1.6.2010 | 10:18
Klúðrið um borð í Mavi Marmara
Þá byrjar fjölmiðladansinn fyrir alvöru. Ísraelsmenn vita að árásin var klúður en reyna samt hvað þeir geta til að réttlæta aðgerðir sínar.
En þeir gæta þess um vel leið, til að byrja með a.m.k. að engir fjölmiðlar komist í tæri við þá sem voru um borð í skipinu. Þannig verður það á meðan það versta blæs yfir.
Fjöldi þjóða hefur þegar fordæmt árásina á skipið en um borð voru að mestu leyti Tyrkir en einnig farþegar af öðrum þjóðernum eins og lesa má um hér.
Árásin mistókst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Aukaflokkar: Bloggar, Fjölmiðlar, Mannréttindi | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Check this out
Efni
Tenglar
Gott að vita
- Origins Of Conflict In The Middle East: Afar góð grein um atriði sögunnar sem sjaldan er fjallað um
- HÆTTULEGAR HUGMYNDIR
- Knattleikur, helg Íþrótt? Frábær síða um uppruna "Knattsleiks eða Íshokkí"
- Rökvillur og samræðubrellur Greinargóð lýsing á helstu rökvillum og samræðubrellum
- Stjórnarskrá Íslands Stjórnarskrá
- Af hverju hata þeir okkur? Jihad í nútímasögu íslam og Mið-Austurlanda Magnús Þorkell Bernharðsson
- Fasistar og hálfvitar
ELDRI FÆRSLUR
- Ef til er Guð, hver skapaði þá Guð?
- Kom Kristur árið 1844?
- Email að handan
- Stighækkandi opinberun, tengslin milli manna og Guðs samkvæmt Bahai kenningum
- Matthías Jochumsson og hinn persneski Messías
- Gyðinglegur uppruni landvætta og skjaldarmerkis Íslendinga
- Orð sem vert er að kunna skil á
- Guð er Allah - Allah is God - God est Theos - Hvaða tungumál talar þú?
- Tahirih
- Kahlil Gibran og Bahai trúin
- http://
Myndbönd
Bloggvinir
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Dagný
- Sigrún Jónsdóttir
- Anna Einarsdóttir
- Anna Gísladóttir
- Arnar Pálsson
- Arinbjörn Kúld
- Ketill Sigurjónsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Egill Bjarnason
- Baldur Kristjánsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Anna
- Gunnhildur Sigurjónsdóttir
- Guðmundur Ásgeirsson
- BookIceland
- brahim
- Charles Robert Onken
- Hannes
- Tryggvi Hjaltason
- Anna S. Árnadóttir
- Hrannar Baldursson
- Dúa
- Drífa Kristjánsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Viðar Eggertsson
- Einar G. Harðarson
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Árni Karl Ellertsson
- Púkinn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brattur
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Guðmundur Pálsson
- Graceperla
- Grétar Mar Jónsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðjón Ó.
- Guðmundur Júlíusson
- Gulli litli
- Gylfi Guðmundsson
- Halla Rut
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Rafn Ingvason
- Þorkell Sigurjónsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Sigga Hjólína
- Bókaútgáfan Hólar
- Hólmdís Hjartardóttir
- Höskuldur Búi Jónsson
- Hrafn Andrés Harðarson
- Óskar Steinn Gestsson
- Hugrún Jónsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Svava frá Strandbergi
- Kári Gautason
- Jón Baldur Lorange
- Já Ísland
- Jakob S Jónsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann G. Frímann
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jonni
- Jón
- Bergur Thorberg
- Kalikles
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Hjalti Tómasson
- kiza
- Sólveig Klara Káradóttir
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafnhildur Þórarinsdóttir
- Kristberg Snjólfsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristinn Theódórsson
- Heimir Eyvindarson
- OM
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- SeeingRed
- Lýður Pálsson
- Lýður Árnason
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Marinó G. Njálsson
- Marinó Már Marinósson
- Magnús Bergsson
- Mofi
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Nexa
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Aðalsteinn Baldursson
- Jón Svavarsson
- Páll Vilhjálmsson
- Sandra María Sigurðardóttir
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Heimir Tómasson
- Róbert Tómasson
- Sæmundur Bjarnason
- Fullt nafn
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sammý
- Sigurður Fannar Guðmundsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigþrúður Pálsdóttir
- Sigurveig Eysteins
- Sigurður Jónsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Auðun Gíslason
- Óskar Þorkelsson
- Helga skjol
- Gunnar Skúli Ármannsson
- hilmar jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Þorsteinn Briem
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Grétar Eiríksson
- Sigurður Árnason
- Svala Jónsdóttir
- Svartagall
- Óskar Helgi Helgason
- TARA
- Þarfagreinir
- Þór Saari
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þórdís Bachmann
- Þór Ludwig Stiefel TORA
- Sigurður Rósant
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Andrea
- Villi Asgeirsson
- Vilhjálmur Árnason
- Margrét Sigurðardóttir
- Zaraþústra
- Zedith
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Steinþór Ásgeirsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Friðardúfurnar" um borð á tyrknesku skektunum sungu söngva þar sem þeir minntust útrýmingarherferðar Múhammeðs spámanns gegn gyðingum.
http://palwatch.org/main.aspx?fi=157&doc_id=2323
Syngur þú með á viðlaginu, Svanur?
Aðrir töluðu um að taka Gaza eða deyja sem píslarvættir. Styður þú slíkar friðaraðgerðir, Svanur?
Ef svo er, segi ég bara Bæ, Bahaí
Vinsamlega lestu þetta blogg mitt: http://www.postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/1062395/
Árás friðarsinnanna mistókst.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 1.6.2010 kl. 10:35
Ron Prosor sendiherra Ísrels í Bretlandi hefur sagt að þessi aðgerð hafi verið klúður. Gamlir stríðsdansar breyta engu þar um Vilhjálmur. Af þinni umfjöllun mætti halda að skipin hefðu verið í ísraelskri lögsögu. Svo var ekki.
Svanur Gísli Þorkelsson, 1.6.2010 kl. 10:49
Lögsaga Ísraels yfir Gazaströnd hefur ekki verið látin af hendi til Hamas, aðeins landið. Kynntu þér þér það sem þú bloggar um.
Ron Prosor talar víst á eigin vegum, ekki á vegum þeirrar stjórnar sem hann er talsmaður fyrir. Ætli kallinn fari ekki heim bráðlega.
Þú syngur sem sagt með á viðlaginu. "Khaibar, khaibar Jahud". Það er ljótur Svanasöngur.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 1.6.2010 kl. 10:55
Vilhjálmur, lögsaga Ísraelsmanna nær ekki til þess alþjóðlega hafsvæðis þar sem árásin á skipið var gerð. Kynntu þér málið ;=)
Viðmót þitt minnir mjög á paranojuna í Geroge Bush " Evryone who is not with us is against us." -
Svanur Gísli Þorkelsson, 1.6.2010 kl. 11:13
Því miður hafði Bush stundum rétt fyrir sér. Hefur þú einhvern tíma hitt einhvern sem vill drepa þig og ryðja þjóð þinni á sjó fram? Þannig fólk er til, t.d. á Gaza.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 1.6.2010 kl. 11:16
Enn og aftur halda Ísraelsmenn áfram útrýmingarherferð sinni. Þeir hlífa engum, hvort sem þú ferð í friði eða ekki. Ég segi nú er nóg komið og tími aðgerða kominn. Stefna Ísralelsmanna er kynþáttastefna (eins og hjá Suður Afríku forðum daga) og sú stefna var brotin á bak aftur með algerri einangrun alþjóðasamfélagsins. Við verðum að setja viðskiptabann á ísraelsmenn og útiloka þá frá öllu alþjóðasamstarfi
þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 12:42
Já, þá er vissara að svelta meira en miljón manns, halda þeim í því sem ekki er hægt að kalla annað en risastórt fangelsi - konur, börn og gamalmenni meðtalin - og neita nokkrum utanaðkomandi að veita þeim aðstoð og beita jafnvel vopnavaldi til þess. Það mun örugglega koma þeim í skilning um villu síns vegar.
Stór hópur erlendra friðarsinna voru með í för, þ.m.t. friðarverðlaunahafi Nóbels. Þeir voru semsagt bara "stooges" fyrir heilagt stríð nokkra tyrkja með járnstangir og eldhúshnífa?
Ég hef stundum verið ánægður með ábendingar þínar um þjónkun líberalista við vafasama "byltingar"hópa í Miðausturlöndum en hérna skýtur "Ísrael er ófært um að gera rangt" þjónkun þín langt yfir markið Vilhjálmur.
Villi (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 12:49
Spurning hvað israelar gera næst. Samkv. sumum heimildum eru tvö skip með hjálpargögn á leiðinni.
IDF hefur gefið út skilaboð:
'Next time we'll use more force'
"Navy prepares for expected arrival of 2 more activist ships" (jerusalem post)
Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.6.2010 kl. 12:56
Það næsta sem gerist hefur þegar gerst. Egyptaland hefur opnað landamæri sín og inn í Gaza streymir hverskyns vopnabúnaður frjálst. Inn í Egyptaland streyma friðsamir Palestínumenn sem ekki vilja dvelja lengur í Gaza. Hefndaraðgerðir Hams gegn Ísrael eru í undirbúningi.
Svanur Gísli Þorkelsson, 1.6.2010 kl. 13:42
Finnst engum það skrýtið að eftir þessar aðgerðir skuli Egyptar opna landamærin milli Egyptalands og Gasa. Hvers vegna voru þau lokuð? Það er spurning sem menn mættu velta fyrir sér. Annað sem gott er að íhuga það er hvers vegna flest lönd í kringum Ísrael hafa ekki hjálpað Palestínumönnum sem eru í þeim löndum og búa við illan kost í flóttamannabúðum þar. Það virkar á mig sem svo að þeim ( Líbanon,Sýrlandi og Jórdaníu) hugnis það að hafa Palestínumenn í flóttamannabúðum og nota sem blóraböggla.
Kjartan (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 16:43
Kjartan: Politik i Egyptalandi...Fram að þessu hefur landamærastöðin verið að mestu lokuð vegna þess að stjórnarandstöðuflokkurinn í Egyptalandi hefur náin tengsl við Hamas sem náðu völdum á Gaza fyrir þremur árum.
Svanur Gísli Þorkelsson, 1.6.2010 kl. 16:56
Visir.is 1.06 2010
Stjórnvöld í Ísrael höfðu margsinnis sagt að skipalestin fengi ekki að sigla að Gaza ströndinni. Þess í stað höfðu þau boðið að hún færi til hafnar í borginni Ashdod og hjálpargöngin yrðu send þaðan landleiðina til Gazaströndina.
Þau höfðu í leiðinni beðið um að tekinn yrði með pakki frá fjölskyldu ísraelska hermannsins Gilads Schalit sem hefur verið fangi Hamas samtakanna í nær fjögur ár. Þessu var hafnað.
Ef tilgangur ferðarinnar var að fara með hjálpargögn til fólksins á Gaza, hvernig stendur þá á því að þeir höfnuðu þessari tillögu ?
Voru kannski aðrar ástæður fyrir þessari "friðarför". Einnig þegar skoðuð eru myndbönd af atvikinu að þá sést þegar "friðarsinnarnir" ráðast með offorsi á sjóliðana með hnífum og bareflum og einum þeirra er hent í sjóinn.
Þetta var enginn friðarleiðangur, þarna var farið til að koma höggi á ísrael og þarlend stjórnvöld og fá almenningsálitið gegn Ísrael.
Það tókst og meira að segja einfeldningarnir hér á landi gagga og góla með að slíta eigi stjórnmálasambandi við Ísrael og viðskiptabann og ég veit ekki hvað og hvað.
Eigum við ekki að fá alla málavexti og fá allar upplýsingar um hvað gerðist þarna, áður en farið verður út í svona aðgerðir.
Virkilega dapurlegt að horfa upp á þingmenn í þessari nefnd fara svona hrapalega framúr sér í þessu máli.
Þvílík öfgamennska.
ThoR (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 17:23
Nú hefur frú Clinton utanríkisráðherra USA kallað eftir að herkvínni verði aflétt af Gaza því hún sé ómannúðleg og ekki sé unnt að framfylgja henni hvort eð er.
Svanur Gísli Þorkelsson, 1.6.2010 kl. 23:44
Ef við lítum á málið á raunsæjan hátt þá kemst maður ekki hjá því að skella skuldina á aðgerðarsinnana sem mættu alþjóðlega viðurkenndri og lögmætri hersveit með ofbeldi og þeirra ásetningur var augljóslega að murka úr þeim lífið.
Þegar alþjóðlega viðurkennd hersveit stöðvar skip þitt eða bát á alþjóðlegu hafsvæði þá hlýðir þú skipunum hennar og leyfir henni að framkvæma leit og aðhafast eins og hún vill. Aðgerðarsinnarnir bjuggu yfir þeirri vitneskju að þeir yrðu stöðvaðir á för sinni til Gaza af ísraelum og gerðu sér fullkomlega grein fyrir því að ofbeldi yrði mætt með hörku. Ef öllum skipunum hersveitanna hefði verið hlýtt þá hefði engin slasast eða látið lífið.
Þetta er í rauninni ekki flóknara en svo og því kemst maður ekki hjá því að fordæma ofbeldisverk aðgerðarsinnana sem stuðluðu að drápum og limlestingum fólksins á bátnum sem hefði ekki þurft að láta lífið eða slasast. Ef ísraelar hefðu farið um borð með þeim ásetningi að drepa farþegana með köldu blóði tilefnislaust þá hefðu hærri tölur um mannfall verið komnar fram. Ég fordæmdi harðlega síðustu ofbeldisverk ísraelsmanna á gazaströndinni og þá hafði ég líka gilda ástæðu til þess en hérna eiga aðrir hlut að máli sem eiga skilið fordæmingu mína. Sjálfsögðu er hafnbannið hörmulegt og í rauninni ólögmætt og flest það sem það ísraelar hafa gert er varðar gazaströndina og ofbeldisverk þeirra þar en við megum ekki gleyma okkur í hatrinu og dæma óréttlætanlega ísraelsmenn í þetta skiptið. Alvöru friðarsinnar ættu að gera sér grein fyrir því hvar sökin liggur í þessu tilfelli og fordæma þá sem skilið eiga fordæmingu og eru svo sannarlega sökudólgar. Þeir voru valdar að óþarfa þjáningu og eiga án efa eftir að valda meiri þjáningu á þessu landsvæði í náinni framtíð.
Sigurður Árnason, 2.6.2010 kl. 21:28
Þetta er svo sem ekkert nýtt Sigurður Á. Annar aðilinn staðráðin í að ögra, mótaðilinn staðráðin í að mæta ögruninni með hverjum þeim meðulum sem þurfa þykir.
Andófsmenn vissu að þeir fengju ekki að hafa herkvína að engu mundu þeir þurfa að hámarka athyglina. Ísraelar vissu að ef skipin fengju að fara óáreitt mundi orðstír þeirra bíða hnekki, ólögmæti hafnarbannsins verða augljósara þar sem það héldi ekki.
Svanur Gísli Þorkelsson, 2.6.2010 kl. 23:12
Allir sem hafa misst fjölskyldumeðlimi vegna Hamas vita að hafnbannið á Gaza er í gildi og það verður það þangað til íbúar Gaza láta af árásum sínum á Ísraelsríki og yfirlýsingum um að þeir ætli sér að myrða alla gyðinga. Hinn venjulegi íbúi Gaza á eftir að þakka fyrir þetta hafnbann.
Hjálpargögn þau sem fundust í Mavi Marmaris voru strax send til landamæra Ísraels og Gaza. Síðast þegar ég vissi, voru Gazverjar ekki búnir að ná í hjálpargögnin.
Í fréttum í gær hélt nýliði á Fréttastofu RÚV því fram, að Ísraelsmen hefðu ekki sent varninginn til Gaza. Það er líklega hins vegar ólæsi og hatur í bland. Hann heitir Stefán Svavarsson. Og svo er honum sagt að vinna svona af Boga og Óðni.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.6.2010 kl. 18:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.