Færsluflokkur: Formúla 1

Porsche 550 Spyder og James Dean

James_DeanÁsamt því að leika í frábærum kvikmyndum eins og Rebel Without a Cause, East of Eden og Giant stundaði James Dean kappakstur. Á meðan hann var að leika í  Rebel Without a Cause eignaðist hann bifreið af gerðinni Porsche 550 Spyder.

Bifreiðin var ein af 90 slíkum sem framleiddar voru og var merkt tölunni 130. Bifreiðin var með tveimur hvítum röndum að aftan og var kölluð "litli bastarðurinn" ("Little Bastard") .

Sagan segir að viku fyrir slysið þar sem James Dean lést, hafi hann hitt hinn góðkunna breska leikara Alec Guinness. Alec hafði orð á því við James að sér þætti bíllinn "varasamur" og sagði síðan; "Ef þú ferð upp í þennan bíl finnst þú dauður innan viku". Þessi orð áttu eftir að rætast Því James Dean lést í hræðilegu bílsslysi þann 30. September 1955.

Hann var á leið á Porschinum sínum til að taka þátt í kappakstri ásamt viðgerðarmanni sínum Rolf Wutherich. Skömmu áður en slysið varð var hann stöðvaður af lögreglunni og sektaður fyrir að aka á 65 mílna hraða þar sem leifður hámarkshraði var 55 mílur.

JamesDeanCarDean ók sem leið liggur eftir fylkisvegi 46 í Cholame í Kaliforníu. Á móti honum kom akandi á 1950 modeli af Ford Tudor, Donald Turnupseed nemi í skóla ekki langt frá. Donald ók yfir á akreinina sem Dean ók á þar sem vegurinn skiptist og lenti beint framan á Porschinum. Dean virðist hafa lifað af áreksturinn en lést á leiðinni í sjúkrabílnum sem flutti hann á sjúkrahúsið í Paso Robles.

Wutherich sem lifði af slysið sagði að síðustu orð Deans hafi verið "Þessi gaur hlýtur að stoppa,... Hann sér okkur."

Porschinn var í köku en lánleysi hans endaði ekki þarna. Þegar að brakið var dregið af slysstað og á verkstæði, féll vélin úr bílnum ofaná vélvirkja og mölbraut á honum báða fótleggina.

Vélin var nokkru síðar seld lækni sem setti hana í kappakstursbíl sem hann átti. Læknirinn dó skömmu seinna í slysi á kappakstursbraut þar sem hann keppti á bílnum með Porschvélinni. Í sama kappakstri lést annar ökuþór sem ók bifreið sem í hafði verið sett drifskaftið úr bíl James Dean.

james-dean-car-crash-07Seinna þegar að Porsche James Dean var að lokum endurbyggður, brann verkstæðið þar sem endurbyggingin fór fram, til grunna.

Seinna þegar bílinn var á sýningu í Sacramento, féll hann af stokkunum sem honum hafði verið komið fyrir á og fyrir hinum varð unglingur sem mjaðmagrindarbrotnaði.

Nokkru seinna var bíllin til sýnis í Oregon. Honum var komið fyrir aftaná öðrum bíl sem flutti hann á sýningarstaðinn. Þá vildi ekki betur til en svo að hann rann ofan af flutningsbílnum og lenti inn í miðri verslun.

Að endingu datt bifreiðin í sundur í 11 hluta þar sem hún sat á stálbitum en hún var þá til sýnis í Los Angeles.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband