðu heimssöguna Doctor og segðu mér um hvað og hvers vegna mannskæðustu styrjaldirnar voru háðar.
Þú munt sjá að svo kölluð pólitík og auðlindayfirráð eiga þar miklu meiri þátt en trúarbrögð. Og til þessa að hægt sé að réttlæta áganginn, verður að hæða og níða siði og háttu viðkomandi og að endingu afmennska andstæðinginn. Þá er hægt að drepa hann með góðri samvisku.
Svanur Gísli Þorkelsson, 2.8.2010 kl. 11:01
Svona fyrir forvitna sakir. Hvers vegna féllstu fyrir thessum trúarbrogdum af ollum. Eitthvad rámar mig í einhverja tísku heima fyrir thessu en flestir uxu upp úr thessu fljótlega. Thetta thótti pínu fínt á sínum tíma og menn thóttust djúpthenkjandi menn sem tóku thessa trú.
Leifur (IP-tala skráð) 2.8.2010 kl. 12:26
Svanur má nú eiga það að mínu mati að hann er einn af fáum trúuðum hér á blogginu sem hefur fulla getu til að rekja meint upphaf og eðli trúar sinnar og færa nokkuð heilsteypt rök fyrir henni - enda er hann ekki einn af þeim sem er að reyna að berjast gegn vísindalegri þekkingu.
Svo ég hljómi nú dálítið hrokafullur.
Kristinn Theódórsson, 2.8.2010 kl. 12:37
Kristinn, ég skil vel að þú skyldir hafa talað við forsvarsmenn moggabloggsins. Hefði sjálfsagt gert það sama í þínum sporum. Samt þykir mér vont að það skyldi lokað á kallinn, ég er sammála DoctorE í því að málfrelsi á að vera eins algjört og hægt er.
Brynjólfur Þorvarðsson, 2.8.2010 kl. 13:13
Sæll Leifur.
Ég svara spurningu þinni með því að vitna í þekkta skáldasagnapersónu;
"...when you have eliminated the impossible, whatever remains, however improbable, must be the truth"
Svanur Gísli Þorkelsson, 2.8.2010 kl. 13:23
Stórfurðulegt að síðunni hans Grefils hafi verið lokað.
Mætti halda að hann hafi verið að gagnrýna Dabba Kóng!!
Kristinn T. skrifar,
Svanur má nú eiga það að mínu mati að hann er einn af fáum trúuðum hér á blogginu sem hefur fulla getu til að rekja meint upphaf og eðli trúar sinnar og færa nokkuð heilsteypt rök fyrir henni - enda er hann ekki einn af þeim sem er að reyna að berjast gegn vísindalegri þekkingu.
Svo ég hljómi nú dálítið hrokafullur.
Hversu oft hefurðu ekki hraunað yfir Svan, og svo kemurðu með þetta "hól" hérna vegna þess að það hentar umræðunni. Þykist taka eftir þessu fyrst núna...ja dúde mía.
Hversu lágt geturðu lagst. Eru ENGIN takmörk fyrir því?!
Síðan þetta hjal þitt um vísindalega þekkingu, og gefur í skyn að trúfólk berjist gegn vísindalegri þekkingu. Ja, hérna. Nú er ég farinn að vorkenna þér meira en nokkuð annað.
Agnar Guðmundsson (IP-tala skráð) 2.8.2010 kl. 14:17
Agnar Guðmundsson
Af hverju notastu ekki bara við eitt nafn, góði minn?
Blóm, Arnar G, Andri G, Jóhannes, og fleira. Alltaf ný nöfn, en samt alltaf sami þrautfúli persónuleikinn.
Við Svanur höfum oft átt ágætt spjall, það er þú sem ekkert skilur, frekar en fyrri daginn.
Kristinn Theódórsson, 2.8.2010 kl. 14:23
Jón Ólafsson, Sigurður Pétursson ... hann fer að slá met í persónusköpun!
Brynjólfur Þorvarðsson, 2.8.2010 kl. 14:31
k skrifar,
Við Svanur höfum oft átt ágætt spjall, það er þú sem ekkert skilur, frekar en fyrri daginn.
Hvað er það sem ég skil ekki hjá þér. Hrokinn þinn, yfirlætið, rökleysið, eða bara sitt lítið af hverju?
kv. hinn þrautfúli
Agnar Guðmundsson (IP-tala skráð) 2.8.2010 kl. 14:54
Allt, Agnar minn, það er allt og meira til sem þú ekki skilur. Það hefur þú löngum lagt mikla vinnu við að sýna mér og öðrum, að þú skilur ekkert og ert þrautfúll persónuleiki.
Kristinn Theódórsson, 2.8.2010 kl. 15:01
Ég heyri að menn eru greinilega í sárum eftir orrahríð við Grefil.
Þú verður snöggur að rétta þig við!! Hafðu engar áhyggjur!
Agnar Guðmundsson (IP-tala skráð) 2.8.2010 kl. 15:08
Komdu bara fram undir eigin nafni og sýndu snefil af heiðarleika áður en þú ferð að bauna á aðra, Agnar. Ég held að það væri kannski gott fyrsta skref fyrir þig.
Kristinn Theódórsson, 2.8.2010 kl. 15:20
Hvernig væri nú að halda sig við umræðuefnið, fyrst að við erum að ræða um heiðarleika?
Ég held að það skipti engu máli hver ég er, og er ekki í þessu sambandi. Lofa því
Agnar Guðmundsson (IP-tala skráð) 2.8.2010 kl. 15:43
þetta er orðið svolítið sorglegt grefill
Styrmir Reynisson, 2.8.2010 kl. 15:43
Ég sé að menn halda að ég sé orðinn allir sem hafa séð í gegnum Kristinn, Brynjólf og alla þessa ofsatrúarmenn hjá Vantrú. Hvílík vænisýki. Verði þeim að góðu bara.
Svanur, bara að segja þér það, ég fylgdist grannt með því þegar Hjalti beitti þig og annað bahaí-fólk því ofbeldi að vanvirða sjálfsagða ósk þína um fjarlægja umrædda mynd af þræðinum. Svo þola þeir ekki sjálfir þegar fólk heldur því fram að meint "trúleysi" þeirra sé í raun bara enn ein trúarbrögðin. Slíkt kalla þeir að maður sé að "svívirða þá". Meiri vesalingarnir.
Agnar, Bugur og fleiri: Ég fullvissa þig og aðra sem eru búnir að sjá í gegnum Kristinn og hina öfgapostula Vantrúar að ég er rétt að byrja í minni baráttu við þessa menn og ofsatrúarsamtök þeirra.
Þótt blog.is hafi lokað á mig þá mun það ofbeldi ekki gera neitt annað en að styrkja minn málflutning til lengri tíma litið auk þess að losa mig endanlega undan ritskoðun blog.is. Það mun taka tíma að afhjúpa þessa menn og öfgasamtökin þeirra. Af tíma hef ég nóg og ræð auk þess yfir því beitta vopni sem mun fella þá: Sannleikanum.
Grefill (IP-tala skráð) 2.8.2010 kl. 16:24
Náðust ekki einhverjar sættir á milli ykkar drengir, Grefill og Kristinn, á síðu Óskars Helga?
Hvernig fóru þau mál? Ef mig minnir rétt ætlaði Kristinn að draga kvörtun sína til baka, ef síðan yrði ekki minnst á málið aftur. - Auðvitað getur Kristinn ekki tryggt að blog.is opni síður Grefils aftur, en sáttin var góð, engu að síður.
Það hefur í sjálfu sér ekkert nýtt komið fram í þessu máli um hríð, utan þessarar sáttar, þrátt fyrir að það hafi hlotið umfjöllun víða á bloggsíðum hér um slóðir.
Svanur Gísli Þorkelsson, 2.8.2010 kl. 16:49
óskop er thessi ritdeila Grefils og Kristins ordin aumkunarleg. Bádir stórskaddadir eftir thessi afglop. Eftir stendur ad bádir á hnjánum bidjandi um vidurkenningu og fyrirgefningu annara bloggara. Thad vantadi ekki vindinn í thá báda thegar vitleysan byrjadi. Nú skyldi í eitt skipti fyrir oll komist til botns hvor hefdi rétt fyrir sér.
Leifur (IP-tala skráð) 2.8.2010 kl. 16:50
Þetta er nú bara búið að vera ágætt fjör að mörgu leyti. Margt búið að fjasa og mesta dellan verið leiðrétt.
Kristinn Theódórsson, 2.8.2010 kl. 17:19
Ég á varla orð yfir hneykslun minni á lokun bloggsins á Grefill og þá sérstaklega ef var gert án viðvarana. Ef ástæðan var hans "árás" á meðlim vantrúar þá er hneykslun mín enn meiri.
Ég hef tekið eftir hvernig vantrúarmeðlimir starfa hér á blogginu. Hef ég margoft orðið vitni að því hvernig hertaka umræður. Ef einhver tekur sig til og annaðhvort gagnrýnir þá eða koma með skoðanir tengt trú þá hrúgast þeir inn "systematic" með athugasemdir í mjög löngu máli. Tröll bloggsins að mínu áliti.
Duglegir eru þeir í að grípa orð sem einhver ritar og snúa því í gagnrýni á sína persónu og heimta stöðugt skýringar og sönnun á hvar gagnrýnin liggur án þess að lesa svör sem þeir fá eða jafnvel snúa þeim svörum í að sé enn meiri gagnrýni.
Ég gæti séð þann leik hjá sumum þessara aðila innan vantrúar að draga aðila sem gagnrýnir þá í átt að einhverjum umræðum sem að lokum verður til þess að aðilinn gerist óvart brotlegur við reglum bloggsins hjá mbl.is.
Eitt sem ég tek einnig eftir en það eru þær myndir sem þeir hafa af sinni persónu. Uppsettar eins og séu miklir hugsuðir en koma mun meira út sem uppskafningar (eða þaðan af verra).
Eins og tek fram að ofan, þá hef ég margoft orðið vitni af því þegar þessir aðilar yfirtaka spjall um trúmál eða um þeirra samtök án þess þó að ég sé sérstaklega að leita að þess konar umræðum. Var ég persónulega nokkuð nálægt því að skrifa færslu á mitt "web-log" tengt öfga meðlimanna í þeirra vantrú eftir að hafa orðið vitni að því hvernig þeir haga sér á blogginu.
Ákvað ég að lokum að gera það ekki, leiða þá hjá mér, því ég hafði engan áhuga á að gefa þeim eldsneyti.
Ignito, 2.8.2010 kl. 17:35
Vel maelt hjá ignito. Myndirnar af theim eru alveg dásamlegar. Their hljóta ad hafa velt theim mikid fyrir sér og spurt hvorn annan rádlegginga.
Leifur (IP-tala skráð) 2.8.2010 kl. 17:53
Ignito
Það er áhugavert að þú skulir gefa þér svona mikið af forsendum og vera svona heitur án þess að þekkja til málsins. Þykja þér fordómar sem þessi bera þér góða söguna?
Eða skiptir sanngirni engu máli ef Vantrú kemur við sögu af því að þú ert með ákveðna mynd í huga af einhverjum félögum samtakanna?
Kristinn Theódórsson, 2.8.2010 kl. 18:23
K.Th: "ditto" varðandi að gefa sér forsendur, fordóma og hita eftir lestur á minni athugasemd.
Og gefa sér það að aðili þekki ekki til málsins, eða bregða brigður á það, virðist frá mér séð notað til að gefa umræddri athugasemd minna vægi.
Ætla ég samt að forðast meira orðaskak hér bloggi Svans. Vill ekki fylla hans blogg og snúa jafnvel umræðunni á annan veg en upphafsfærsla ætlaðist til. Viðurkenni þó að hafi farið útaf því spori í fyrri athugasemd minni. Bið ég Svan forláts vegna þessIgnito, 2.8.2010 kl. 19:15
> Ég las orðaskipti hans og Kristins og gat ekki séð að þar færi hann neitt fram úr því sem sem þykir tilhlýðilegt á þeim bæ. Ég á sjálfur dágott safn af háði og dylgjum ætlaðar mér og birtar á þeim vettvangi :)
Sæll Svanur. Hvar finn ég háðið og dylgjurnar um þig á síðu Kristins? Kom háðið nokkuð í kjölfar bloggskrifa þinna um "feitan pjakk"?
Matthías Ásgeirsson, 2.8.2010 kl. 19:21
Svanur: Strax eftir það sem gerðist á síðu Óskars sendi Kristinn mér alveg makalausan póst þar sem hann sagðist bara hafa verið að ljúga á síðu Óskars. Hann hygðist ekki reyna neitt til að aflétta lokuninni nema ég gengi að enn frekari afarakostum hans. Viltu sjá bréfið frá honum? Það opinberar mjög vel hvaða mann hann hefur í raun að geyma.
Grefill (IP-tala skráð) 2.8.2010 kl. 19:37
Ég sagðist ekki hafa samvisku í að mæla með manni sem hefði ekkert við það að athuga að skrifa um menn með fullu nafni þeirra út af svona smámunum að þeir séu siðlausir mannorðsmorðingjar og ofbeldismenn.
Ég bauð Guðbergi að halda áfram að úthúða mér um allar trissur ef hann tæki stóru orðin aftur og viðurkenndi á blogginu að gífuryrðin væru of mikið af því góða og hefðu verið skrifuð í bræði.
Þá skyldi ég mæla með honum.
Kristinn Theódórsson, 2.8.2010 kl. 19:57
Berið saman það sem Kristinn sagði á síðu Óskars um að hann myndi reyna að fá lokuninni aflétt og svo því sem hann segir hérna.
Annars var pósturinn frá honum miklu lengri en hann er hér að segja og miklu svæsnari.
Ég skal bara birta hann til að taka af öll tvímæli.
Grefill (IP-tala skráð) 2.8.2010 kl. 20:20
Sæll Matthías.
Nei þetta sem ég er að tala um kom til löngu áður en ég kallaði þig "einhvern feitan pjakk" í algjörum spuna eins og ég tók síðan fram í athugasemd.
Kristinn veit alveg hvað ég er að tala um eins og kemur fram í einni athugasemd hans hér að ofan. Þess vegna er ég ekkert að rifja þetta hér upp frekar.
Ef þú hefur áhuga get ég sent þér við tækifæri eitthvað af þínum eigin athugasemdum sem falla vel undir þetta.
Svanur Gísli Þorkelsson, 2.8.2010 kl. 20:22
Já, spuni þinn er skrítinn það er annað mál. Gaman samt að sjá nú að þú játar að hafa kallað mig það - á sínum tíma reyndir þú að þvertaka fyrir að svo væri, sagðir að þetta væri bara oftúlkun hjá mér!
Hvað um það, þú mátt endilega vísa mér á þetta á síðu Kristins, ég reyndi að leita en fann ekkert sem getur fallið undir þetta.
http://www.google.com/search?sourceid=chrome&ie=UTF-8&q=site:kt.blog.is+%22Svanur+G%C3%ADsli%22
Já og sendu mér endilega mínar eigin athugsemdir. Því fleiri því betra.
Matthías Ásgeirsson, 2.8.2010 kl. 21:00
Skoðanakönnun hér: http://saemi7.blog.is/blog/saemi7/entry/1081621/#comment2950541
Kristinn Theódórsson, 2.8.2010 kl. 21:08
Tepruskapur Moggans ríður ekki við einteyming. Blogghjal um ofbeldi og siðleysi er í rauninni einskisvert og skaðar engan. Ég hvet menn til þess að skoða sjálfir útlendar blog-síður, td google groups. Ætli það muni þá ekki líða yfir aumustu teprurnar. Það eru því miður hin kvenlægu gildi sem hreykja sér yfir alla umræðu hér á landi og banna fólki að munnhöggvast almennilega......það er nú kengurinn í málinu.
Baldur Hermannsson, 2.8.2010 kl. 21:53
Jæja, hvort sem blogg.is opnar aftur á gömlu síðurnar mínar eða ekki þá hef ég fengið fullt leyfi kunningja míns til að koma mínu máli á framfæri á hans síðu. Það verður spennandi að sjá hvort blog.is vogi sér að loka þessari síðu eins og þeir gerðu með mínar.
Skoðið hér.
Grefillinn Sjálfur, 2.8.2010 kl. 22:18
Ég leitaði líka á gamla blogginu hans Kristins (andmenning.blog.is) og finn ekki nokkra umræðu sem passar við þessa lýsingu þína Svanur. Er hræddur um að þú þurfir að hjálpa mér.
Matthías Ásgeirsson, 2.8.2010 kl. 23:39
Sáttahöndin hefur löngu verið rétt fram, en getur Grefil hætt?
Kristinn Theódórsson, 3.8.2010 kl. 09:52
Umræðan er alfarið komin hingað svo maður þurfi ekki að vera að svara á öllum síðum úti um allt.
Vonandi lýkur þessu máli hér í dag.Grefillinn Sjálfur, 3.8.2010 kl. 12:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.