Gamla brjósta nornin

sheelanagig_07-08_toby_farrowÞjóðlagatónlist er afar vinsæl um þessar mundir hér í Bretlandi. Margar þjóðlagahljómsveitir spreyta sig á að bræða saman tónlist frá öðrum löndum við hefðbundinna keltneska tónlist svo oft verður úr stórskemmtileg blanda.

Eitt vinsælasta þjóðlaga-bandið um þessar mundir í mið-Englandi stígur á stokk í kvöld hér í Bath. (Chapel Arts Centre) Bandið kallar sig Sheelanagig og leikur bræðing af Sígauna djassi og írskri tónlist. Nafnið er nokkuð sérkennilegt enda samrunni þriggja forn-írskra orða, þ.e. Sheela, na og gig. Mér lék forvitni á að vita hvað nafnið þýddi og fann strax upplýsingar um það á netinu.

Satt að segja brá mér dálítið í brún við lesturinn.

Gargoyle,_Dornoch_CathedralMargir furða sig á því, þegar þeir skoða gamlar dómkirkjur, að byggingarnar eru oft "skreyttar" með ófrýnilegum og afmynduðum andlitum eða skrímslum sem ganga undir samheitinu "Gargoyles" (ófreskjur). Gargoyle er dregið af franska orðinu gargouill sem þýðir háls eða kok, enda ófreskjuskolturinn oftast notaður sem affall fyrir vatn af þökum bygginganna. Hugmyndin bak við þessar ófreskjumyndir er að best sé að bægja frá hinu illa með illu, þ.e. "að með illu skuli illt út reka".

Fornar hugmyndir fólks um heiðnar vættir hverskonar fundu sér þannig leið og var viðhaldið af smíðameisturum miðalda sem reistu margar af helstu og frægustu kirkjubyggingum Evrópu.

SheelaWikiÁ keltneskum áhrifasvæðum, einkum á Írlandi, tíðkaðist gerð sérstæðrar kvenkyns-ófreskju sem bar nafnið Sheela na gig. Deildar meiningar eru um nákvæmlega merkingu orðanna en líklegast er hún dregin af gelísku setningunni Sighle na gCíoch, sem merkir "Gamla brjósta nornin".

Samt eru Sheela na gig fígúrur ekki brjóstastórar konur. Þvert á móti eru þær allar brjóstalausar. Þær sýna þess í stað óferskju sem teygir út sköp sín líkt og sést hér á meðfylgjandi mynd.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Matthíasson

Sæll Svanur.

Íslenskt orð yfir gargoyle mun ufsagrýla (sumir rita upsagrýla, en samkvæmt Halldóri Halldórssyni er það ekki í samræmi við uppruna).

Árni Matthíasson , 1.5.2010 kl. 21:06

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Árni.

Svona er að hafa ekki orðabók við höndina. Ufsagrýla er ágætt orð yfir þessi afstyrmi. Þakka þér kærlega.

kv,

Svanur Gísli Þorkelsson, 1.5.2010 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband