22.2.2010 | 18:56
Óður Akhenatons
Akhenaton var fyrstu fimm ár sutján ára valdaferils síns sem Faró í Egyptalandi þekktur undir nafninu Amenhotep IV. Hann lést 1334 f.k. en er kunnastur fyrir að hafa reynt að koma á eingyðistrú í Egyptalandi þrátt fyrir að slíkt væri landsmönnum hans afar framandi. - Tilraun hans mistókst, því eftir andlát hans tóku landsmenn upp fyrri trúarsiði. Eina ritið sem varðveist hefur um trúarvakningu Amenhoteps IV er þessi óður til sólguðsins Atons, hér í lauslegri þýðingu úr ensku.
Hve fögur er dögun þín á sjóndeildarhring himins, Ó lifandi Aton, uppruni lífsins! Þegar þú ríst á sjóndeildarhringnum í austri, fyllir þú hvert land af fegurð þinni. Þú ert fagur, mikill og skínandi hátt yfir hverju landi, geislar þínir umlykja löndin og alla sem þú hefur skapað. Þú ert Ra og þú alla með þér, fangna og bundna af ást þinni. Þótt þú sért fjarlægur falla geislar þínir á jörðina; þótt þú sért í hæstum hæðum, er dagurinn fótspor þitt.
Þegar þú hefur sest við sjóndeildarhring himinsins í vestri, er jörðin í myrkri eins hinir dauðu; Þeir sofa í sínum hýsum, höfuð þeirra eru vafin, nasir þeirra eru troðnar og engin þeirra sér hvorn annan, á meðan öllum eigum þeirra undir höfðalagi þeirra þeirra er stolið og þeir vita ekki af því. Hvert ljón kemur úr híði sínu, allir spordrekarnir stinga, myrkur...Veröldin er í þögn, því hann endar hvern dag, aftur og aftur út við sjóndeildarhringnum.
Björt er jörðin þegar þú ríst aftur út við sjóndeildarhringinn. Þegar þú lýsir sem Aton að degi, rekur þú myrkrið á brott. Þegar þú sendir frá þér geisla þína, er daglega haldin hátíð í löndunum tveimur, vakandi og komnir á fætur því þú reisir þá upp, limir þeirra baðaðir og þeir klæðast, hendur þeirra reistar upp í aðdáun á dögun þinni. Þá munu allir í heiminum vinna sína vinnu.
Allur nautpeningurinn hvílir sig í högum sínum, tré og plöntur blómstra, fuglar svífa yfir mýrum, vængir þeirra bifast í aðdáun á þér. Allt sauðféð dansar fimum fótum og allt sem hefur vængi flýgur. Það lifir þá þú hefur baðað það í geislum þínum. Reyrbátarnir sigla upp og niður fljótið. Hver þjóðvegur er opinn þegar þú hefur risið. Fiskar árinnar stökkva upp til að mæta þér. Geislar þínir glampa á hinum mikla græna hafi.
Skapari frjós konunnar, sá sem bjóst til sæði mannsins, gefur syninum líf í líkama móðurinnar, huggar hann svo hann gráti ekki, elur hann í móðurlífinu, sá sem gefur andardráttinn sem lífgar allt sem þú hefur skapað! Þegar hann stígur fram í líkamanum á fæðingadegi sínum, opnar þú munn hans svo mann megi mæla og sérð honum fyrir öllum nauðsynjum.
Þegar að unginn tístir í eggjaskurnunum, gefur þú honum andardrátt svo hann megi lifa. Þegar þú hefur framfleytt honum, þar til hann brýst út úr eggi sínu, stígur hann fram úr eggi sínu og tístir af öllum mætti. Hann gengur um á tveimur fótum, þegar hann hefur stigið fram úr því.
Hversu mörg eru verk þín! Þau eru hulin fyrir okkur, Ó þú eini Guð, hvers krafta enginn annar hefur. Þegar þú varst einn, skapaðir þú jörðina eftir hjarta þínu, manninn, alla nautgripina smáa og stóra, allt sem er á jörðinni og gengur um á fótum sínum. Allt sem er á hæðum, allt sem flýgur um á vængjum, útlöndin Sýrland, Kush, og Egyptaland. Þú ákvarðar hverjum manni stað, hverjum sínar eignir og telur ævidaga allra. Menn tala ýmsum tungum, útlit þeirra og hörundslitur er mismunandi, því þú gerir hina ókunnugu öðruvísi.
Þú skapaðir Níl í neðri heimum og ræður henni sem þér sýnist, til að vernda líf fólksins. Því það hefur þú búið til handa sjálfum þér, drottinn þess alls, hvílandi á meðal þeirra; Þú drottin allra landa, sem ríst fyrir öllum mönnum, þú sól dagsins í mikilli tign. Öllum fjarlægu löndum gefur þú einnig líf, þú hefur sett Níl á himininn svo hún falli yfir þau, skapi öldur upp á fjöllum, líkt og mikið haf, sem veitt er á akrana í bæjum manna.
Hversu ágæt er hönnun þín, Ó drottin eilífðarinnar! Á himnum er Níl fyrir hina ókunnugu og fyrir nautpeninginn í hverju landi sem gengur um á fótum sínum. En Níl kemur úr neðri heimi Egyptalands.
Geislar þínir næra hvern garð; Þegar þú ríst lifir hann og vex vegna þín. Þú gerðir árstíðirnar til að öll verk þín verði unnin, Veturinn færir þeim svala og hitinn er til að þeir fái bragðað á þér. Þú lést hinn fjarlæga himinn rísa yfir svo þú gætir séða allt sem þú hefur skapað, Þú einn, skínandi í líki hins lifandi Atons, í dögun, glitrandi ferðu í burtu og kemur svo aftur. Þú skapar milljónir af formum, einn af sjálfum þér, borgir, bæi og ættflokka, þjóðvegi og ár. Öll augu sjá þig fyrri sér, því þú ert Aton dagsins yfir nótunni.
Þú býrð í hjarta mínu og enginn þekkir þig utan sonur þinn Akhnaton. Þú hefur gert hann vitran með áformum þínum og mætti. Veröldin er í hendi þinni, jafnvel þótt þú hafir skapað hana og þegar þú ríst lifir hún og þegar þú sest, deyr hún. Því þú ert lífsferillin sjálfur, menn lifa vegna þín, á meðan augu þeirra beinast að fegurð þinni, þar til þú sest. Öll vinna er sett til hliðar þegar þú sest í vestri.
Þú skapaðir heiminn með hendi þinni og reisir hann upp fyrir son þinn, sem er staðfesting þín, Konungur efri og neðri Egyptalands, sá er lifir í sannleika, drottinn hinna tveggja landa, Nefer-khrpuru-Ra, Van-Ra, sonur Ra, sem lifir í sannleika, drottinn kórónanna, Akhnaton sem er langlífur og hans heittelskaða, sú er ræður löndunum tveimur; Nefer-nefru-Aton, Nofretete sem lifir og blómstrar að eilífu.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Ljóð, Trúmál | Facebook
Athugasemdir
Skáldmæltur sá -og spennandi nýjar fréttir fornleifafræðinga af honum og hans fólki.
Sérstakt þó að Forn-Egyptar skyldu ekki gera sér grein fyrir því að skyldleikaræktun kann ekki góðri lukku að stýra.
Eins og þeir voru fróðir um margt.
Hildur Helga Sigurðardóttir, 22.2.2010 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.