Hætt við spennufalli

Annað kvöld verður spennandi. Júróvisjón spennan nær hámarki og kosningaúrslitin strax þar á eftir. Hætt við að spennufíklar brenni yfir.

 Fyrst er spenningurinn í hvaða sæti Hera lendir og svo hvað marga borgarfulltrúa Besti flokkurinn fær, sex, sjö eða átta. Allt getur gerst!

Hvað júró snertir segja veðbankar segja Azerbaijan vinni, júró fíklar Armenía, forkannanir Þýskaland, enda þýska lagið verið á toppnum þar í landi í nokkrar vikur. Sum þessara laga eru fín en illa sungin.

Önnur eru ekkert sérstök en vel sungin. Og þá eru þau sem eru bæði góð og vel sungin en framsetningin á þeim ekkert sérstök.

Eiginlega er þetta alveg eins í stjórnmálunum.


mbl.is Vill hvítflibbafangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

... eða níu!

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 19:42

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég held að talan sjö spili hlutverk á morgun, bæði í Eurovision og hjá Besta.

En ekki brenna mig á báli ef það rætist. 

Anna Einarsdóttir, 28.5.2010 kl. 19:49

3 Smámynd: Steinar Immanúel Sörensson

Atkvæði greitt með Besta Flokknum hefur 10x meira gildi en atkvæði greitt með gömlu stöðnuðu flokkunum, þvi er engin spurning hvað fólk á að kjósa vilji það sjá atkvæði sitt verða að einhverju !

Steinar Immanúel Sörensson, 28.5.2010 kl. 19:51

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Allir að kjósa Besta flokkinn..

Óskar Arnórsson, 28.5.2010 kl. 19:54

5 identicon

Samkvæmt minni landafræði er Azerbajdzjan í suðvestur Asíu, en hvað skiftir það máli, þegar pólitík er annars vegar.

Vonandi verður fyrsta verk nýja borgarstjóranns að hreinsa allann graffiti-óþverrann af húsum og á útivistarsvæðum borgarinnar. Reykjavík er ljótasta borg Evrópu og mikið til vegna slóða og sóðaskapar borgarstjórnar. Fulltrúar Besta flokksins hafa meira vit á pólutík en aumingjarnir sem sita nú.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 20:20

6 identicon

Ég get ekki beðið eftir morgundeginum.....Ísland - Andorra........Júrovisjon og svo kosningavaka.....nóg að gera..

CrazyGuy (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 20:28

7 identicon

Ég á erfitt með að trúa því að Besti Flokkurinn fái fleiri en þrjá inn.

CrazyGuy (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 20:30

8 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Ég segi að Hera lendi í fyrsta sæti og baki okkur ómælda erfiðleika varðandi það að halda þessa keppni á næsta ári, og að sama skapi held ég að Sjálfstæðisflokkur fái besta brautagengið og nái að halda Hönnu Birnu sem Borgarstjóra,

Ps, Steinar Sörensen, er þetta það eina sem þú hefdur til umræðunar að leggja, copy og paste ?? (alltaf sami textinn víð fjöldamörg blogg í kvöld)

Guðmundur Júlíusson, 28.5.2010 kl. 21:41

9 identicon

Tel að Jón Gnarr fái 5 menn og það er fínt.
Hera verður í 15 sæti sem er líka fínt

hverjir fá hin sætin veit ég ekki en spái mikill útstrikun á Gísla Baldvini

Grímur (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 21:45

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Spádómar hmm...  Hera í 3. sæti,  ég vona að Besti flokkurinn  (betrumbætt afkvæmi fjórflokksins)  fái  7. manninn inn því að það er flottur gaur.  Segi eins og Stormskerið; Nýir vendir sópa best - og flengja best.

Jóhanna Magnúsdóttir, 29.5.2010 kl. 08:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband