Bye Bye Blackbird

Það gengur bara nokkuð vel að flæma atvinnu-pólitíkusana burtu af Alþingi. Allir eru þeir skilgetin afkvæmi löngu úreltra pólitískra flokka og uppeldi þeirra er eftir því.

 Allar tilraunir til að endurbæta gamla fjórflokkinn hafa mistekist og eru dæmdar til að mistakast. Félagsleg sundurþykkja og persónulegt framapot er harðkóðað í eðli þeirra.  

Þeir geta ekki annað en verið það sem þeir eru, nátttröll að morgni sólríks dags.

(Merkilegt annars hvernig pólitíkusar þráast við að skilja gefin skilaboð. Þeir virðast vera til í allt, jafnvel að taka grínframboð alvarlega svo fremi sem það þýðir að þeir geti komist til valda.)

En þeir klárustu skynja tímanna tákn, kyngja stoltinu og taka pokann sinn.

Segja má að þeir séu fórnalömbin sem verður að fórna á altari hins Nýja Íslands sem er smá saman að rísa úr öskustó hrunsins. Fyrstu sprota hins nýja meiðs má greinilega sjá í úrslitum bæjarstjórnarkosninganna í Reykjavík og á Akureyri.   

Breytt tungutak breytir ekki innri gerð þinni eins og Steinunn Valdís virðist halda.

Þeir sem enn binda trúss sitt við fjórflokkinn, gera það á sömu forsendum og þeir halda með fótboltafélaginu sínu, sama hversu illa því gengur.

Það kallast tryggð á íslensku.

Að halda tryggð við flokkinn sinn er talið lofsvert.

En aðeins fyrir fylgjendur hans, ekki endilega fyrir þá sem leiða hann. Þeir mega gjarnan skipta um flokk og gera það oft. Alveg eins og í fótboltanum. 

Bye Bye Blackbird

Pack up all my care and woe
Here I go swingin' low
Bye, bye, black-bird

Where somebody waits for me
Sugar's sweet, so is she
Bye, bye, blackbird

No one here can love or understand me
Oh, what hard luck stories they all hand me

Make my bed and light the light
I'll be home late tonight
Blackbird, bye, bye

Pack up all my care and woe
Here I go swingin' low
Bye (bye), bye (bye) blackbird (duoo-duoo-duoo-duoo-duoo-duoo)

Where somebody waits for me
Sugar's sweet, so is he
Bye (bye), bye (bye) blackbird (duoo-duoo-duoo-duoo-duoo-duoo)

No one here can love or understa-a-and me (ah-hah-hah)
Oh, what hard luck stories they all ha-a-and me (ah-hah-hah)

Make my bed and light the light
I'll be home late tonight
Blackbird

Make my bed and light the light
I'll be home late tonight
Leave your perch and take the sky
Too-da-loo, (farewell) bye, bye
Blackbirrrd, go take a fly oh little blackbird, bye

Make my bed and light the light
I'll be home late tonight
Blackbirrrrd, bye bye

mbl.is Þingmenn breyti tungutaki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Félagar!

Það er kominn tími til að við tökum upp hið marxíska tungutak og höldum hátt á lofti kenningum Leníns og Marx. Hin sögulega skoðun sýnir svo ekki verður um villst að Karl Marx og Stalín höfðu rétt fyrir sér þegar þeir sögðu fyrir um það sem koma skyldi.

Nú er tækifærið! Nú má enginn marxisti skorast undan þegar við nú hefjum byltinguna!

Pétur Tyrfingsson (IP-tala skráð) 31.5.2010 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband