Hera Björk í fyrstu setningu!

Bretar ætla greinilega að standa við sitt og styðja Ísland. Útsendingin á öðrum hluta undanúrslitana var varla hafin þegar að þulur BBC hóf að hæla Heru Björk sem hvergi kom þó beint við sögu í þeirri útsendingu.

Annars eru Bretar almennt merkilega súrir út í Júróvisjón. Ég held að ég þekki ekki hræðu sem sýnir keppninni einhvern áhuga. Bresku sjónvarpsþulirnir vita greinilega af þessu óþoli almennings og tala um allt og alla (nema Heru Björk) eins og þeim finnist þetta allt hálf hallærislegt.

Þeir lesa jafnóðum upp tölvupósta sem þeir fá frá áhorfendum og þeir eru allir á sömu leið, tómar blammeringar.

Einn þeirra sagði að hundurinn hefði hlaupið ýlfrandi út úr stofunni þegar að sá ísraelski hóf upp raust sína.

Um danska lagið varð þulnum tíðrætt um vindvélina sem sett var í gang í seinni hluta lagsins, hve söngvarinn væri "stór í Rússlandi" og að hann liti út eins og  markmaður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Nokkrum athugasemdum sem komnar voru við þessa færslu var óvart eytt. Ég bið viðkomandi forláts á þeim mistökum.

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.5.2010 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband