Hver tekur við formennskunni af Brown?

David-left-and-Ed-Miliban-001Brown kallin hefur sagt af sér og þá er orðið ljóst að Cameron hefur gengið að skilyrðum Frjálslyndra um umbætur á kosningakerfinu í Bretlandi og hlýtur að launum forsætisráðherraembættið. 

Hann segist vilja setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu og ef það verður samþykkt mun Íhaldsflokkurinn og reyndar Verkamannflokkurinn líka, missa fjölda þingmanna í næstu kosningum. Eftirleiðis er líklegt að það verði aðeins samsteypustjórnir í landinu. Það eru mikil tíðindi.

Verkamannaflokksmenn leita sér nú að nýjum formanni. David Miliband utanríkisráðherra í stjórn Browns mun koma sterklega til greina enda svipar honum mikið til þeirrar týpu stjórnmálamanna sem er í tísku í Bretlandi. (Tiltölulega ungur, magur, vel greiddur jakkafatasnáði)

Aðrir sem til greina koma eru Ed Balls, ritari skólamála, Ed Miliband, orku og umhverfisráðherra og bróðir Davids, Andy Burnham, heilbrigðisráðherra, Alistair Darling , fjámálaráðherra, Harriet Harman varaformaður verkamannaflokksins og  Alan Johnson.

Eins og staðan er má telja öruggt að David Miliband gefi kost á sér. Mesta athygli mundi vekja ef bróðir hans Ed muni gera það líka. Þeir tveir mundu fá alla umfjöllunina og skilja hina kandídatana eftir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband