Skot í augað

Eitt sinn gekk sú saga að læknastúdentar hefðu fundið upp aðferð til að drýgja vín með því að sprauta því beint í æð. Það kann vel að vera flökkusaga.

Í Skotlandi,  (Skotar kalla ekki allt ömmu sína þegar kemur að drykkjuleikjum) tíðkaðist það fyrir mörgum árum að hella kanilblönduðum Vodka í auga sér, sem hlýtur að hafa verið óhemju sársaukafullt. Sem betur fer lagðist sá leikur af mjög fljótlega.

Nú berast þær fréttir að þetta gamla trix hafi verið endurvakið í Bandaríkjunum þar sem gengilbeinur á börum hafi byrjað að hella óblönduðum Vodka í augu sér til að auka við þjórfé sitt.

Síðan hafi kaldir kallar sem spiluðu ruðning fyrir háskólanna byrjað að mana hvern annan til að prófa og nú sé þessi ósiður orðinn vinsæll drykkjuleikur meðal unglinga þar í landi.

Afleiðingarnar láta ekki á sér standa. Að verða blindfullur fær hér nýja merkingu.

 

 


mbl.is Hættulegur drykkjuleikur nær vinsældum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband