Mótsagnir hamingjunnar

success_and_happinessSumir hafa mjög þróað með sér mjög öfluga óhamingjuhvöt. Þeir líkjast mjög "gáfufólkinu" sem heldur að það eitt að vera neikvætt og gagnrýnið sé það sama og að vera rosalega klárt.

Því  finnst jafnframt að jákvætt fólk hljóti að vera heimskt. Það eina sem veitir slíku fólki hamingju eru sorg og vandræði.

Ég á auðvitað ekki við að lífið eigi að vera uppfullt af óendanlegri hamingu. Slíkt mundi gera hverja manneskju brjálaða.

Í raun er aðeins tvennt sem gerir fólk óhamingjusamt. Að fá allt það sem hjarta þeirra girnist og að fá það ekki.

En hvað er raunveruleg hamingja? Sumir segja langlífi og góð heilsa.

Allt sem mér þykir virkilega skemmtilegt er annað hvort ólöglegt, ósiðlegt eða fitandi. Og ég spyr mig, er það þess virði að gefa allar nautnir upp á bátinn í staðinn fyrir tvö ár í viðbót á einhverju elliheimili?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Tómasson

Mjöööög góður punktur.

Heimir Tómasson, 4.5.2010 kl. 12:50

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sæll Svanur, mikið er ánægjulegt að sjá þig aftur hér á þessum vettvangi. :)

Ég tek alveg eindregið undir síðustu málsgreinina. Hvert orð! Mitt svar við spurningunni er NEI. Og get trútt um talað - aldursins vegna...

Kolbrún Hilmars, 4.5.2010 kl. 16:11

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Takk fyrir Það, Heimir og Kolbrún :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 4.5.2010 kl. 17:51

4 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Gott mál.

Svona eru allar mótsagnir,  ákveðið þak á öllu sem ekki er ráðlegt að fara uppúr, annars dettur maður oní kjallarann.  Sbr. paradox of growth.

Meðalmennskan og meðalhófið, þarf samt síst að vera leiðinlegt eða grautfúlt, ef það er alltaf eftirminnilegt.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 4.5.2010 kl. 17:55

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Alveg frábært innlegg og svo satt!! :)

Óskar Arnórsson, 12.5.2010 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband