Færsluflokkur: Kvikmyndir

Vogue, Gere, Clooney og Lebron James

richardgereqr3Vogue hefur í fjölda ára verið álitið fremsta og besta tísku tímarit heims enda meira en 100 ára gamalt. Við skulum ekki rugla Vogue saman við Men´s Vogue, enda tvo algjörlega óskyld tímarit þar á ferð.  

Það fólk sem prýtt hefur forsíðu tímaritsins hverju sinni hefur ætíð fyllt flokk þeirra sem talið er best  fylgja tískunni. Venjulega eru það aðeins kvenmenn  og yfirleitt einhver af ofur fyrirsætunum svokölluðu.

clooneyvoguesm5

 

Árið 1992 var brotið blað í sögu tímaritsins, því þá prýddi  karlmaður í fyrsta sinn forsíðu þess. Það var ofur-sjarminn , Richard Gere sem þann heiður hlaut en hann var myndaður fyrir blaðið ásamt þáverandi (1991-1995) eiginkonu sinni , ofur-fyrirsætunni Cindy Crawford.

 

Átta árum seinna í Júní hefti blaðsins árið 2000 varð annar hjartaknúsari til að brosa framan í heiminn á forsíðu Vogue. Hann heitir  George Clooney og lét mynda sig í fylgd ofur-fyrirsætunnar Gisele Bundchen.

lebronjamesvoguebl2þriðji karlmaðurinn og  sá síðasti í röðinni fram að þessu til að láta heiminn njóta þokka síns á þennan hátt er NBA stjarnan LeBron James. Hann og fyrrnefnd Bundchen sjást hér framan á Apríl heftinu 2008.


Galdra-rokk og Rökkur-rokk

potterguitarOh, Cedric, I can't believe you are dead/ Oh, Cedric, now you're in 'Twilight' instead/ Oh, Cedric, vampires are no fun to haunt/ Oh, but Edward, you can bite me if you want"— "Cedric," by the Moaning Myrtles

Hvernig er betur hægt að tjá aðdáun sína og ást á bókmenntum en með að stofna hljómsveit og helga tónlistina söguhetjum uppáhalds bóka sinna.

Fyrir fimm árum var hljómsveitin Harry and the Potters stofnuð. Paul DeGeorge gítarleikari og söngvari hljómsveitarinnar rifjar upp í nýlegu viðtali við MTV hvernig hljómsveitin stóð í að dreifa bolum sem á stóð "Stofnaðu eigin hljómsveit um bækur". "Við vorum bara með öðruvísi hugmyndir um hvað hljómsveitir geta verið" segir Paul," við ætluðum ekki að stofna Galdra-rokk hreyfingu, hún bara þróaðist." Þessar hljómsveitir bera nöfn fengin beint úr Harry Potter bókunum. Hér koma nokkur dæmi;

  • wizardrock1The Butterbeer Experience
  • The Cedric Diggorys
  • Celestial Warmbottom
  • DJ Luna Lovegood
  • Draco and the Malfoys
  • Fred and George
  • The Hungarian Horntails
  • Justin Finch Fletchley
  • Lauren from The Moaning Myrtles
  • Nagini
  • Oliver Boyd and the Rememberalls
  • The Princess of Hogwarts
  • The Remus Lupins
  • Split Seven Ways
  • Swish and Flick
  • The Whomping Willows

Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér hvernig herlegheitin hljóma geta valið sér lag eða lög af þessari síðu

Í dag eru starfandi ekki færri en 500 Galdra-rokk hljómsveitir sem koma fram í bókasöfnum, klúbbum,samkomum og Harry Potter ráðstefnum. Hreyfingin hefur getið af sér aðra undirdeild sem kallast Rökkur rokk (Twilight rock) "Hvers vegna kalla þeir þetta ekki blóðsugu-rokk" spyr DeGeorge."En það er frábært að sjá hljómsveitir sem velja sem þema bíómyndir og aðrar bækur"

Rökkur-rokk hljómsveitir eru ekki margar en sumar hafa þegar getið sér gott orð eins og The Bella Cullen Project, Bella Rocks og the Mitch Hansen Band. Þegar hefur borið á ríg á milli móður og afkvæmis, þar sem sumir óttast að Rökkur-rokkið muni taka yfir Galdra-rokk hreyfinguna.

what-is-wizard-rockÞegar að spurningu um tilvistarrétt rökkur rokks var varpað fram á Harry Potter Terminus ráðstefnunni fyrir skömmu, bauluðu þátttakendur. En þegar Matt Maggiacomo úr the Whomping Willows svaraði; "Hljóma þeir eins og  Hannah Montana?"  klöppuðu hlustendur.

"Rökkur rokk er eins Hannah Montana bókmenntanna útskýrði Alex Carpenter úr Remus Lupins." Ef þú tilheyrir ekki 14-16 ára hópnum er mögulegt að þú hlustir á það og að það festist í hausnum á þér. En það auðgar ekki líf þitt eins og Harry Potter gerir."

 

 


Kjólar

untitledÍ gær fór ég að skoða kjólasýningu. Ég hitti líka náungan sem stóð fyrir sýningunni á kjólunum en hann heitir Andrew Hansford. Hann var fjallhress og hýr og hafði frá mörgu að segja. Flestar af sögum hans gefðu sómt sér vel í  slúðurblöðunum fyrir 50 árum.  

Þessir kjólar áttu það sameiginlegt að vera hannaðir af einum frægasta kjólameistaranum í Hollywood William Travilla,en Andrew hafði kynnst honum og fengið hann til að lána sér kjólana til að sýna vítt og breytt um heiminn til styrktar Alzheimer sjúklingum.  Kjólarnir höfðu á sínum tíma klætt nokkrar helstu kvikmyndastjörnur síðustu aldar. Þeirra frægust var á efa Marilyn Monroe. En þarna var líka að sjá kjóla sem hannaðir voru fyrir Judy Garland, sem Susan Hayward síðar klæddist í frægri kvikmynd Valley of the Dolls og en aðrir voru gerðir fyrir Betty Grable.


Marilyn-Monroe-BIG_e_c669a705d6a0c94ec5a249bd70b6f28fHvíti kjóllinn úr kvikmyndinni "Sjö ára kláðinn"  7 Year Itch 1955) er sjálfsagt frægastur allra kvikmynda-kjóla gerður fyrir Marilyn Monroe. Þar var reyndar um eina þrá kjóla, mismunandi stutta, að ræða, en á sýningunni var að sjá "eftirlíkingu" af honum þar sem  Debbie Reynolds eigandi kjólsins leyfði ekki sýningu á honum utan Bandaríkjanna.

Allir aðrir kjólar voru "ekta" og sumir hverjir svo gamlir að þeir héngu varla saman. Þarna voru kjólarnir úr kvikmyndinni  Gentlemen Prefer Blondes (1953) þar á meðal Gullkjóllinn sem er gerður úr einum efnisbút, handgiltur og einn af uppáhalds kjólum Marilynar.  Bleiki satín kjóllinn úr frægri danssennu kvikmyndarinnar Diamonds are a girl’s best friend’ var þarna svo og rauði sequin kjóllinn sem hún klæddist í opnunaratriðinu með Jane Russell.

Fjólublái kjóllinn úr  How to Marry a Millionaire (1953),er úr satini og með sequin undirkjól, sem kemur fyrir í fantasíusenunni frægu úr sömu kvikmynd. Þá voru þarna kjólar sem Marilyn hafði klæðst utan kvikmyndaveranna, sumir með vínslettunum enn í sér.

Peaches_and_Marilyn_Pink_DressÞað var varla til stjarna á sjötta áratugnum sem Travilla sá ekki einhvern tíman um að klæða. Jane Russell, Joan Crawford og  Marlene Dietrice voru meðal þeirra.  Hann vann Óskarsverðlaun fyrir fatnað Errols Flynn í Don Juan. Þegar að "gullöldinni" í Hollywood lauk vann hann mikið fyrir sjónvarp, þ.á.m. sá hann um klæðnað stór-stjarnanna í sjónvarpsþættinum Dallas.

Á sýningunni mátti einnig sjá snið og teikningar frá Travilla. Sniðin voru úr gulnuðum pappír og minntu mig á saumaherbergi móður-ömmu minnar Sigurborgar sem var afar góð saumakona og saumaði m.a. á mig öll fyrstu fötin sem ég gekk í.

 


Leikkonan eilífa...

bacalllauren_bacallHún hefur þegar leikið í um 130 kvikmyndum um ævina. Undanfarin 10 ár hefur hún leikið í a.m.k. einni kvikmynd árlega og nú er verið að leggja síðustu hönd á næstu kvikmynd hennar Wide blue Yonder.

Hún var fædd 16. Sept. árið 1924 í New York og gefið nafnið Betty Joan Perske. Hún var aðeins 19 ára þegar hún fékk fyrsta hlutverkið sitt og það var aðalhlutverk á móti mesta karlkyns kvikmyndastjörnu þess tíma;  Humfrey Bogart. Myndin hét; To have and to have not og árið var 1944 og hún hafði tekið sér nýtt nafn, Lauren Bacall.

svmarriage11Hún er þektust fyrir film noir myndirnar; The Big Sleep (1946) og Dark Passage (1947) og sem grín-myndina  How to Marry a Millionaire.(1953)   

Árið 1981 var hún valin Kona ársins í USA en  kunnust er hún samt fyrir að vera eiginkona Humfrey Bogarts sem hún giftist 1945 og lék síðan á móti honum í fjölda kvikmynda.

Eftir að hafa hjúkrað Bogie sem barðist við krabba, á banalegunni, lét hún hafa þetta eftir sér;  "Ég setti feril minn á bakhelluna þegar ég giftist Bogie. Þegar hann lést kaus ég að yfirgefa Kaliforníu, því þá var lífi mínu lokið".   -   Þetta var árið 1957.

Lista yfir kvikmyndir hennar er að finna hér.

Og helstu atriði ævi hennar er að finna hér.


 


Stutt ástarasaga

Það verða örugglega margar stuttar ástarsögur sem gerast um helgina eins og vanin er um Verslunarmannhelgina á Íslandi. Sumar þeirra verða vafalaust lengri og það er einnig hið besta mál. Það nefnilega gleymist stundum í allri umfjölluninni um sukkið og svínaríið að það gerist margt fallegt líka.

 Hér  er að finna eina stutta ástarsögu við tónlist Sigurrósar sem ég rakst á fyrir nokkru. Mér finnst hún bara falleg í einfaldleika sínum.


Sacha Baron Cohen

sacha_baron_cohen1Hver kynslóð á sér sínar hetjur og fyrirmyndir, sína uppáhalds tónlist og hljóðfæraleika,  leikara og grínista.  Allt frá því að Charles Chaplin reið á vaðið í túlkun sinni á flækingnum broslega og brjóstumkennanlega, hefur heimurinn notið grínleikaranna,  sem hafa gert heiminn ögn þolanlegri með því að birta okkur skoplega spegilmynd af honum. Margir grínarar láta sér nægja að fleyta sér á yfirborðinu og er það mest í mun að framkalla hlátur. En svo eru þeir sem dýpra kafa, stinga á graftrakýlunum í samfélaginu og fá okkur til að horfa á sjálf okkur í spéspeglinum. Fremstur meðal þeirra í dag er að mínu mati Sacha Baron Cohen.  

Sacha_Baron_CohenSacha Baron Cohen (f. 1971 í Englandi) varð fyrst frægur fyrir sköpun sína á karakternum Ali G, hip-hop gervigangster sem í viðtölum sínum við mektarfólkið opinberaði fordóma þess og stundum fáfræði með afar eftirminnilegum hætti. 

untitledNæsta fígúra  Sacha Baron Cohen er Austurríski og samkynhneigði tískublaðamaðurinn Bruno sem ekkert virtist heilagt. Hann leggur fyrir viðmælendur sínar spurningar sem sýna greinilega hversu afmörkuð sjónarhorn þeirra eru við yfirborðsmennsku tískuheimsins.

sacha_cohenHann hélt áfram á sömu braut sem Kasakstaneski fréttaritarinn Borat sem ferðaðist um Ameríku og fletti ofan af kynþáttafordómum Bandaríkjamanna og fáfræði þeirra um menningu annarra landa.

 

Hér er myndband 9 mín. þar sem Sacha ræðir við David Letterman um karakterana sína

 

 

 


Mikilvægustu myndir sem nokkru sinni hafa verið teknar

Hubble Deep Field myndir. Þú hefur aldrei fyrr séð það sem þú sérð á þessu myndbandi.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband