Hver verða örlög MV Rachel Corrie

Fljótt mun kastljósum fjölmiðla verða beint að írska flutningaskipinu MV Rachel Corrie. Skipið, sem er nefnd eftir bandaríku andófskonunni Rachel Corrie sem varð undir jarðýtu ísraelska varnarliðsins á Gaza strönd árið 2003,  er um þessar undir undan ströndum Líbýu en siglir hraðbyri í átt til Gaza með matvæli og hjálpargögn.

Upphaflega var ætlunin að skipið hefði samflot með skipalestinni sem Ísraelsmenn stöðvuðu og færðu til hafnar fyrr í vikunni. En vegna tafa er skipið 48 klukkustundum á eftir áætlun.

Ísraelar hafa hótað jafnvel en harðari viðbrögðum reyni skipið að rjúfa herkví þeirra um Gazaströnd þrátt fyrir að fjöldi ríkistjórna vítt og breytt um heiminn hafi fordæmt aðgerðir þeirra um borð í Mavi Marmara þar sem níu manns létu lífið þegar Ísraelskir sjóliðar réðust um borð.

Írska ríkisstjórnin hefur í sérstakri yfirlýsingu krafist þess að skipið fái að fara ferða sinna óáreitt til Gaza og írski forsætisráðherrann Brian Cowen sagði að "ef að einhver okkar þegna hlýtur skaða af, munu afleiðingarnar verða mjög alvarlegar". Þá hefur utanríkisráðherra Írlands Micheál Martin einnig krafist þess að skipið verði látið í friði.

Um borð í Rachel Corrie eru fimm Írar og fimm Malasíumenn.

Vítt og breytt um heiminn ræða þing og ríkisstjórnir atburði síðustu daga utan fyrir ströndum Gaza. Viðbrögð flestra hafa verið á einn veg, fordæming á athæfi Ísraelsmanna. Spurningin sem brennur mest á vörum stjórnmálamanna er að fá úr því skorið hvort Ísraelsmenn hafi brotið alþjóðaleg hafréttarlög með árás sinni á  Mavi Marmara.

Fram að þessu eru yfirgnæfandi meirihluti þeirra hafréttarfræðinga sem um málið hafa fjallað sammála um að Ísraelsher hafi brotið alþjóðleg lög með árás sinni á skipið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svanur, spoiler alert!

Ég hef bæði séð þessa mynd áður og lesið prógrammið, það er útgefið af ríkisstjórn Ísrales, svo ég veit hvernig þetta fer. Skipið verður dregið til hafnar af Ísraelska flotanum og allur varningur talinn Ísraelsríki hættulegur, "sement" þar með talið, gerður upptækur.

Kristján Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.6.2010 kl. 16:30

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Villi í Köben hefur svar við því

Finnur Bárðarson, 2.6.2010 kl. 16:59

3 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Teir verda drepnir fladir og steiktir a teini eins og venjulega allt tekid upp a myndband og sidan eru herigheitn synd i grunnskolum judanna tvi ungur nemur gamall temur.

Þorvaldur Guðmundsson, 2.6.2010 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband