Heimskuleg hugmynd?

Íslenska ríkið (við) eigum 81% af Landsbankanum. Við höfum grætt 8,3 milljarða á honum fyrsta fjórðung ársins og talsvert í viðbót í formi skatta. Landsbankinn er góð mjólkurkú, engin vafi.

Nú þarf einhver snjall að reikna út hversu marga miljarða í viðbót Landsbankinn (við)  þarf að græða svo ekki þurfi að selja á nauðungarsölu ofan af fólki sem á sínum tíma fékk lán og getur ekki borgað vegna atvinnumissis eða stórkostlegra hækanna erlendra myntlána í kjölfar hrunsins.

Og svo þarf einhverja aðra eldklára manneskju til að útskýra fyrir mér hvers vegna það er alls ekki hægt að gefa fólki eftir skuldir (sem það í raun efndi ekki til)  en  hneppa það frekar í ævilangt skuldafangelsi ef það vill eiga þak yfir höfuðið.

Eru þessir aurar ekki okkar sameiginleg eign?

Og er hægt að nota þá í eitthvað þarfara?


mbl.is 8,3 milljarða hagnaður Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Alveg tvímæla laust en þá er ekki hægt að borga bónusana sem ríkisstjórnin lofaði fyrir vel unnin mjaltastörf!

Sigurður Haraldsson, 1.6.2010 kl. 02:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband