Er það furða?

Frá því að Jón Gnarr gekk til samninga við Dag hefur þrennt komið fram. Viðræðurnar ganga vel, Dagur verður formaður borgarráðs og Jón Gnarr Borgarstjóri. Jú svo hefur verið opnaður athugasemdakassi um borgamál á netinu.

Fréttamenn hafa ekki mikið að moða úr enda ekkert nýtt komið fram og því engin furða þótt þeir glorsoltnir leiti í fortíðina. - En eins og með nútíðina er fortíðin bara grín og allir vita að hún var grín.

Hvenær og hvort grínið tekur enda er ekki gott að segja. Umboðið sem Gnarr sótti til kjósenda sinna var til að halda áfram gríninu. Það hefur hann efnt fram að þessu. 


mbl.is Danir rifja upp myndband með Jóni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Það er búið að reyna ýmsar aðferðir við að stjórna borginni. Nú er komið að glaðlegu leiðinni og hún gæti allt eins orðið sú besta.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 5.6.2010 kl. 17:39

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Glaðlega leiðin er bara fín en hún þarf að vera heiðaleg líka. Finnst þér þú ekki hafa verið plötuð dálitið með að fá ekki t.d. Þjóðarstjórn í Reykjavík? Bjuggust ekki flestir við að Jón væri ekki að grínast þegar hann sagðist vilja vinna með öllum og spurði hvort nokkuð þyrfti meirihluta og minnihluta.

Svanur Gísli Þorkelsson, 5.6.2010 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband