Líklegt að Bretar gefi Je ne sais quoi mörg stig á laugardagskvöld

Þulirnir frá BBC voru alveg að fara á límingunum í kvöld þegar að níu lönd höfðu komist áfram og Ísland var ekki á meðal þeirra. Á meðan á keppninni stóð hældu þeir íslenska laginu á hvert reipi og tilkynntu að meðal breskra áhorfenda nyti íslenska lagið mestra vinsælda. Þeir önduðu léttara þegar Ísland, síðast allra skaust upp úr umslaginu.

Í öðru sæti hjá áhorfendum BBC var Albanía og í því þriðja Portúgal. Bretar fá ekki að kjósa í undakeppnunum svo þeir áttu engan þátt í á Íslenska lagið komst áfram. En ef þeir standa við stóru orðin er líklegt að Ísland fái 12 stig frá Bretum á laugardagskvöld.


mbl.is Íslenska lagið í úrslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Vonandi ekki. Þetta er hryllingur þessi óhljóð í kerlingunni.

Hamarinn, 25.5.2010 kl. 21:38

2 identicon

Haha, Hamarinn hefur greinilega banana í eyrunum.

Atli (IP-tala skráð) 25.5.2010 kl. 21:43

3 Smámynd: Halla Rut

Og nú er bara að bíða og sjá Svanur.:)

Ólíkt Hamrinum hér að ofan þá hef ég gaman að öllu sem fær fólk til að vera saman og hafa gaman.

Halla Rut , 25.5.2010 kl. 21:44

4 Smámynd: Hamarinn

Ef ég væri með banana í eyrunum, þá hefði ég ekki heyrt þetta gaul í kerlingunni.

Hamarinn, 25.5.2010 kl. 21:49

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Hera var og er flottust!

Jóhanna Magnúsdóttir, 25.5.2010 kl. 22:29

6 Smámynd: Hamarinn

Verst hvað hún er skelfilega montin og leiðinleg.

Hamarinn, 25.5.2010 kl. 22:42

7 identicon

Nei íslenska lagið er vel sungið og á mjög góðan séns. Gaman væri að vita hvernig hollenskir sparifjáreigendur gefa atkvæði.

ÞAÐ ER BJART FRAMUNDAN!!!

PETUR ÞORMAR (IP-tala skráð) 25.5.2010 kl. 23:04

8 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Íslenska lagið klifrar nú  hratt upp skallann hjá veðbönkum. Það eru reyndar ekki margir veðbankar sem raunverulega taka á móti veðmálum í tengslum við Júróvisjón, en það er enginn hörgull á spám og líkum. Stærstu stökkin eftir fyrsta hlutann í undankeppninni hafa Ísland og Noregur tekið.

Ég horfði á Heru syngja á stóru breiðtjaldi. Hún tók sig vel út með maddömurnar á bak við sig. Hera siglir nú beitivind hér í Bretlandi og ég er viss um að Hún og hennar fólk mun tjalda öllu sem til er á laugardag.

Svanur Gísli Þorkelsson, 25.5.2010 kl. 23:14

9 Smámynd: Brattur

Hera stóð sig vel í kvöld... besti söngvarinn án vafa... en lagið er ekki gott... henni tókst að gera það betra en það er ! 

Brattur, 25.5.2010 kl. 23:19

10 identicon

Ég er nú ekki mikið fyrir lagið, en þetta höfðar líklega mikið betur til yngra fólksins en mín. Annars flutti Hera þetta stórkostlega og kom vel út.

Frábært að Ísland komst áfram. Svo er það bara áfram Hera á laugardagskvöldið!

Guðsteinn Þórhalls. (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 00:03

11 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Ja það væri nú ekki dónalegt , ef ykkar björtustu vonir rættust og Hera lenti í því þjóðlega 16. sæti .

Hörður B Hjartarson, 26.5.2010 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband