Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Hvers vegna er ég hommi?

John_Barrowman_Hvers vegna er ég hommi? Er ástæðan líffræðileg, félagsleg eða uppeldisleg. Þetta eru spurninginarnar sem John Barrowman leggur upp með að svara í klukkustundar löngum sjónvarpsþætti sem sýndur var í gær á BBC One.

Barrowman nokkuð þekktur sjónvarpsleikari meðal Breta og annarsstaðar þar sem þátturinn Torchwood er sýndur. Hann segist hafa vitað það frá níu ára aldri að hann væri hommi og langaði að fá að vita hvers vegna. Í sjónvarpsþættinum gengur John undir mörg mismunandi próf og kemst að því að heili hans starfar eins og kvenmanns og kynhvöt hans líka.

Eftir að hafa komist að því að ekki er uppeldislegum ástæðum til að dreifa og ekki genískum heldur, kemst hann að þeirri niðurstöðu að orsakir samkynhneigðar hans megi rekja til þess að  hann á eldri bróður og að móður hans hafði misst fóstur (dreng) áður en hún átti John. Þetta kann að hafa valdið því að John fékk ekki nægt  testosterone á meðgöngutímanum.

Rannsóknir sýna að samkynhneigð er 30% algengari hjá körlum sem eiga eldri bróðir eða bræður.

Ástæðan er sem sagt líffræðileg og hefur með hormónaflæði móðurinnar á meðgöngutímanum að gera. Líkur eru sagðar á að testosterone framleiðsla móðurinnar minnki á meðgöngu seinni sveinbarna og það geti haft þau áhrif að heili þeirra og kynhneigð þroskist eins og hjá kvenmönnum. 

Ég veit ekki hversu marktækar niðurstöður Johns eru fyrir aðra homma en þær hljóta að gefa ákveðnar vísbendingar. Þessar niðurstöður vekja líka spurningar um hvort foreldrar (mæður) sem  vilja eignast gagnkynhneigð börn, geti tryggt það með hormónagjöfum eftir að kyn barnsins hefur verið greint.

 

 

 

 


Farinn í gönguferð með didgeridú og búmerang að veiða Kengúrur

aboAð fara í gönguferð (walkabout) hefur ekki sömu merkingu meðal okkar flestra og það hefur á meðal frumbyggja í Ástralíu. Menning þeirra og tungumál sem töldu allt að 750 mismunandi mállýskur áður en hvíti maðurinn kom til skjalanna seint á átjándu öld, hafa átt í vök að verjast. Enn eimir samt eftir af þjóðháttum þeirra  og orð eins didgeridú, búmerang og Kengúra ( Kangooroo) sem eru komin úr málum frumbyggjanna, eru þekkt víðast hvar í heiminum. Þegar landnám hvítra mann hófst í Ástralíu er talið að tala frumbyggja hafi verið nálægt 750.000 manns. Í dag telja þeir um 410.000.

Saga frumbyggjanna er um margt afar merkileg, ekki hvað síst fyrir þær sakir að enn hefur ekki verið skýrt hvernig þeim tókst að komast frá Afríku yfir til Ástralíu fyrir allt að 125.000 árum eins og sumir fræðimenn halda fram en fundist hafa staðfestar mannvistarleifar í Ástralíu sem eru 40.000 ára gamlar.

Sjálfir tala frumbyggjar um forsögulega tíman sem Altjeringa eða"draumaskeiðið" (dreamtime). Draumaskeiðið á við um þann tíma þegar forfeður þeirra og skaparar sem þeir kalla "fyrsta fólkið" ferðuðust um suðurhluta álfunnar og nefndu alla hluti um leið og þeir sköpuðu þá.

Draumaskeið hefur einnig ákveðna merkingu í daglegu lífi frumbyggja. Það er einskonar samheiti yfir afstöðu þeirra til náttúrunnar og samskiptin við anda forfeðranna. Þeirra á meðal eru Regnbogaslangan, Baiame og Bunjil svo einhverjir séu nefndir. Hér kemur ein sagan úr digrum sjóði arfsanga sem tilheyra draumaskeiðinu. 070507-aborigines-dna_big

Öll veröldin svaf. Allt var hljótt, ekkert hreyfðist, ekkert gréri. Dýrin sváfu neðanjarðar. Dag einn vaknaði Regnbogaslangan og skreið upp á yfirborðið. Hún ruddi sér leið um jörðina. Eftir að hafa farið um landið varð hún þreytt og hringaði sig upp og sofnaði. Þannig skildi hún eftir slóð sína. Þegar hún hafði farið um allt, snéri hún til baka og kallaði á froskana. Þegar þeir komu voru magar þeirra fullir af vatni. Regnbogaslangan kitlaði þá og þeir fóru að hlægja. Vatnið gusaðist upp úr þeim og fylltu slóða Regnbogaslöngunnar. Þannig urðu til ár og vötn. Gras og tré uxu í kjölfarið og jörðin fylltist af lífi.

aborig

Manndómsvígsla frumbyggjana nefnist  gönguferð (walkabout). Þrettán ára að aldri halda ungir menn einir út í óbyggðirnar til að fylgja svo kölluðum Yiri eða söngvarákum sem eru slóðir forfeðranna sem farnar voru á draumaskeiðinu. Þeim er ætlaða að endurtaka hetjudáðir áanna, finna sjálfa sig og spjara sig sjálfir á þessari þrautagöngu. Hver ganga tekur ekki minna en sex mánuði og mun lengur ef hugur þeirra og hjarta býður þeim svo. Frumbyggjar fara líka í gönguferð seinna á ævinni eða þegar andinn kallar á þá. Án þess að gera neinum viðvart halda þeir út í buskann, oft frá konu börnum og ferð þeirra verður ein samfelld pílagrímsferð um landið þvers og kruss. Samneyti við andanna og draumalíf er megin tilgangur gönguferðanna.

 

 

 


Bonoboar

Langt inn í myrkviði Kongó er enn að finna hina gleymdu apa-ætt Bonoboa. Menn komust ekki að því að þeir voru  sjálfstæð apategund fyrr en árið 1928. Þeir eru stundum kallaðir Suðurbakka-apar vegna þess að heimkynni þeirra eru á suðurbakka Kongó árinnar og þar með voru aparnir lengi vel afar einangraðir.

bonobos1

Vísindamenn safna nú sem flestum gögnum um Bobnoboa því þeir eru í mikilli útrýmingarhættu af völdum manna sem ágirnast kjöt þeirra. Menn þarfnast skiljanlega þessa kjöts þar sem þeir hafa ekki tíma til að hirða um búfénað eða rækta jörðina á þessum slóðum,  vegna anna við að drepa meðbræður sína í borgarastyrjöldinni sem þarna hefur geisað upp síðustu ár.

ss_061105_animaltracks_03_h2

Bonoboa samfélögunum er stjórnað af kvennategundinni, sem tekur sig saman og þvingar karltegundina til undirgefni. Samfélagið byggist upp á einskonar "elskumst ekki berjast"reglu og kemur m.a. fram í því að árásarhvöt allri er svalað í kynlífi. Kynlíf er sem sagt ekki eingöngu stundað á meðal Bonboa til að fjölga tegundinni. Mikið hefur verið fjallað um kynlíf Bonoboa og me.a. bent á þá sem dæmi um samkynhneigð meðal dýra. Staðreyndin er að þeir eru flestir Bi-Sexual.

Bonobob 

Þeir eru að auki svo viðkvæmir að mikill hávaði og læti getur orðið þeim að aldurtila. Þannig fór t.d. með fyrstu Bonoana sem voru geymdir í dýragarði í Berlín í þýskalandi fyrir fyrra stríð. Þeir dóu allir úr skelfingu þegar sprengjuárás var gerð á borgina. Simpansana í næsta búri sakaði ekki.

bonobo20mom20and20child

Bonoboar láta svo vel að afkvæmum sínum að barnadráp er svo til óþekkt á meðal þeirra, ólíkt sem gerist hjá öðrum öpum. Vel hefur gengið að kenna þeim táknmál og sagt er að Bonoboa api hafi náð að þekkja allt að 600 tákn. (Meðal daglegur orðaforði íbúa í New York er um 250 orð)

bonobo_DW_Wissensch_179993g

 

 


Fyrir Jenný - Ég vil ekki deyja fyrr en ég er búin að sjá Stonehenge.

Stonehenge er forsögulegur og leyndardómsfullur hringur af uppréttu stórgrjóti í suður Englandi. Bygging þessa mikla mannvirkis hófst fyrir um það bil 5000 árum; en steinarnir frægu sem við sjáum enn standandi voru settir niður fyrir 4000 árum.  

pan_094Steinunum er raðað þannig að þeir mynda eina heild á sumarsólstöðum og þess vegna er Stonhenge án efa reist til að vera stórfenglegur tilbeiðslustaður. Þótt trú þeirra sem byggðu Stonhenge sé eldri en öll þekkt trúarbrögð, hefur staðurinn verið áfangastaður pílagríma og ný-heiðinna sem gjarnan kenna sig við Drúída eða aðrar greinar Keltísks átrúnaðar.

Sá steinhringur sem við sjáum nú þótt undursamlegur sé, er aðeins hluti af upphaflega Stonhenge. Upphaflega Stenehenge hefur þurft að þola mikið rask af völdum veðurs og mannfólks í leit að byggingagrjóti í aldanna rás. Mikið hefur verið grafið í Stonhenge, sérstaklega á síðustu öld af fornleifafræðingum sem reyna að kryfja leyndardóma staðarins.  

Það sem við vitum best um Stonhenge er byggt á rannsóknum sem fóru fram allt frá árunum1919 og sérstaklega eftir 1950. Fornleifafræðingar telja að uppbygging staðarins hafi farið fram í þremur hlutum, sem hafa verið nefndir Stonehenge I, Stonehenge II, og Stonehenge III. 

Stonehenge I

stonehengeNý-Steinaldarfólkið á Englandi hóf byggingu Stonehenge I með því að grafa hringlaga skurð með dádýrahorn fyrir haka. Skurðurinn er 320 fet í þvermál, 20 feta breiður og 7 feta djúpur.

Það notuðu uppmokstursefnið til að byggja nokkuð brattan garð meðfram hringnum að innanverðu. Fyrir innan garðinn gróf það 56 grunnar holur sem eru þekktar sem Aubrey holurnar og voru nefndar eftir þeim sem uppgötvaði þær, 17 aldar fræðimanninum John Aubrey. Stonehenge I var notað í um 500 ár og svo yfirgefið.

Stonehenge II

Bygging  Stonehenge II hófs um árið 2100 FK. Í þetta sinn var hálfhring af granít-steinum sem þekktir eru sem "bálsteinar" (vegna upphaflegs litar þeirra) reistir fyrir innan upphaflega garðinn og skurðhringinn. Margir þættir þessa byggingarstigs eru afar áhugaverðir.

Til að byrja með eru blásteinarnir úr Preseli fjöllum í suður Wales, sem er næstum í 250 mílna fjarlægð. 80 steinar sem vógu allt að 4 tonn hver voru fluttir alla þessa leið. Hvernig er ekki vitað þótt margar leiðir hafi verið lagðar til og jafnvel reyndar.  

Það er afar áhugavert að íhuga hversvegna Staðsetning Stonehenge er svona sérstök að fólk leggi á sig að draga risa stóra steina alla þessa leið í stað þess að höggva þá úr næstu grjótnámu.

Í öðru lagi er inngangurinn inn í hálfhringinn lagður í beina línu miðað við sólaruppkomu á sumarsólstöðum. Línunni var náð með að búa til nýja leið inn í hringinn; "Breiðstrætið" sem hefur bæði skurði og garða á hvora hlið eins og upphaflegi ytri hringurinn. Tveir Hel-steinar (nefndir eftir lögun þess steins sem hefur varðveist) voru reistir á Breiðstrætinu ekki langt frá hringnum.

Stonehenge III

summer-solstice-sunrise-6-21-05-wp-ccStonehenge III er mestmegnis steinarnir sem við sjáum mynda grjóthringinn í dag. Á þessu byggingarstigi sem hófst um 2000 FK. var byggður hringur af uppréttu stórgrjóti og á milli herra tveggja og ofan á var komið fyrir láréttum grjóthellum. Hellurnar eru ekki rétthyrndar og heldur bognar til að mynda hringinn.

Upphaflega stóðu þarna 30 steinar. 17 þeirra standa enn. Steinarnir komu frá  Marlborough Downs, sem er 20 mílur norðan Stonehenge og eru allir  7 feta háir og um 50 tonn á þyngd hver um sig. Ytra byrði steinanna var hamrað og skorur myndaðar til að halda hellunum föstum.

Inn í þessu hring var annar hálfhringur byggður úr 10 uppréttum hnullungum. Átta af þessum steinum eru enn á staðnum. Þessi hálfhringur opnast beint á móti Slátursteininum og niður á Breiðstrætið og myndar línuna á sumarsólstöðum.

Um það bil öld seinna voru 20 blásteinar teknir frá Steonehenge II og settir í minni hálfhring inn í hinum hálfhringnum.  9 þessara steina eru enn til. Eitthvað jarðrask og brask var með þessa steina því  seinna eða um 1500 FK. var Altarissteinninn sem er stærstur þessara blásteina færður úr stað. Um 1100 FK var Breiðstrætið lengt alla leið að ánni Avon (Avon þýðir einfaldlega á á Keltnesku) eða í meira en þrjá km. frá Stonehenge sem gefur til kynna að staðurinn hefur þá enn verið í notkun þá.


Blóraböggullinn Dr. David Kelly og örlög hans.

davidkellyatweddingÉg kemst ekki hjá því að hugleiða örlög þessa manns. Fyrir fimm árum upp á dag, dvaldist David Kelly  (f. 17. Maí 1944)  í þessu sama húsi og ég er nú gestur í. Hann svaf í sama rúmi og ég hvílist í og umgekkst sama fólkið og ég spjalla við á hverju kvöldi. Dvölin hér í Cornwall ásamt konu sinni, í Júlí árið 2003 gerði honum gott að sögn ættmenna hans og vina. Fáir vissu hvar hann var og flestir hér um slóðir vissu ekki hver hann var. Hér eltu fjölmiðlarnir hann ekki á röndum, farsímasambandið er stopullt og hann notaði tímann til að undirbúa sig undir yfirheyrslur tveggja þingnefnda sem í vændum voru þ.á.m. The Intelligence and Security Committee. Hann var léttur í lundu og ræddi m.a. um brúðkaup dóttur sinnar sem fara mundi fram á næstunni og um framhald starfa sinna við efna og sýklavopnaleit í Írak.

Viku seinna eða 17. Júlí 2003 fannst  hann látinn, sitjandi undir tré í Harrowdown Hill, ekki langt frá heimili sínu í Oxford.

Dr. David Kelly, maðurinn sem var svo lágmæltur að það þurfti að slökkva á loftræsikerfinu í salnum þar sem hann var yfirheyrður af kokhraustum þingnefndarmönnum sem  fundu  hjá sér einkennilega þörf til að þjarma persónulega að honum. Og hvað hafði þessi mildi maður sér til sakar unnið?

Ekkert annað en að hafa reynt að koma í veg fyrir  innrásina í Írak með því að hvetja Íraka til að fara að kröfum Sameinuðu Þjóðanna um eyðingu sýkla og efnavopna og síðar að gefa í skyn að forsendur innrásarinnar í Írak hefðu verið vafasamar. Dr. David Kelly var afar vel metinn vísindamaður og þekktur fyrir störf sín í þágu breska ríkisins og seinna fyrir Sameinuðu Þjóðirnar. Hann var örverulíffræðingur og hafði getið sér gott orð við rannsóknir á efndum Sovétríkjanna á alþjóðasamningum um útrýmingu sýkla og efna vopna. Sú reynsla hans varð til þess að hann var skipaður sem einn af fremstu skoðunarmönnum Sameinuðu þjóðanna í Írak eftir Persaflóastríðið.

Hann var m.a. tilnefndur til Nóbels verðlauna og gerður að meðlimi í hinni virtu reglu The Most Distinguished Order of Saint Michael and Saint George fyrir framlag sitt og þjónustu við breska ríkið.

Meðal starfa Dr. Kelly var að vera tengill við fjölmiðla án þess þó að nafni hans væri haldið á lofti eða að myndir af honum væru birtar. Árið 2002 van hann mikið fyrir Defence Intelligence Staff við að setja saman skýrslu Joint Intelligence Committee um fjöleyðingarvopn Íraka sem síðan var notuð sem helsta átilla innrásarinnar að hálfu Breta 2003.  davidkelly_narrowweb__300x411,0  

Í skýrslunni var m.a. stuðst við framburð Íraks flóttamanns; Rafid Ahmed Alwan að nafni (leyninafn Bogabolti) sem leyniþjónustur Bandaríkjanna, Bretlands og Þýskalands vissu að var afar vafasamur og óáreiðanlegur. Sá hélt því fram að Írakar réðu yfir færanlegum tækjabúnaði til að framleiða sýklavopn og þyrftu aðeins 45 mínútur til að koma þeim vopnum í skotstöðu.

Þessar sömu upplýsingar notaði Collin Powell yfirhershöfðingi USA einnig í ræðu sinni þegar hann reyndi 5. Febrúar 2003 að fá Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til að gefa afdráttarlaust grænt ljós á innrásina í Írak. 

Dr. Kelly vissi að upplýsingarnar voru falskar og fjarri lagi. Það þekkti enginn betur til stöðu þessara mál í Írak en Dr. Kelly sem jafnframt þekkti alla þá bresk-menntuðu vísindamenn sem störfuðu fyrir Saddam Hussein.

Hann minntist í trúnaði á þessar falsannir skýrslunnar í samtali við Andrew Gilligan blaðamann BBC og gerði það á þeim forsendum að nafn hans yrði aldrei bendlað beint við málið. Þegar að Andrew sagði frá því opinberlega að Alastair John Campbell talsmaður Tony Blair hefði látið ýkja ýmiss atriði skýrslunnar til að blekkja hinn breska þingheim til að styðja innrásina í Írak hófst leitin að blórabögglinum. Fljótlega bárust böndin að Kelly, sérstaklega eftir að Gilligan hafði undir gífurlegu álagi ýjað að því að hann hefði lagt honum til  upplýsingarnar.

nbakerDM2110_468x305Morguninn 17. Júlí 2003 vann Dr. Kelly heimahjá sér við að svara emailum sem honum höfðu borist víðsvegar að og voru flest hvatningarorð vina hans eftir að yfirheyrslur þingnefndanna hófust. Um þrjú leitið sagði hann konu sinni að hann ætlaði í gönguferð líkt og hann gerði daglega. Þegar hann skilaði sér ekki aftur fyrir miðnætti tilkynnti kona hans lögreglunni um hvarf hans. Snemma morguninn eftir fannst hann sem fyrr segir látinn, sitjandi upp við tré á Harrowdown Hill. Svo virtist sem hann hefði tekið líf sitt. Í maga hans fundust 29 töflur af verkjalyfi (co-proxamol) auk þess sem hann hafði skorið sig á púls með hnífi sem hann hafði átt síðan í æsku.

Fljótlega komst upp kvittur að Dr. David Kelly hefði verið myrtur. Engin fingraför fundust á hnífnum. Sjúkraliðarnir sem sóttu líkið sögðu að lítið sem ekkert blóð hefði verð á staðnum sem er alveg í samræmi við umsagnir sérfræðinga um blóðrennsli úr slíkum sárum í köldu viðri. Krufning leiddi í ljós að lyfjaskammturinn hefði ekki verið nægur til að verða honum að aldurtila. Árið 1999 hafði Dr. David Kelly kynnst Bahai trú og nokkru seinna gerst Bahai. Í Bahai trú er lagst gegn sjálfsvígum.

Rannsókn málsins var fljótt tekin úr höndum lögregluyfirvalda og fengin í hendur sérstökum rannsóknarmanni á vegum ríkisstjórnarinnar; James Brian Edward Hutton. Í skýrslu Huttons kemur fram að um sjálfsvíg hafi verið að ræða, að enginn úr ríkisstjórninni geti talist ábirgur fyrir því á neinn hátt, að BBC hafi sýnt óvarkárni í að segja frá hvernig Íraks-skýrslan var í raun fölsuð og að Dr. Kelly hafi verið eini maðurinn ábyrgur fyrir að þeim upplýsingum var lekið í fjölmiðla.

 

 


Fíla blogg

elephant-standingEf þið hafið áhuga á að sjá eitthvað virkilega ótrúlegt þá ættuð þið að líta á þetta myndband frá Thailandi. Listafíll 

Fílar hafa í mörg ár heillað mig og eru án efa mín uppáhalds dýr. Þeir eru líffræðilega afar flóknar verur og sumt í hegðun þeirra hefur aldrei verið að fullu skýrt. Tennur þeirra eru svo verðmætar eins og kunnugt er, að þeir eru í útrýmingarhættu. Þeir eru eina dýrið sem ég veit um sem heilt þjóðland hefur verið nefnd eftir. (Fílabeinsströndin) Þeir hafa verið notaðir sem stríðsvélar og þungavinnuvélar og voru Indverjum og öðrum Asíuþjóðum þarfari þjónn en  hesturinn var þeim nokkru sinni.

Ég fann á blog.is blogg frá bloggvinkonu minni henni Steinunni Helgu Sigurðardóttur sem fílaunnendur gefðu gaman af að líta á, þ.e.a.s. þeir sem ekki hafa þegar gert það.

Svo fann ég eftirfarandi fróðleik á vefnum; 

elephant3Þrátt fyrir ákveðin líkamleg einkenni eru fílar hvorki náskyldir flóðhestum né nashyrningum. Þvert á móti er skyldleika að leita á allt öðrum stöðum í dýraríkinu.
Fílar nútímans lifa einir eftir af fjölda skyldra tegunda sem voru útbreiddar í stórum heimshlutum. Auk afrísku og indversku fílanna eru nú aðeins eftir tveir hópar tegunda þessara dýra. Annars vegar eru sækýrnar, sem skiptast í fjórar tegundir, sem allar hafast við í hitabeltinu í karabíska hafinu og við strendur Afríku og Ástralíu. Sækýr geta orðið allt að tvö tonn. Rétt eins og fílarnir eru sækýrnar hægfara jurtaætur. Skyldleikann má m.a. sjá á afar sérstæðri tannskipan. Karldýr sumra tegunda hafa t.d. stuttar skögultennur, samsvarandi skögultönnum fíla.
Það má sem sagt á sinn hátt skynja skyldleikann milli fíla og sækúa. Hitt kemur meira á óvart að bjóða skuli afrískum kletta- og trjágreifingjum á þetta ættarmót. En aftur er það sérstæð tannskipan sem afhjúpar skyldleikann. Framtennurnar hafa þróast í stuttar skögultennur sem að vísu standa ekki út úr munninum. Jaxlarnir eru stórir og flatir. Ættartengslin hafa líka á síðustu árum verið staðfest með greiningu á erfðaefni, bæði í frumukjörnum og orkukornum. Þær rannsóknir sýna sameiginlega forfeður.


Trúir þú á drauga - Frægasta Draugaljósmyndin

Fredy JacksonÞetta er án efa þekktasta draugamynd í heimi. Myndin er tekin árið 1919 en var ekki birt opinberlega fyrr en árið 1975. Myndin var tekin af Sir. Victor Goddard foringja í breska flughernum. Ljósmyndin er af flugsveit Sir Goddards sem þjónað hafði um borð í HMS DAEDALUS í fyrri heimsstyrjöldinni. Á myndinni birtist auka andlit að hálfu hulið en samt afar greinilegt. Á bak við flugmanninn sem er fjórði frá vinstri í efstu röð er að sjá andlit manns sem ekki átti að vera á myndinni. Það er sagt vera af manni sem hét Freddy Jackson, flugvirkja sem dáið hafði tveimur dögum áður en ljósmyndin var tekin, þegar að flugvélarhreyfill skall í höfuð hans. Útför Freddy var gerð sama dag og myndin var tekin. Allir meðlimir sveitarinnar sem fengu myndina eða sáu hana staðfestu að þetta væri andlit andlit Freddys.

 


Hér er Guð um Dyaus Pitar, frá Zeus til Júpiters

fingerstouchblbrsmÉg varð snemma þeirrar skoðunar að ef til væri Guð, væri það sami Guð sem fólk tilbað hvar sem það var statt á jörðinni og hvaða nafni sem það nefndi Hann. Ég varð þess einnig fullviss að þessi sami Guð hafði verið ákallaður allt frá því að heili mannsins varð nægjanlega stór til að geta rúmað hugsun um hann og málfærin nógu þroskuð til að nefna hann.

Hinn upphaflegi Guð Aria var þekktur var meðal allra Indó-Evrópskra þjóða. Nafn hans var Dyaus Pitar (Guðlegi Faðir) sem er sama og gríska heitið Zeus Pater, eða  Júpiter og Desus á Latínu. Forn-germönsku er nöfn hans eru Tiu eða Ziu, og á norsku Tyr. Önnur nöfn hans voru; Hinn himneski (Á sanskrít Varuna, grísku Ouranos) eða Vinurinn (sanskrít Mitra, persnesku Mithra). Með líkingum og dæmisögum var öðrum nöfnum smá saman bætt við. Hann var kallaður „Sunna“ „ Hinn máttugi“ og  „Vörður reglunar“.  Hinn helgi logi eða eldur“ (Á sanskrít Agni, á Latínu Ignis, á Grísku Hagnos), sem notaður var við tilbeiðslu og fórna,  vakti með fólki sterkar kenndir og honum voru fljótlega eignaðir guðlegir eiginleikar. People%20Listening%20Around%20Globe

Víst er að söguþulir krydduðu sögur sínar og eignuðu Guði ýmsar mannlegar kenndir. Sögurnar voru kryddaðar með ást og afbrýðisemi, stríði og drykkjulátum og goðsagnirnar urðu til. Jörðin varð að brúður Guðs og dró sem slík að sér eigin fylgjendur sem tilbáðu hana sem „himnadrottninguna“ sem brátt varð einnig að frjósemigyðju. Þar sem ritmál var ekki til og engir spámenn Guðs komu fram til að viðhalda átrúnaði hans, varð til fjölgyðistrú. Jafnvel í sterkum eingyðistrúarbrögðum eins og Gyðingdómi, Kristni og Íslam er hægt að finna dæmi um hversu fljótt eingyðistrú spillist og verður að fjölgyðistrú. Fjölgyðistrú á meðal Grikkja og Aría eru vitnisburður um uppfinningasemi sagnaþula en ekki sönnun um að eingyðistrú til forna hafi ekki verið ástunduð.


Enn um fimm merkustu konur sögunnar

Enn er dálítið að bætast við athugasemdahalann þar sem ég bið lesendur að nefna fimm merkustu konur heims og styðjast að sjálfsögðu aðeins við eigið álit. Margir hafa þegar tjáð sig og margar konur verið kynntar til sögunnar svo úr verður hin athyglisverðasta lesning, sérstaklega ef fólk nennir að fletta (googla) upp þeim konunöfnum sem þeir ekki þekkja. Ég skora aftur á sem flesta að taka þátt í þessari óformlegu könnun sem ég ætla að gera nánari skil eftir að athugasemdafresturinn er liðinn.

Hvernig á að búa til gott te

  1. Fyllið ketilinn af köldu fersku vatni. tea
  2. Hitið ílátið og látið tepokann í bollann eða tekönnuna.
  3. Látið vatnið sjóða og hellið því síðan í bollann eða tekönnuna og hrærið í.
  4. Bíðið í  2-3 mínútur og allt upp í sex mínútur ef tekannan er stór. Þessi bið er mikilvægasti þáttur tegerðar. Teið er ekki tilbúið þótt bæði litur og kaffín hafi borist út í vatnið nánast strax. Sjálft bragð tesins tekur lengstan tíma að berast út í vatnið. Nauðsynlegt er að halda teinu heitu þann tíma sem beðið er eftir bragðinu.
  5. Hellið teinu í bolla (ef tekanna er notuð) 
  6. Næst er sett sætuefni (sykur, hunang) í teið ef þú notar það á annað borð og hrært í. Ef þú notar mjólk er henni bætt í síðast og aftur hrært í. 

 Ef þú ert ekki sammála þessu þá getur þú spreytt þig á tegerðarprófinu hér.

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband