Byssumaður drepur fjölda í Bretlandi

Morgunfréttirnar hér í Bretlandi eru ekki góðar.

Í hinu fagra héraði Cumbríu gengur maður enn laus eftir að hafa skotið til dauða fjölda manns og sært enn fleiri. Nýjustu fréttir herma að ekki færri en 11 manns liggi í valnum.  Lögreglan í þessari friðsömu sveit hefur kallað á sérsveitir landsins sér til aðstoðar en maðurinn ók um á silfur lituðum Picasso frá bæ til bæjar í morgun og skaut á allt og alla og skildi eftir sig slóð fjölda látinna fórnarlamba og enn fleiri særðra. Sagt er að öll fórnarlömbin hafi verið skotin í andlitið.

Talið er að hann hafi nú yfirgefið bílinn og sé fótgangandi. Fólki á svæðinu er ráðlagt að halda sig innan dyra og fara ekki til vinnu sinnar.

Lögreglan heldur að hér sé á ferð maður að nafni Derrick Bird og hefur birt af honum mynd. Annað er ekki vitað um manninn á þessu stigi, en haldið er að hann sé leigubílstjóri.

ps.

Nýjustu fréttir herma nú að maðurinn sé fundinn, látinn í skógarjaðri með byssu við hlið sér.


mbl.is Morðingja leitað í Cumbriu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guð minn góður, þetta er alveg hræðinlegar fréttir! Og ef það er rétt að hann er búin að drepa sjálfan sig, þá komumst við líklegast aldrei að því hvað fékk þessa ófreskju til að fremja þessi voðaverk.

Iris (IP-tala skráð) 2.6.2010 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband